gamalt   e-mail   gáttin  

various pics
---
07.05.03

03.05.03

01.05.03

30.04.03
31.8.02
so tired
Jesús hvað ég er þreytt akkúrat núna, þyrfti samt að þýða eins og eitt stykki Jamie Oliver uppskrift handa Hildi áður en ég gleymi því! Ákvað að sleppa Mörthu-Stewart-alter-egóinu í kvöld og opt for sanity; Kom heim um sexleytið, fór með mútter á Grænan og keypti svo bara bakkelsi til að fara með í saumaklúbbinn. Fyndið þegar samræður hætta bara svona einn tveir og þrír og það er þögn í smátíma, enginn veit hvað hann á að segja næst o.s.frv. Það voru nokkur svoleiðis móment í kvöld en svona í heildina litið var þetta fínt, þrátt fyrir umræður um rauðlauk & mjólkursamlög...
[hugsað kl 03:02|#|]


30.8.02
utanbæjarskríll
Svona gerist þegar utanbæjarskríllinn fer í heimsókn til Reykjavíkur og fer að hrella saklausa borgara ;)
[hugsað kl 15:35|#|]


föstudagurinn
Síðasti langi-vinnudagurinn minn er hálfnaður, ég mæti nú samt hingað aftur á mánudagskvöldið. Svo er víst saumó í kvöld en fyrst verður farið á Grænan kost með múttu og já, Jonathan Creek þáttur dagsins sóttur til Birgittu.Hin ofur-húslega Sigrún ætlar að koma með uppskrift að hættulega góðri gulrótarköku á eftir sem ég ætla baka fyrir kvöldið þannig að dagsplanið er a la Sigríður; þeas ég held alltaf að ég hafi tíma fyrir miklu miklu meira en rauntími segir til um ;)
[hugsað kl 14:43|#|]


Welcome to Hyde Park...
...stendur á litlum rauðum double decker fyrir framan mig. Þetta er forláta yddari sem pabbi keypti í síðustu London ferð. Mig langar til London aftur. Ég fékk einmitt fyndnasta póstkort í heimi sent í dag! Jóhanna og Kalli eru, eins og áður hefur komið fram, í London að djamma&djúsa á Nottinghill karnevalinu og datt ég í hug þegar þau sáu póstkort með Villa prins og Harry bróður hans, *blushing* og af e-m ástæðum var títt nefndur hönkalisti nefndur í kortinu ;)

Annars vil ég nú bara þakka Unni og Kristínu fyrir að benda á "ljósu" punktana í lífi mínu þessa stundina, takk stelpur.

[hugsað kl 00:25|#|]


29.8.02
bleh
Þrátt fyrir að það sé alltaf gaman að fimmtudögum þá er ég ekkert obboslega kát, var að fá úr Brit Lit prófinu: 7,5 :( Skil ekki alveg af hverju mér gekk svona illa??? Byrjaði að vinna í Verzló í gær, fínt að fá smá afslappelsi eftir daginn í Hfj. Eignaðist meira að segja nýjan vin ef svo má segja, e-ð með mig og miðaldra kalla, húsvörðurinn er nýi vinur minn af því ég gleymi alltaf lyklunum mínum. Æi mig langar svo að taka mér frí á morgun....*sjálfsvorkunn*
[hugsað kl 14:35|#|]


28.8.02
sadie
[ritskoðað] nú sit ég hérna og hlusta á Sadie, Lover's Rock. Þetta er nú reyndar enginn snilldar diskur, Diamond Life er er miklu betri og er, að ég held, besti diskurinn sem ég á.

Dagurinn í dag verður ansi magnaður þar sem ég vinn mína fyrstu vetrarvakt í Verzló strax eftir að deginum í Hfj lýkur. Þetta þýðir að ég verð að fara hefja dauðaleit að lyklunum að Marmarahöllinni því ekki er manni hleypt inn lyklalausum. Þetta þýðir að ég get farið að skipuleggja vetrarvinnuna í Hfj sem er gott. Held barasta að þetta verði snilldarvetur. Svo hringdi Jóhanna í mig í gær frá London að tilkynna mér að myndavélin væri komin í hús!!! Það (ásamt tilvonandi laptop heimilisins) bætir útlandaskort ársins upp.

