various pics
07.05.03
03.05.03
01.05.03
30.04.03
|
29.9.02
eastendersnú er illt í efni, ég er aftur búin að sökkva mér í Eastenders. Omnibusinn á sunnudögum er orðinn bráðnauðsynlegur, ég þykist ekki vita kl hvað hann byrjar en stend sjálfa mig að því að kveikja á sjónvarpinum "bara svona til að gá hvað sé á dagskrá" ;) Annars er mest lítið að frétta, Blur ennþá undir geislanum og venjuleg leti á sunnudegi. Er að gera trilljón hluti í einu eins og venjulega, hlusta á tónlist, lesa Irish Girls About Town, horfa á BBC Prime og blogga. Kannski ég setji ljósin loksins upp í dag? [hugsað kl 16:31|#|] krúsídúlla Í kvöld var ég í mömmuleik, var að passa mestu krúsídúllu í heimi, litla frænda minn hann Gabríel. Við byrjuðum á því að fara á McDonalds (ásamt hinu white-trash liði Reykjavíkur og nágrennis!) sem er ákaflega vinsælt hjá ekki-svo-litla-manninum, síðan var haldið heim að horfa á Cats&Dogs og gúffa í sig óhollustu. Þar næst var Latador spilað enda veitti ekki af eftir allt gúffið :( Eftir smá teikni-session var Harry Potter skellt í tækið (einu sinni enn!) og horft þar til hann datt út af. Ég fékk svo Harry Potter teikningu með mér heim, undirritaða af listamanninum og allt. Ég er enn að átta mig á því hvernig þessi 6 ár hafa geta liðið svona hratt! Mér finnst hann hafa verið að fæðast í gær nánast. Núna er hann byrjaður í skóla og allt! Skellti svo Parklife með Blur á þegar ég kom heim, snilldardiskur! Ólíkt Take That (hljómsveitin sem var númer eitt hjá mér áður en Blur kom til sögunnar) þá get ég ennþá hlustað á Blur, aftur og aftur og aftur. Vantar samt tvær síðustu plöturnar til þess að eiga allt safnið ;) [hugsað kl 02:19|#|] 28.9.02
bjórkvöldFór á bjórkvöld enskuskorar í gærkvöldi og skemmti mér frábærlega. Þau heiðurshjón Kalli og Jóhanna buðu mér og Birgittu í dýrindis lasagna og var því skolað niður með rauðvíni. Svo var haldið á Celtic Cross um níuleytið og beðið eftir að enskunemar og aðrir útlendingar mættu. Það var ágætis mæting þó svo að erlendir nemar séu alltaf miklu miklu fleiri heldur en félagsfælnu Íslendingarnir! Ég hafði hátt og hló mikið eins og mín er von og vísa, tók ágætis actionary syrpu með því að leika gatnamót fyrir viðstadda. Jóhanna skemmti okkur með því að bera 3ja hvert orð fram með frábærum RP-hreim þegar hún var að spjalla við Yorkshire-búana ;) Svo þegar mér mistókst að draga liðið á Vídalín þar sem Moonboots voru að spila, röltum við Birgitta þangað og snérum við þegar við komumst að því að við þurftum að borga 1000 kall inn, budgetið hvarf á barnum á Celtic Cross ;) Við snérum því við og fórum aftur á pöbbinn. Hlakka til næsta bjórkvölds og vona að þeir sem sáu sér ekki fært að mæta, eins og t.d. Ingibjörg og Sibba, shame on you people!!! [hugsað kl 18:13|#|] 27.9.02
halloweenMerkilegt hvað ég fæ alltaf e-a aukaorkuinnspýtingu seint á kvöldin! Eftir að hafa verið að stússast í hrekkjavöku undirbúningi fyrir BOG & mæta á vídjókvöld fór ég að stússast ennþá meira í heimsíðu BOG. Bætti inni hinum og þessum fídusum og gerði meira að segja drög að hrekkjavökubúningi hennar, er nú samt ekki alveg nógu ánægð með útkomuna. Er í ofanálag komin með svona smá hugmynd að breyttu útliti á þessari síðu, skitsó-inn að verki ;) Ég er nú samt ánægðust með auglýsingarnar fyrir hrekkjavökupartýið, kem með myndir af þeim þegar þær eru fullgerðar. Hands down, flottustu auglýsingar sem ég hef séð (þeas heimagerðar!). Hvað á það að þýða Þórir að ætla hætta að blogga? Hvað á mamma þá að lesa? Btw. mamma mín lýsir yfir mikilli óánægju með bloggleti landans, allavega þeirra sem eru á gáttinni minni, henni finnst þetta ekki ná einni einustu átt. En nú er ég farin að sofa (yeah right!) svo ég geti nú kannski vaknað fyrir Shakespeare tímann á morgun. [hugsað kl 02:20|#|] 25.9.02
