various pics
07.05.03
03.05.03
01.05.03
30.04.03
|
30.1.03
flensan?Ég held ég sé komin með e-a flensu :( Vaknaði í morgun öll stíf og snúin, með bakverki frá helvíti. Ætlaði aldrei að geta sofnað aftur, hvað þá slappað nóg af til þess að losna við bakverkinn, nefið svo stíflað í ofanálag. Dreymdi svo að ég væri að biðja alla að koma ekki nær mér því ég væri lasin. Rugl. Annars vildi ég að þessi bévítans snjór færi að fara og það fljótt svo ég gæti farið að spássera í nýju skónum mínum. Ekkert gaman að geta ekki farið neitt í þeim. Er líka að hugsa um að fara búa mér til e-n flottan bol þar sem búðir í rvk virðast ekki kaupa inn skv. mínum smekk, the nerve of some people aye? [hugsað kl 14:10|#|] 29.1.03
hálftíuKlukkan hálftíu í kvöld fékk ég þrjú sms á nákvæmlega sömu mínútunni! Hvað var eiginlega á seyði í kosmósnum sem gerði það að verkum að þrír vinir mínir vildu endilega hafa samband á þessum sama tímapunkti og við mig? Þetta er um það bil það eina sem ég get/má blogga um af því sem er á seyði í hausnum á mér akkúrat núna. Og af hverju er ég komin með þann leiða ávana að snúa upp á efri vörina á mér þegar ég er í tölvunni eða horfa á sjónvarpið?Já og nokkrir linkar: óhugnanlega nákvæm lýsing á heimafæðingu, ekki vera að borða þegar þið lesið þetta! [ via nobody's doll]
[hugsað kl 21:45|#|] tiltekt&endurskipulagning Í dag tók ég til hjá mér og reyndi e-n veginn að 'búa til pláss' fyrir bækurnar mínar. Henti alveg fullt fullt af dóti, aðallega blöðum og skóladóti, og ég reyndi allt hvað ég gat að aftengja safnara-áráttuna í mér: "ég þarf ekkert að eiga litlu plastrisaeðluna sem af e-m undarlegum ástæðum hefur verið í ísskápnum í mörg ár" Jú og viti menn, allar bækurnar mínar komast nú fyrir í hillunum, nema hvað ég má ekki eignast fleiri því hvar á ég að setja þær? Hér kemur svo smá könnun: Danmörk eða Finnland? [hugsað kl 18:23|#|] 28.1.03
skór? ég?ég skrapp niður á Laugaveg áðan og keypti mér skó. Alveg óvart. Þeir eru svona svartir támjóir leðurskór og þ.e. eins og hællinn hafi verið choppaður af, nema hvað þetta á að vera svona. Ég brosi alveg í hring! Þetta var eiginlega það fyrsta sem ég sá á Laugaveginum og ég var að hugsa um þá alla leið niður á torg. Svona í og með teinóttu vintage Ralph Lauren jakkafötunum sem ég var að spá í að kaupa og breyta reyndar. Og ég ákvað þá bara að skella mér á þá, ég yrði hvorteðer að hugsa um þá næstu daga og vikur og myndi síðan enda með að ákveða að kaupa þá nema hvað þá yrðu þeir búnir í stærð 36. Ladies & gents, my logic rocks! Annars voru skólabækurnar að koma frá Amazon.co.uk, Biblían og Chaucer í meirihluta. Og ég var að fá svona frjókorn-að-hugmynd varðandi BA-ritgerðina mína *big grin* [hugsað kl 18:51|#|] 27.1.03
kjútípæAh yes, after extensive research & soul searching, it is nice to have your results confirmed by the ever trustworthy & reliable internet: Which LOTR Actor Is Your Ideal Husband? brought to you by Quizilla Your ideal husband is Billy Boyd! I hereby label you a lover of boyish Scots and one of those girls who swoons in front of smiley musicians [hugsað kl 18:19|#|] 24.1.03