[hugsað kl 12:57|#|]


27.8.02
mér er kalt
Mikið ógeðslega er kalt úti og ekki einu sinni kominn september!!! (já mér finnst gaman að tala um veðrið...sííí og æ [aulabrandari dagsins takk fyrir] ) Ég neita nefnilega að klæða mig eftir veðri. Bjartsýniskast grípur mig ævinlega á morgnana og ég fer sokkalaus út og oft í opnum skóm, niðurstaðan er sú að mér verður skítkalt. Gullfiskaminnið veldur því að daginn eftir er ég búin að gleyma kuldahremmingum gærdagsins. Kvöldinu verður því eytt undir sæng og ofninn á fullu.

Kaupmaðurinn á horninu nr. 2 leitar að undarlegustu hlutum í þjóðskrá.


find your inner PIE @ stvlive.com

[hugsað kl 19:54|#|]


26.8.02
haustið
þá er ég búin í mínum sumarprófum! Eins og oft áður virðist smá slembilukka hrjá mig þegar ég er í þann veginn að klúðra hlutunum, ég var sumsé ógurlega ódugleg í lestri fyrir þetta próf (var reyndar búin að lesa Northanger Abbey) en ég byrjaði á Heart of Darkness á föstudag og kláraði hana á sunnudag (fyrir þá sem ekki þekkja til, þá er þetta frekar þunn bók, ekki hundrað bls) og þá tók við doðrantur kenndur við Norton. Mér til mikillar gleði þekkti ég flest öll ljóðin/sögurnar aftur og smám saman rifjuðust tímar síðasta hausts upp, ég las til miðnættis en þá var ég alveg að sofna eftir skemmtun laugardagskvöldsins. Ætlaði bara að sofa í tvo tíma en vaknaði ekki fyrr en fjögur. Kláraði yfirferðina og fór svo aftur að sofa. Svo mætti ég aðeins of seint í prófið, las yfir spurningarnar og ég hefði varla getað verið heppnari, bæði með ritgerðarefni og skilgreiningar (nb. segi ég núna, gæti dregið þetta tilbaka þegar ég fæ úr prófinu). Það var aðeins eitt ljóð sem ég mundi ekki hvað hét en vissi eftir hvern og svona nokkurn veginn hvert höfundurinn var að fara þegar hann orti það. Svo komu léttustu ritgerðarefni í heimi; Marlowe's choice of nightmares og svo How much of a gothic novel is Northanger Abbey? Vei. Aníhú, keypti mér eyrnarlokka í tilefni af próflokum og að ég get loksins farið að lesa e-ð skemmtilegt án þess að vera með nagandi samviskubit.
[hugsað kl 14:24|#|]


25.8.02
kvöldið
Mikið djö var gaman í kvöld! Byrjaði á kvöldmat á Grænum kosti, fór svo í bíó með Birgittu á Austin Powers 3 (smá vonbrigði þar á bæ), síðan var hittingur hjá Sverri (ahem, ég hélt að Gettubetur spilið væri bara dregið fram hjá ákv. hóp af fólki en greinilega ekki....) og síðan fór sama fólk á Moonboots á Gauknum. Snilldarkvöld í alla staði! Gaukurinn fær mínusa fyrir að 1) geyma ekki töskur og 2) vera með of lítið dansgólf! Góða nótt og takk fyrir mig!
[hugsað kl 05:26|#|]


24.8.02
laugardagur
Eftir að hafa vaknað allt alltof seint var rölt út á Eggertsgötu að sækja hjólið, meiningin var að hjóla heim en þegar á hólminn var komið reyndist ekkert loft vera í dekkjunum lengur og ég þurfti að reiða hjólið alla leiðina heim aftur. Ég fór lengri leiðina, labbaði eftir þessum líka fína göngustíg meðfram sjónum en leið eins og hálfvita í hvert skipti sem e-ð heilsuræktarfríkið skokkaði/hjólaði/línuskautaði framhjá mér. En núna er það Heart of Darkness e. Conrad og síðan Moonboots í kvöld!!! Allir að mæta!
[hugsað kl 16:12|#|]


23.8.02
Wodka a go-go
Um leið og sólin lætur sjá sig er Pottþétt Diskó II skellt undir geislann í þeirri von að froðukennd diskótónlistin hleypi sólinni inn í hjarta safngesta og auðveldi sárþjáðum bókasafnsstarfsmönnum lífið á þessum annars fína föstudegi! Þetta er ákveðin tilraun um strategí sem ég vonast til að heppnist, ef svo fer, verður diskótónlistin allsráðandi á föstudögum! (allavega þegar ég er á tónó!)