litblindaEr það bara mér sem finnst þessi síða bara vera 'inverted' útgáfa af þessari? Greinilegt að litblinda gerir engan greinarmun á skólagöngu, aldri né stjórnmálaskoðunum ;) Svo er það já, Þórir kommi í lögfræði en Viðar sjálfstæðisdrengur í sagnfræðinámi???? Hafa þessir tveir menn ekki ruglast e-s staðar í ferlinu? [hugsað kl 21:43|#|] snobb Var að fletta Snobbinu fyrir þetta árið og ég er bara eiginlega orðlaus! Þetta er flottasta Snobb sem ég hef séð, geðveikur metnaður og alles enda kannski ekki von á öðru. Vá. Og þar sem það er miðvikudagur, sit ég hérna á bókó VÍ og þykist læra. Var að vona að ég gæti notað þráðlausa netið í VÍ svo ég dröslaðist með lappann (vantar e-ð krúttlegt nafn á gripinn! [hérna var einkabrandari sem var ritskoðaður]) hingað upp eftir en komst svo að því að ég þarf að tala spes við Þórð og nú kemur besti parturinn: skilja tölvuna eftir hjá Þórði svo hann geti krukkast í stillingum. Ahem, veistu ég held bara ekki. Að skilja hluti eftir hjá kennurum hefur ekki alveg verið að gera sig hjá mér gegnum tíðina. Síðan kom ljótur visareikningur í dag. Það þýðir aðeins 1 bjór á föstudagskvöldið og heimatilbúið nesti fram að jólum :( Þið sem eigið afmæli í október megið búast við heimatilbúinni afmælisgjöf ;) [hugsað kl 21:24|#|] 23.9.02
pulp[ritskoðað] [hugsað kl 19:39|#|] evil grin ...er ljótt að hlakka yfir óförum annarra? [hugsað kl 18:23|#|] o trespass sweetly urged já, Rómeó&Júlíu maraþon gærkvöldsins tók sinn toll. Mig hlýtur að hafa dreymt þetta í nótt, annað getur ekki verið! Svo er bara spurning hvort maður mani sig upp í að horfa á BBC útgáfuna þó þess sé ekki krafist, bara svona upp á sportið? Annars er ég bara vöknuð frekar snemma á þessum ágæta mánudegi, er að vinna upp lestur á bókmenntafræði þó svo ég sjái ekki fram á að skila verkefni í dag. Var í þessum skrifuðum orðum að fá sjokk, á að skila 20% verkefni næsta mánudag! Arg, leiðindaskyldufag. Þ.e. ekki frá því að illgjarnt glott færist yfir mann þegar menn eru loksins komnir í háskólann ;) Skammstafanir eru ákaflega illa séðar í ritgerðum/verkefnum ásamt svigum og þess háttar. Enjoy! [hugsað kl 12:36|#|] 22.9.02
sunnudagur ullabjakk!ömurlegasti dagur vikunnar runninn upp! Það sem ég er búin að "afreka" í dag: horfa á Eastender omnibusinn, taka nokkur pointless quiz, hálfganga frá diskum+glösum víðsvegar um íbúðina. Það sem ég er ekki búin að gera en ætti að vera búin að: festa upp ljósin sem ég keypti fyrir löngu síðan, fara út fyrir hússins dyr, borða staðgóðan morgunmat, lesa e-a af námsbókunum, þrífa+taka til, kíkja á ömmu gömlu o.s.frv. o.s.frv. Er nú samt að íhuga að stíga fæti út fyrir hússins dyr. Í gær horfði ég á snilldarmynd, Blowdry með Alan Rickman (ég stend við það sem ég sagði í gær Ásta! ;) í aðalhlutverki. Ofboðsleg feel-good mynd, brandarar inn á milli family drama. En jæja, best að skella sér út og overdósa á súrefni ;) I'm exceptionally artistic! Find your soul type at kelly.moranweb.com. What's Your Movie Dream Car? by Auto Glass America What Was Your PastLife? [hugsað kl 15:12|#|] 20.9.02