einsogallirhinirSvona í tilefni af því að allir eru að blogga um Íslendingabók er best að gjöra slíkt hið sama. Ég komst að því að ég er nákvæmlega jafn óskyld öllum mínum vinum og meirihlutinn er óskyldur mér gegnum móðurömmu mína, eitthvað sem ég bjóst alls ekki við. Og líklegast nota ég aðgangsorðið mitt aldrei meir. The rush has left the building. Í gær var spilabús heima hjá mér með enskunemum. Partý&co var spilað og ég segi bara eitt: Go Team Monica! Já, svo lánaði systir mín mér alveg snilldar disk, I Will Survive í 13 mismunandi útgáfum! Jiddíska útgáfan er mitt uppáhald. Og þar með lýkur þessu í dag. Glöggir menn geta lesið ýmislegt milli línanna, ógleggri menn verða bara að láta sér textann nægja. Lifi kerfið! ÆÐISLEGIR SKÓR! must have them now! Enda varla við öðru að búast af búð sem kallast 'karmaboutique' :) [hugsað kl 15:25|#|] 22.1.03
prjónAnnars geri ég voða lítið þessa dagana annað en bíða eftir LÍN og prjóna. Var að enda við annan trefil og klára vettlingana í stíl í kvöld, á meðan ég horfi á Scarlett Letter. Glápti einmitt á Cruel Intentions og Waiting to Exhale í gær, bjóst e-n veginn ekki við neinu af CI svo hún kom á óvart. WtE var álíka leim og þegar ég sá hana fyrst. [hugsað kl 23:50|#|] 21.1.03
skóliTíminn í morgun hjá Mafja, enskar miðaldabókmenntir á nútímamáli, var algjör snilld!!! Ég hef reyndar ekki skrifað svona mikið frá því ég var í Breskri menningarsögu, er komin með ansi góðan skrifkrampa í hendina akkúrat núna. Að heyra manninn kvóta í Mark Twain: "Jane Austen should not have been permitted to die of a natural cause" er náttla pjúra brill! Og svo var ég að enda við að skrá mig í fleiri kúrsa á þessari önn. Núna þarf ég bara að mana mig upp í að banka upp á hjá Mr.Darcy og spjalla um Rasmussinn næsta vetur. Er svona nánast búin að finna þá kúrsa sem mig langar til að taka en ég þarf bara að díla smá við skorarformann. Svo er það blessuð spurningin um BA-ritgerð *aaaarg* Ég hef ekki græna glóru um hvað mig langar til þess að skrifa um og tíminn sem ég hef til þess að hugsa um það styttist og styttist með degi hverjum. Annars skilaði ég inn ritgerð í gær í nokkurs konar ritgerðasamkeppni japanska sendiráðsins þar sem í boði var e-s konar námsferð til Japans í mars. *fingers crossed!* [hugsað kl 12:36|#|] 19.1.03
mc bobWhat's your Inner European? brought to you by Quizilla That would explain a lot, especially why i'm feeling like i feel today. En næst á dagskránni er bjór og NFL með stelpunum (hljómar skárr en 'ég ætla að fara fá mér bjór með strákunum' og orsakaði hræðilega líðan í dag). [hugsað kl 18:59|#|] 18.1.03
og landsbyggðin rokkarÉg rakst á eftirfarandi "frétt" á mbl.is áðan: Maður var með ólæti í fjölbýlishúsi á Egilsstöðum í nótt og var færður í fangageymslu lögreglunnar. Hann fékk síðan að fara heim til sín þegar ölvíman rann af honum í morgun. Annars var rólegt hjá lögreglunni á Egilsstöðum.Nú er komið fínasta veður á Austurlandi eftir stórhríð síðasta sólarhring. - Þvílík snilld! [hugsað kl 14:48|#|] 8 Mile Þar sem ég virðist ekki enn hafa náð botninum hvað vandræðalegar uppákomur og yfirlýsingar varðar er bíóferð kvöldsins upplýst. Við skelltum okkur nokkrar á 8 Mile, myndina "um" Eminem og vá, ef þetta er byggt á ævi hans þá hefur ekki beint margt gerst. Ég