Annars var ég að fjárfesta í listaverkum á veggina í herberginu mínu, fyrsta verkið er titlað Wodka a go-go.

[hugsað kl 15:31|#|]


[ritskoðað]
[hugsað kl 12:02|#|]


22.8.02
sorglegt samtal
Ég hleraði alveg ógurlega dapurlegt samtal áðan. Þar voru 2 miðaldra konur að ræða um son þriðju konunnar (nb. í gegnum síma);
Sonur hennar [insert female name] var víst að gifta sig um daginn
Nei hún sagði mér það ekki, ég frétti það á hárgreiðslustofunni
já hann gifti sig víst á skrúðgöngudaginn [innskot: hér ályktaði ég að verið væri að ræða Gay Pride og þar af leiðandi að sonurinn væri samkynhneigður]
Já, hann hringdi víst í mömmu sína og spurði hana hvort hún vildi að hann héldi tvær veislur, eina fyrir fjölskylduna og eina fyrir "þetta fólk"
Já mér finnst þetta með svo mikla sýniþörf...
Þarna datt ég út úr samtalinu en leið ekki vel á eftir. Mér finnst þetta afskaplega sorgleg afstaða og ég vildi óska að hún væri á undanhaldi. Ef sonurinn hefði verið gagnkynheigður hefði þetta líklegast verið hápunktur ársins, með tilheyrandi veislu og tilstandi.
[hugsað kl 14:14|#|]


leim dagskrárgerð
Er það bara mér sem finnst Stöð 2 vera með virkilega ömurlega "dagskrárgerð" ? Nú er ég alveg hætt að horfa á þessa leiðindarás, horfði aðallega á RÚV & BBC Prime, jafnvel einstaka þátt á Skjá einum. Þátturinn 1,2 og elda/Einn tveir og elda (wft?) sem hefur verið á dagskrá Stöðvar 2 í vetur finnst mér vera hrikalegt dæmi um "innlenda" dagskrárgerð; tökum þátt sem er nokkuð vinsæll í útlandinu, þýðum heitið og troðum e-m has been kokki (nb. var næstum búin að skrifa cokki, damn freudian slip ;) í hlutverk stjórnanda! Æi mér finnst þetta bara vera frekar hallærislegt. Þetta er svona eins og þátturinn sem Gísli Rúnar var með, Jay Leno/Letterman eftirherman. Þar var settið meira að segja alveg eins og svona hljómsveitargaur sem bakköpp.Ömurlegt.
[hugsað kl 12:56|#|]


fötlun
Ég hef alla tíð þjáðst af lítils konar fötlun, ég get ekki vaknað snemma á morgnana! Mér er lífs ómögulegt að vakna fyrr en ég þarf. Í morgun vaknaði ég t.d. kl 8 en í staðinn fyrir að gera e-ð gagnlegt eða skemmtilegt lá ég bara uppi í rúmi í 2 tíma. Síðan sofnaði ég í korter og "svaf yfir mig." Rauk á fætur, smurði brauð og fór í vinnuna. Sit núna á tónó, búin að hreinsa geisladiska og raða þeim upp, hlusta á góða tónlist og vakna. Síðan virðist hið ofvirka ímyndunarafl mitt vera mætt á svæðið aftur, mig dreymdi allavega svo ógeðslega sýrðan draum að það var ekki fyndið; Partý á Kastrup, ferð til Ástralíu, Borgarleikhúsið, leigubílar, leikskóli, brunagat á jakkanum mínum og svo e-r svona chinatown búð í Jes Ziemsen húsinu á Lækjartorgi! Þetta eru highlight næturinnar hjá mér :s
[hugsað kl 12:26|#|]


21.8.02
sumarið bráðum búið
Enn eitt sumarið búið og veturinn á næsta leiti. Langflestir sem ég þekki eru annaðhvort farnir eða á leiðinni til útlanda. *snökt* Ég er í miklum framtíðarpælingum þessa dagana og langar eiginlega mest til þess að kaupa mér eitt stk miða til útlanda og fara vinna í e-i úglenskri skítabúllu í smá tíma. Lestur undir próf gengur misvel og hef ég ákveðið að vera ekkert að stressa mig á WH heldur lesa frekar Heart of Darkness e. Conrad. Eða kannski bara að hætta þessu væli og skella sér út í ferska loftið? Held það sé bara prýðis hugmynd.
[hugsað kl 22:38|#|]


geek quota
You are 27% geek
You are a geek liaison, which means you go both ways. You can hang out with normal people or you can hang out with geeks which means you often have geeks as friends and/or have a job where you have to mediate between geeks and normal people. This is an important role and one of which you should be proud. In fact, you can make a good deal of money as a translator.