bögg&útlandapælingarUndanfarin vika hefur e-n vegin flogið hjá án þess að ég tæki eftir því, hvað þá bloggað. Miðhæðin heima er enn einu sinni undirlögð vegna framkvæmda; nú er sumsé verið að flísaleggja borðstofuna, eldhúsið og forstofuna. Foreldrar mínir ætla því að flýja siðmenninguna yfir helgina og skilja mig eftir í flísarykinu. Ég hef hærri þröskuld hvað óreiðu varðar en móðir mín svo ég hlýt að bjargast ;) Nú sem oft áður er ýmislegt að pirra undirritaða en það leysist vonandi á morgun ef guð lofar. Síðan eru útlöndin að toga í mig einu sinni enn, kannski er þetta bara innblástur frá Jóhönnu Ósk, hver veit? Allavega, nýjasta hugdettan er nám við University College í London næsta vetur sem Erasmus nemi. Er búin að vera skoða stúdentagarða & kúrsalýsingar þegar ég á að vera lesa Titus Andronicus. Fór svo á Alþjóðaskrifstofuna í dag og vonaðist eftir upplýsingum. Held að konan sem ég talaði við hljóti að vera heyrnarlaus. Hún gerði ekki annað en röfla um lista yfir skóla sem heimspekideild HÍ hafi gert skiptinemasamninga við & hvaða lönd væru í boði þrátt fyrir að ég röflaði í sífellu tilbaka að ég væri búin að "ákveða" Bretland, UCL og hvaða kúrsa ég vildi fara í! Svo ýtti hún mér nánast út, vildi ekki segja mér hvað ég þyrfti að gera næst, sagði mér að koma á næstu kynningu hjá þeim og lokaði hurðinni á nefið á mér. Náði þó að hrifsa með mér umsóknareyðublað og svona upplýsingabækling áður. Hvað segiði svo? Hljómar vetur í London ekki vel? [hugsað kl 17:58|#|] 16.9.02
mánudagsbloggið[ritskoðað] Get nú ekki sagt neinar frægðarsögur af helginni, var nörruð í Kópavoginn af móður minni og systur á sunnudaginn. Jebb, Smáralindin, Debenhams to be exact. Þeir sem mig þekkja vita álit mitt á Kópavogi og er því óþarfi að fara nánar út í það hér. Þar tókst mér að gera mig að fífli eins og svo oft áður; þar sem ljósin+bylgjur í loftinu inni í svona magasínum orka almennt illa á mig skrapp ég út fyrir og settist á kaffihúsið. Það virkar einmitt frekar svona smart og lystugt við fyrstu sín en svo kemur maður nær og já, sjón er sögu ríkari. Eníhú, ég panta mér sviss mokka og kleinu, fer með góssið á nærliggjandi borð. Svo þegar ég reyni að færa stólinn nær borðinu tekst mér náttla e-n veginn að reka mig í borðið og skvetta duglega á mig af sviss mokkanu. Nema Fröken Sigríður var ekki alveg búin; stóllinn var enn ekki nógu nálægt og nú átti að passa sig á að rekast ekki í borðið, það gekk ekki betur en svo að þá tekst mér að draga trefilinn sem ég var með um hálsinn akkúrat ofan í bollann og skvetta þar með enn meira á mig. Það er sem ég segi, Kópavogur er bara staður sem ég á ekki að fara á!!! [hugsað kl 20:04|#|] 15.9.02
ætti að vera farin að sofa...Your Secret Fetish Is Exhibitionism! Sex for you is an adventure ... one which you want the whole world to see. Closed curtains and dark rooms don't do it for you. You rather be getting it on in a public bathroom, park, or club. Just don't let your love juices fly and hit someone in the eye. What's *Your* Secret Fetish? Click Here to Find Out! *blushing* just had to post this! [ via Kristín, like all the really good ones ;) ] [hugsað kl 03:27|#|] 14.9.02
K-19Fór á þessa 'stórmynd' í gær og labbaði út í hléi; átti þar með hlut í stóru þroskaskrefi Hjalta sem aldrei hefur labbað út af mynd. Þessi mynd er bara of leiðinleg, amerískir leikarar með rússneskan hreim sem dettur út og inn, Liam Neeson dettur stundum í írska hreiminn inn á milli, 70% af textanum eru tækniatriði sem enginn skilur já og svo er atburðarrásin ótrúlega hæg og óspennandi. Það má samt e-r segja mér hvort þeir drápust allir eða komust af a la Hollywood. Tókst svo að sofa af mér hálfan daginn, það er alltaf fúlt af sofa af sér helgarnar. Byrja svo að sjálfsögðu á því að fara á netið og eyða enn meiri tíma þar, tek þessi stupid quiz o.s.frv.