segi ekki að þetta hafi verið algjört rusl en kannski betri vídjómynd eða eitthvað. Þegar ljóst var orðið að myndin yrði ekkert betri fórum við bara að bíða eftir að aðallag myndarinnar myndi koma en það kom ekki fyrr en kredit-listinn rúllaði :( En niðurstaða kvöldsins er að Eminem er sætari dökkhærður og já, bara soldið hottí og að pípuhottíið á ljóta skyrtu (þetta er líklegast í fleirtölu þar sem ein ljót skyrta kallar oftast á aðra...). Eftir bíóið ætluðum við að finna e-n stað þar sem hægt væri að spjalla saman yfir bjór og byrjuðum á 22 en þar voru bara Amerískir ellismellir svo við forðuðum okkur þaðan hið snarasta og fórum beint á Celtic Cross nema hvað e-s staðar á leiðinni gengum við í gegnum svona "landsbyggðarhlið" og næst þegar við áttuðum okkur vorum við staddar í félagsheimilinu á Raufarhöfn (án þess þó að fullyrða neitt um Raufarhöfn né önnur pláss úti á landi). Eftir einn bjór var því farið aftur á 22 og dansað frá sér allt vit, Kanarnir blessunarlega farnir. Og enn af fríkí atburðum; Þegar ég var í 4.bekk í Verzló kom svona fjölnorrænn hópur í heimsókn til bekkjarins og áttum við vinkonurnar helst samleið með Finnunum í hópnum (en það er önnur og lengri saga..). Nema hvað, á dansgólfinu í kvöld hitti ég hana Petru, eina af Finnunum :s Þá er hún hér í skiptiprógrammi í viðskiptafræði og ekki búin að vera hér nema í 10 daga! talandi um lítið land, eða kannski lítinn heim!!! [hugsað kl 04:16|#|] 17.1.03
congrats!Það er víst við hæfi að óska Þóri til hamingju með einkunnirnar! Frábært hjá þér og ég splæsi á þig bjór næst þegar ég sé þig :) [hugsað kl 19:26|#|] my-so-called-life OK, nostalgían ekki alveg búin og ég ekki alveg farin að sofa. Hef verið að horfa á gamla My so-called life þætti og rakst á alveg æðislegt lag, Late at Night með Buffalo Tom. Og núna er ég SVO farin að sofa! [hugsað kl 03:18|#|] Haukur Magnússon Guð hvað nostalgían er skemmtileg! Ég skellti upptökunni af Wake me up... (69.Nemendamót Verzlunarskólans) í tækið í kvöld bara svona upp á feel-good stemmingu. Gaman að sjá gamla kunningja og rifja upp skemmtilegan dag/daga. Lokaatriðið var líka pjúra snilld og því gleymi ég ekki í bráð! Og með þessum orðum er ég farin að sofa! [hugsað kl 02:58|#|] 16.1.03
janis baby, janis!Ég skrapp aðeins í Kringluna áðan og gerði bara kjarakaup, að ég held. Ég náttúrulega gerði mig að algjöru fífli í gær, skrapp í Kringluna fyrir vinnu og sá alveg æðislegan hitabrúsa. Ég er komin á kassann og konan búin að slá honum inn í kassa etc þegar ég fatta að ég er ekki með veskið mitt! Leið eins og hálfvita. Ég skrapp því í dag og borgaði fyrir gripinn og kíkti aðeins í nokkrar búðir í leiðinni. Var að spá í að kaupa Melody AM með Röyksopp en hann fannst ekki svo ég kíkti bara á útsölurekkann og fann tvo frábæra diska! Ísland með Spilverkinu á 700 kall og svo Pearl með Janis Joplin á 1000 kall. Mér fannst þetta vera kjarakaup og Pearl diskurinn er æðislegur. Það er eitthvað við Janis sem virkar svona eins og auka orku-innspýting á mann. Svo verður náttúrulega að hlusta á hana með græjurnar í botni, það þýðir ekkert að hafa þetta low-key. En aftur að hitabrúsanum. Hann er svona gamaldags sægrænn með handmáluðum svona