I already knew that I rocked ;) [hugsað kl 15:24|#|] 13.9.02
kvöldiðjæja, eftir að hafa farið heim og sofið í nokkra klukkutíma var heilsan orðin það góð að ég mætti á nýnemakynninguna hjá enskunni kl ca. fimm; mér fannst hún takast bara mjög vel þrátt fyrir að færri fyrsta árs nemar hafi mætt en vonast var eftir :( Samt, alltaf gaman að sjá hálf-fullorðið fólk tapa sér í barnaleikjum & hasar! Mætingin á Nelly's var dræm en það myndaðist nú samt ágætis stemming, ég er nú samt ennþá litla barnið í deildinni virðist vera. Fínt kvöld, myndirnar koma líklegast eftir helgi... What revolution are You? Made by [hugsað kl 01:52|#|] 11.9.02
enn meira kvefNú er líðanin orðin alveg hræðileg! Er að stikna úr hita plús það að þjást af alvarlegum súrefnisskorti! Reyndi að sökkva mér ofan í bókina Curious Customs of Sex & Marriage en hreinlega gat ekki lesið staf! Svo sat við tölvurnar stelpa sem var stanslaust að fá sms eða símhringingar, halló, þetta er bókasafn for fuck's sake!!! Já og svo var hún líka klædd eins og mella, brjóstabolur+ofnotkun á brúnkukremi+aflitað hár+15 cm háhælaðir skór= 2 $ hooker ;) já ég er lasin plús að fara byrja á túr, so don't start with me!!!
[hugsað kl 22:31|#|] kvef Jæja, þá er hinn margumtalaði 11.sept runninn upp og engar stórslysafréttir komnar enn. Ógleðin ólgaði reyndar í mér þegar ég sá að það var flaggað í hálfa stöng með ameríska fánanum við McDonalds áðan.*æl* Mér finnst þetta svo sannarlega ekki það merkilegur dagur að allur heimurinn þurfi að stoppa í tilefni hans, það hafa fleiri og verri atburðir gerst í sögunni án þess að þeirra sé minnst sérstaklega (annars staðar en í viðkomandi landi). Eníhú, ég er komin með kvef og jafnvel hita, er nebblega búin að vera stikna úr hita í allan heila dag, vanalegast er mér skítkalt. Má ekki við því að verða lasin, hef í nógu að snúast. Nýnemakynningin á morgun er svona fyrsta verkefnið (fyrir utan skóla&vinnu), gaman að sjá hvernig hún tekst og svo reddaði Ásta snillingur auglýsingu á BOG síðuna, Go Ásta! Fyrsti alvöru tíminn í hinni alræmdu Fílu var svo áðan, satt besta að segja var þetta nú bara frekar áhugavert, ólíkt fyrsta tímanum í fyrra.*yuck* Svo get ég ekki beðið eftir því að komast heim og leika mér í nýja laptopnum :) [hugsað kl 20:41|#|] 9.9.02
mér er kaltÞ.e.eins gott að ég er búin með vettlingana mína því mér er skítkalt! Fagurbleiku vettlingarnir verða sko settir upp bráðum. Annars hefði ég betur verið í þeim áðan; ég skrapp út á Olís að kaupa mér samloku og þurfti að fara yfir götu á svona gangbraut. Svo stoppar velviljaður ökumaður fyrir mér og ég ætla að þakka fyrir mig með þessu fyrirfram-samþykkta-veifi nema hvað, ég held á lyklunum í sömu hendi þannig að eini lausi fingurinn var langatöngin. Ég sumsé rétt grey ökumanninum fingurinn í misgáningi.... [hugsað kl 20:26|#|] Go Canada! Ný vinnuvika að hefjast og aðeins einn dagur í nýja laptopinn :) Helgin gekk stóráfallalaust fyrir sig, var bara heima í rólegheitum á föstudagskvöldið. Saumaði mér buxur og glápti á fína vælumynd; Jack&Sara. Laugardagurinn var örlítið afkastameiri, fór á e-s konar fund (er enn ekki viss hvers konar ;) þar sem fólk úr ýmsum áttum var samankomið. Núna get ég sumsé tengt mynd við nafnið Hilma. Um kvöldið var svo heljarinnar teiti hjá þeim heiðurshjónum Ásdísi og Halli þar sem bókasafnsfólk var samankomið. Okkur Halli til mikillar armæðu mættu hinir ýmsu makar og við fengum ekki tækifæri til þess að reisa níðstöng hvað þá níð-kebab ;) Snilldartónverkið Library Girl m. norsku drengjahljómsveitinni Boyzvoice fékk þar að hljóma við góðan orðstír! Sunnudeginum var síðan varið í tiltektir og að hengja upp myndir, datt óvart inn í Jonathan Creek þátt mér til mikillar gleði seinnipartinn. Skrapp reyndar í heljarinnar hjólatúr líka, hjólaði út á Ægissíðu í blíðskaparveðri og kíkti á leiðinni á nýju aðstöðuna í Nauthólsvík. Þetta er orðið svo rosalega flott þó svo afturhaldsseggurinn í mér sakni soldið hráa umhverfisins sem var þarna áður. Í dag fór ég svo á stúfana fyrir BOG, leita eftir auglýsendum og betla vísindaferðir. Sendiráð Kanada fær stóran plús fyrir að vilja endilega fá okkur! Já og hrakfallabálkur dagsins er ég sjálf þar sem mér tókst að missa símann minn og stíga svo ofan á hann í kjölfarið, greyið er því hálf aumt að sjá.
[hugsað kl 18:32|#|] 7.9.02
böggMinn litli ljósku heili var í essinu sínu þessa vikuna; jú ég keypti mér digital vél um daginn, alltígúddí, nema þegar fröken Sigríður (svona til þess að aðgreina mig frá frú Sigríði) er að installa drivernum og því öllu, hunsar hún ansi mikilvægan pop-up glugga: remove all disks from drives! Obbosí, þessi skilaboð koma aðeins einu sinni og eru, greinilega, nauðsynleg til þess að tölvan nái sambandi við vélina. Grrrreat! Hjálp á þessu stigi málsins væri vel þegin (lesis:HJÁAAAALP!). ps.ég er búin að prófa að un-installa dótinu (2var!) og hlaða því aftur inn, einnig búin að athuga hvort batteríið sé fullhlaðið). [hugsað kl 13:42|#|] 6.9.02
vinnan mín[ritskoðað] Akkúrat núna fann ég e-a lykt sem minnti mig ískyggilega á ferðina til London '95! Fyndið hvað lykt getur kallað fram margar minningar. Datt þá í hug hvort ég ætti kannski að athuga með ferð til London í janúar áður en skólinn byrjar? [hugsað kl 10:58|#|] föstudagurinn kominn! Ég var að átta mig á að spurningin sem ég ætlaði að spyrja í gær er bara ekkert í færslunni! Ég vildi sumsé vita hvort e-r kannaðist við þessa bók, þeas Agöthu Christie bókina. Kannast e-r við hana? Annars var ótrúlega erfitt að koma sér á fætur í morgun, erfiðara heldur en venjulega. Eftir vinnu í gær var hún Hafrún (sko Ásdís, ég er bara farin að nefna alla með nöfnum! Hvar endar þessi vitleysa eiginlega? ;) svo indæl að skutla mér uppí Breiðholt til Brynjars en hann og Egill voru í pítsugerð. Maturinn var frábær og sama má segja um restina af kvöldinu; góð tónlist, góður matur, gott rauðvín og frábær félagsskapur. Var að staulast heim rétt fyrir tvö og því var frekar erfitt að vakna kl 7 í morgun :( Þegar ég er svo búin að vinna og sækja bækurnar á pósthúsið seinnipartinn í dag ætla ég ekki að stíga út fyrir hússins dyr nema í algjörri neyð; langar til að vera heima hjá mér svona til tilbreytingar. Svo var mamma líka svo elskuleg að lána mér bílinn sinn í dag svo ég þurfti ekki að vera í strætóstússinu. Föstudagar eru góðir. [hugsað kl 09:29|#|] 5.9.02