austurlenskum lótus blómum, bleikum og rauðum. Svo er tappinn ómálaður, bara stálgrár og svo er líka svona korktappi upp á gamla mátann :) me like. Svo var Stína sem vinnur með mér að segja mér frá svolitlu fyndnu; e-n tímann þegar hún var að fara úr vinnunni koma e-r strákar upp að henni og spyrja hvort hún sé að blogga, hún neitar og varð víst e-ð skrýtin á svipinn og spyr af hverju hún ætti að vera að því og þá fékk hún tilbaka að það væri víst e-r Sigga á Bókasafni Hafnarfjarðar að blogga og þeir vildu vita hvort þetta væri hún :s Undarleg tilvera. [hugsað kl 17:57|#|] 15.1.03
another night at the library...Er í augnablikinu voðalega dugleg við að lesa og glósa Beowulf. Look at me, i'm studying *big grin* Er líka loksins búin að skila bókunum á bókasafnið, þessum sem átti að skila í október. Nú þarf ég bara að skila bókinni Miðausturlönd á Borgarbókasafnið og þá er ég, held ég, laus við samviskubit etc yfir hlutum sem ég á að vera búin að (erm nei, mér datt eitt í viðbót í hug!). Eníveis, smá Calvin&Hobbes quiz:
Og já, it's self explanatory: [via Glovefox via someone "called" christineregina ] more goodies: Smiles Fullbloom [hugsað kl 20:19|#|] 14.1.03
murder on the dancefloorJæja, það fór þannig að ég varð fórnalamb 'popular culture' menningarinnar sem tröllríður öllu. Ég downloadaði sumsé 'Cry me a river' m. Justin Timberlake *ducks for cover* Annars er bara mest lítið að frétta annað en ég held að vekjaraklukkan mín sé dáin. Það hefur nefnilega ekkert heyrst til hennar lengi. [hugsað kl 14:50|#|] 13.1.03
a very John Cusack-y moment:Í tilefni af því að ég horfði á High Fidelity enn og aftur um daginn (skiptin verða ekki gerð opinber!) þá er hérna eitt stk topp-fimm-listi: Topp-Fimm-Geisladiskar: Þetta er svona nokkurn veginn satt og rétt, að minnsta kosti í augnablikinu, hvað svo sem það þýðir. Svo má náttúrulega heldur ekki setja á listann diskinn stórgóða 'Best of Sigga' sem var mixaður fyrir partý á síðasta ári og eftirminnilega spreyjaður bleikur.
[hugsað kl 22:22|#|] 11.1.03
svona rétt í morgunsáriðMér finnst vert að minnast á að klukkan hálf sex voru spilafíklarnir enn að, eftir tæplega 12 tíma spilatörn. Ég stóð mig að vanda í því að tapa, vann ekki eitt Kanasta spil og þó svo Kaninn hafi verið skárri tókst mér nú samt að vera í mínus um rúmlega 60 stig. Þetta gekk örlítið betur heldur en síðasta spilakvöld þar sem ég hreinlega tapaði og tapaði og tapaði svo meira. Þá spáði ég því að draumaprinsinn myndi hreinlega keyra mig niður á hvíta hestinum um leið og ég stigi út fyrir hússins dyr á leiðinni heim en allt kom fyrir ekki. Ég setti þessa tilgátu fram að nýju áðan en allt kom fyrir ekki, enginn hvítur hestur. En hey, karmað hlýtur að fara kikka inn bráðum, svona óheppni í spilum og öðru getur ekki boðað annað en gott eða hvað? [hugsað kl 06:34|#|] 10.1.03