syfjuð&svöngAð vanda fór ég ekki á fætur fyrr en alltof seint, þaut beint út á Hlemm og tók strætó út í Hfj. Það er sumsé e-r landsfundur og ég verð á fullu í afleysingum bæði í Hfj og Verzló. Svo var ég svo lengi frameftir í gær að stússast í þessari BOG síðu, já og bara svona almennt netráp þannig að ég er bæði þreytt og svöng, get ekki beðið eftir hádeginu! Annars pantaði ég mér nokkrar bækur með skólabókunum, The Big Four e. Agöthu Christie og Irish Girls About Town e. nokkrar írskar skáldkonur. Ég las The Big Four fyrir mörgum mörgum árum og hélt í rauninni að ég væri að kaupa allt aðra bók, man e-r eftir bók þar sem tvíburabróðir Hercule Poirot birtist eftir að Hercule átti að vera drepinn inni í e-u fjalli, rosa samsæri o.s.frv. o.s.frv.???? Mig langar svo til að lesa þá bók aftur nefnilega. Tók svo líka fyrstu bókina í trílógíu Philip Pullmans, The Golden Compass, á bókasafninu í gær og byrjaði á henni í strætó í morgun. Byrjunin lofar a.m.k. góðu. Hvað á maður svo að fá sér í hádeginu? [hugsað kl 12:55|#|] 4.9.02
brjáluð vikaÞessi vika er svo stútfull af verkefnum og dóti að þ.e. ekki fyndið! Byrjaði daginn á því að fara á pósthúsið að sækja bækurnar frá Amazon, síðan tók skólinn við í öllu sínu veldi (komst m.a. að því að ég þarf að kaupa ákv. útgáfu af Complete works of Shakespeare!) og endaði á Fílunni (sem btw. kemur skemmtilega á óvart, bara vonandi að hún verði kennd). Skrapp svo á Subway með Hjalta áður en vinnan í Verzló kallaði. Annars var mjög skondið að þegar Fílu-kennarinn kom inn spurði hann:Eruð þið erlendir nemendur??? Já, gott að spyrja að þessu á íslensku, 50/50 líkur á að e-r skilji hann ;) Brynjar hringdi svo í mig og tilkynnti matarboð ásamt rauðvínssulli annað kvöld :) Það var síðan fullt fullt fullt af öðrum hlutum sem ég ætlaði að minnast á en af e-m ástæðum er ekki hægt að kommenta né blogga úr tölvunni í Verzló, ég gleymdi þess vegna öllu heila draslinu :( Btw. þá er ég komin með nýja e-mail adressu, sigridur@verslo.is, mér finnst þetta ótrúlega fyndið e-ð; maður er búinn að venjast e-u svona rugli eins og t.d. 6bsire@verslo.is og svo fær maður barasta alvöru! Ég nota nú samt hina áfram, bara gaman að fá svona alvöru, eins og "fullorðna fólkið" ;) [hugsað kl 23:46|#|] All I Need Var að enduruppgötva Moon Safari diskinn með Air, pjúra snilld! Sérstaklega er ég að fíla lag nr. 3, All I Need. Pantaði hann af Amazon, e-r back to school útsala í gangi þar, fullt af góðum diskum. Var að koma heim um miðnættið eftir vægast sagt bissí dag, fór beint úr vinnunni á BOG fund hjá Völu (með smá stoppi á Subway) og var talsvert brainstormað. Held barasta að þetta verði alveg frábær vetur, við eigum allavega eftir að skemmta okkur frábærlega og vonandi skemmta hinir sér líka. Morgundagurinn verður svo líka "skemmtilegur", skóli allan daginn (endar á Fílunni!!!) og svo vinna til kl 22, líklegast lærdómur þegar heim er komið. Æi, þetta reddast *wink wink*, ekki rétt Ásta? ;) Laugardagurinn næsti ætti líka að vera vægast sagt athyglisverður, kemur allt í ljós...eníveis, farin að sauma buxur... [hugsað kl 01:35|#|] 3.9.02