textiÞ.e. best að þetta verði lokaorð kvöldsins: ...þegar dagurinn verður aldrei bjartur pjúra snilld eftir Björn Jörund [hugsað kl 03:08|#|] kjútípæ Who is your Ideal Lord of the Rings (male) Mate? brought to you by Quizilla [hugsað kl 02:02|#|] pælingar I Jæja, ég var víst búin að lofa fínpússaðri og prófarkarlesinni útgáfu af "atvikinu" var það ekki? Hérna kemur sagan eins hún horfir við mér akkúrat núna, sitjandi við tölvuna, þambandi vatn og hlustandi á Nýdönsk út í eitt: Í gær ákvað ég loksins að fara sækja skóna mína til skósmiðsins. Jæja, ég legg af stað og mana mig virkilega upp í að vera nú einu sinni hörð og láta ekki vaða yfir mig *gríðarlegt hláturkast innan í höfðinu á mér* OK, ég finn loksins stæði í Kringlunni, rölti inn og beint til áðurnefnds smiðs, rétti fram miðann minn og segist vera komin til þess að sækja skóna mína. Ég fæ ískalt augnaráð tilbaka, mér eru réttir skórnir og tilkynnt að þetta kosti 47** (man ekki nákv. verð og nenni ekki að fiska upp kvittun e-s staðar). Ég humma og spyr hvort ég fái nú ekki e-n afslátt þar sem þetta hefur dregist talsvert? Svarið er einfalt nei. Ég hvái og þá er dregið upp blað og mér þakkað fyrir orðsendinguna sem ég sendi þeim á netinu. Aldrei á ævi minni hefur mér brugðið jafn mikið, þ.e.a.s. þetta er eitthvað það súrrealískasta sem ég hef lent og guð minn almáttugur, ég hef lent í súrrealískum hlutum! Í framhaldi af því fékk ég pistil um hversu barnalegt þetta sé og það sé hægt að kæra fólk fyrir svona lagað. Heilinn í mér nota bene er enn að taka við sér og ég gapi þess vegna bara. Þvínæst kvitta ég undir debetkortanótuna og þakka fyrir mig. Ráfaði e-n veginn niður í Hagkaup og reyndi að hringja í e-n til þess að tékka hvort þetta hafi í alvörunni gerst. Jahá, lögbrjóturinn ég hélt svo áfram snattinu þennan daginn og velti um leið fyrir mér hvort skórnir mínir væru heilir heilsu eða hvort þeir myndu hrynja í sundur við fyrstu notkun. Skórnir lifðu allavega af daginn og það er nú það sem skiptir mestu máli eða hvað ;) En já, ég vildi endilega deila þessu með ykkur kæra fólki sem les þessa síðu og hvetja ykkur endilega til þess að tjá óánægju ykkar alls ekki, í guðanna bænum bælið óánægju ykkar og reiði inni sem mest og best þið getið því annars gæti svo farið að hlutirnir breyttust og einhver egg gætu brotnað í leiðinni. [hugsað kl 00:43|#|] 8.1.03
Herjólfur er hættur að elskaÉg var í þessum töluðum orðum að lesa "ljóðabókina" 'Herjólfur er hættur að elska' eftir Sigtrygg Magnason. Þetta er alveg ótrúlega kraftmikil bók og undir lokin var ég með tárin í augunum yfir hápunkti sögunnar. Ég heyrði fyrst af þessari bók þegar ég sá hvítan miða, álíka stóran og nafnspjald, á einni af tilkynningatöflum Háskólans þar sem skrifuð var afskaplega djúp pæling: Til að ástin verði eilíf Aftan á spjaldinu var svo titillinn á bókinni. Ég gleymdi þessu eiginlega alveg þar til ég rak augun í bókina hérna áðan í vinnunni og datt í hug að kíkja á fyrstu síðurnar, athuga hvernig byrjunin væri en ég gat ekki hætt að lesa. Hún er svosum ekkert löng en rennslið og hraðinn í atburðarrásinni er rosalegt. Endilega kíkið á þessa bók e-n tímann við tækifæri. Svo fékk ég rosa sæta afmælisgjöf frá gellunum á bókasafninu í Verzló, svona svartur flexible myndarammi :) me like. Annars var dagurinn í dag súrrealískari en nokkurn tímann áður, hélt ekki að léleg sit com plot gætu hugsanlega gerst í raunveruleikanum en þau gera það greinilega, ímyndunarafli handritshöfunda er því ekki um að kenna þó þessi plot séu léleg. Ég þarf örlítið lengri tíma til