blautt veðurVaknaði fyrir aldir í morgun, eða klukkan níu. Ég er ekkert alveg að ná þessari nýju stundaskrá, að þurfa að mæta í skólann fyrir hádegi!!! Fann á endanum stofu A í Aðalbyggingu eftir að hafa labbað út um allt hús, ég er svo ekki sátt við að þurfa vera í tímum í Aðalbyggingunni að þ.e. ekki fyndið! Pétur Knúts brást ekki frekar en vanalega og stórskemmtilegur mállýskukúrs bætti staðsetninguna upp. Held að þetta verði skemmtilegasti kúrsinn í vetur þar sem ég kemst ekki í 19.aldar bókmenntirnar fyrir vinnu :( [hugsað kl 15:42|#|] 2.9.02
suffragettecity...heitir lagið sem er verið að spila núna [ritskoðað] flytjandi er David Bowie :) Helgin fór nú mest öll í rólegheit, ásamt hillu- og ljósakaupum. Keypti mér þessar líka "fínu" Billy hillur í IKEA sem reyndust svo vera ómögulegar bókahillur, alltof djúpar. Þ.e. því tvöföld röð af bókum í bili. Ljósin eru enn í kassanum. Á laugardaginn bakaði ég köku handa Jóhönnu&Kalla en þau voru svo elskuleg að taka digitalvélina mína með heim frá London, skutlaði kökunni svo til þeirra á sunnudag og fékk að heyra ferðasöguna í leiðinni. Þorði ekki annað en að prjóna vettlinga og trefil þar eð mannskaðavetur virðist vera í aðsigi, liturinn er að sjálfsögðu bleikur. Horfði líka á Memento en þ.e. alvarleg fokked up mynd, góð engu að síður. Líkami og sál virtust á einu máli um að ég þyrfti engan svefn í nótt svo ég prjónaði eins og vitlaus væri, horfði á Sódómu Rvk - Quick and the Dead - My Blue Heaven ( í þessari röð nb.) framundir sjö í morgun. Fyrsti skóladagurinn var ósköp rólegur, mætti í stofu 13 í Aðalbyggingu í Literary Theory hjá Guðrúnu G og spjallaði svo við góðkunningja mína í Tæknigarði eftir það. Þar hitti ég loksins e-n mann með viti sem talaði e-ð svipað mál og ég. Komst að því að þó svo það væri búið að lofa mér aðgangi hafði allt verið gert vitlaust etc. Vandræðin eru þó ekki alveg búin því þetta virkaði ekki sem skyldi hjá mér í dag. Bjallaði í Bjössa sem brást skjótt við, leysti vandann (vonandi, það kemur í ljós í fyrramálið) og fær plús í kladdann. *stoppa til að anda* [ritskoðað] You can take the McDonalds Product Test by Matio64 here! [hugsað kl 22:34|#|] |
mantra of the moment
stuff found today
07.05.03
sass & bidefishtanked thistothat hello, my name is scott
06.05.03
study abroadthe british museum compass official mah-jong rules anne...straight from the hip
03.05.03
LOMO umfjöllun BBC 4lomography young reykjavik
02.05.03
fotologthe osbournes
01.05.03
orla kielynicola cerini all about hugh jackman's landing mrs.parker
30.04.03
daily candyprolific thrift deluxe |