þess að fínpússa og prófarkarlesa þessa upplifun en hún kemur áður en vikan er liðin. Og já, here's a thought: ef dúllurnar í James Böndum eru að lesa þetta þá eruð þið æði ;) [þetta virkar mun fyndnara ef súrrealíska upplifunin væri á undan] [hugsað kl 19:55|#|] "i am going to stay up all night. because i slept till 7 pm and so now i gotta straighten it out. in the meantime i will upload songs. yay. i love psycho sleep schedules... that's going on the happy list" hmm, that sounds familiar.... [hugsað kl 00:40|#|] 6.1.03
öfugur sólarhringurþ.e. hrikalegt að vera búin að snúa sólahringnum svona hrikalega við! Ég sofna ekki fyrr en kl 5 í fyrsta lagi og vakna þá uppúr hádegi. E-r góð ráð til þess að koma þessu aftur í 'eðlilegt' horf? Eftir að hafa verið off-line í tvo daga var frekar spúkí að sjá afrakstur þeirra Halls og Hjalta! Og svona í tilefni af túrverkjum og öðrum góðum fréttum er hér smá quiz í boði Stínu: Hmm, looks like i have issues :s Legolas-niðurstaðan var fengin með gífurlegri ágiskunarhæfni *wink wink nudge nudge* en Aragorn var 'rétta' niðurstaðan. En mikið djö var ég ánægð með síðasta Charmed þátt! Enginn soppy Cole lengur, bara bad bad to the bone & back with a vengeance! Og svo tilkynningaskyldan: Ég er hér með búin að lesa Fellowship of the Ring og búin með tæplega 100 bls af Two Towers! Hingað til kýs ég frekar bíómyndirnar *ducks for cover* :) [hugsað kl 17:24|#|] 4.1.03
hugmyndir á hugmyndir ofanÉg er í þessum töluðum orðum að mana mig upp í að feisa skó-óþokkann í Kringlunni og leysa skóna mína úr haldi eftir vinnu. Eftir smá útsöluráp er svo meiningin að byrja á e-s konar rúmteppi, hvort sem það verður prjónað eða svona quilt-like. Í gær var Jóhanna með svona post-jóla/áramótaboð með svona líka yummie mat! kjúklingabringur með margs konar kartöflum, salati og brauði plús svo himneskur eftirréttur a la Nigella :) Ég ætla svo að skrópa í jólaboð föðurfjölskyldunnar sökum "anna" :s Mogginn góður í þýðingunum:...í heimaborg hennar Ástralíu [hugsað kl 12:49|#|] 1.1.03
22Ég vil bara þakka öllum sem komu til mín í gærkvöldi fyrir frábært kvöld! Þetta heppnaðist allt saman mjög vel og ég er núna búin að standa í hátíðahöldum í rúman sólarhring :s Maturinn var æði, skaupið fyndið, flugeldarnir flottir, skemmtilegt fólk og frábærar gjafir á alla kanta! Svo get ég ekki lýst því hversu ánægð ég var með að hafa drifið í tiltekt+þrifum klukkan sjö í morgun í stað þess að detta bara útaf og sofna, ég hefði ekki meikað að vakna í viðbjóði og meiri viðbjóði. En núna er ég farin undir sæng, í bleiku tásusokkunum mínum og glápi á sjónvarpið eða les bók. Takk fyrir mig. já, Stefán, Jamie er dáinn. Hann vildi víst '...further pursue his acting career' :s Iss, hann var vælukjói hvort eð er. [hugsað kl 19:40|#|] |
mantra of the moment
stuff found today
07.05.03
sass & bidefishtanked thistothat hello, my name is scott
06.05.03
study abroadthe british museum compass official mah-jong rules anne...straight from the hip
03.05.03
LOMO umfjöllun BBC 4lomography young reykjavik
02.05.03
fotologthe osbournes
01.05.03
orla kielynicola cerini all about hugh jackman's landing mrs.parker
30.04.03
daily candyprolific thrift deluxe |