Normal: Tell our geek we need him to work this weekend.

You [to Geek]: We need more than that, Scotty. You'll have to stay until you can squeeze more outta them engines!

Geek [to You]: I'm givin' her all she's got, Captain, but we need more dilithium crystals!

You [to Normal]: He wants to know if he gets overtime.

Take the Polygeek Quiz at Thudfactor.com
[hugsað kl 13:23|#|]


the man with the golden gun
Þá er mín bara mætt í vinnuna á þessum líka rigningardegi. Hvað er þá til ráða? Jú jú, skella James Bond soundtrakkinu í geislann og kranka upp voljúmið! Vonast svo til þess að ruslakallarnir fyrir utan eða hugsanir viðskiptavinir sjái ekki til þín mæma með öllum lögum í geðveikum fíling! Ég lenti í smá vandræðalegu atviki á menningarnótt þegar ég var búin að skutla foreldrum mínum niður í bæ; (já btw. ég syng ekki bara á tónó heldur líka þegar ég keyri) Er á Hringbrautinni í ágætis fíling þegar ég lít allt í einu til hægri, eru þá ekki þessir líka fínu effemm hnakkar (pottþétt frá Selfossi sko! ;) í bílnum við hliðina á mér og voru allir að horfa á þetta litla söngatriði mitt! Ég náttla spring úr hlátri og roðna alveg hrikalega, þorði ekki að líta til hægri meir þessa bílferð. Mental note to self: STOP singing!
[hugsað kl 12:36|#|]


20.8.02
bakstur
Í dag fór ég í mitt fyrsta sumarpróf. Bandarísk Menningarsaga var það í þetta skiptið og gekk prófið svona la-la. Ég veðjaði á soldið rangan hest hvað áherslur varðar en ég vona að ég hafi reddað þeim vandræðum sem upp komu. Hélt reyndar að prófið væri bara svona skilgreiningar en þá voru tvær ritgerðir aftast, djö. Ég er nú reyndar soldið stolt af fyrri ritgerðinni, helstu málefni amerísku þjóðarinnar milli 1950-1970, ég byggði hana upp sem svona smásögu af týpískri amerískri kjarnafjölskyldu sem er að kljást við menn og málefni. Hin ritgerðin var um Franklin D. Roosevelt og var hálf snubbótt hjá mér, fæ líklegast ekki mikið fyrir hana. Svo talaði ég við Mr.Darcy í dag um hvenær Brit Lit prófið á að vera og mikið ógeðslega er fyndið þegar hann talar íslensku/eða símaröddin hans er klikkað fyndin!!! Ég ætlaði ekki að þekkja hann fyrir sama mann svei mér þá. En það próf á víst að vera næsta mánudag svo keep fingers crossed...

Í tilefni af leiðindarigningu og prófdegi bakaði ég súkkulaði köku sem tók óratíma í ofninum og var svo ekkert sérstaklega góð þegar allt kom til alls.

[hugsað kl 18:52|#|]


19.8.02
er ég karlremba?
Eftir að hafa lesið þessa líka svaðalegu færslu er ég farin að efast um stöðu mína sem persóna í þessu stórskemmtilega leikriti/farsa sem líf mitt er. Ég segi það ekki að svona aðstæður (allir hafa lent í svona löguðu) ergja mann all rosalega,í sumum tilfellum vakna hjá manni manndrápshugsanir (ahem, Haukur Eggertsson springs to mind) en það sem fór nú helst fyrir brjóstið á mér voru viðbrögð hinna sem hlusta á svona yfirlýsingar og eintöl. Ef verið er að úthúða/niðurlægja vin minn eða vinkonu þá sit ég ekki þögul og hlusta á, hvort sem þetta er nú grín eða ekki. Já og nú er ég eiginlega búin að gleyma upphaflegum tilgangi færslunnar, en anyways tengillinn er til staðar og nú fer ég að koma mér heim á leið.
[hugsað kl 18:57|#|]


gleraugnapælingar
Ég held að nú geti ég ekki frestað því lengur að fá mér gleraugu. Þessi smotteríis próflestur er alveg að fara með augun í mér og yfirleitt les ég/horfi á tölvuskjá með annað augað lokað og hitt svona asnalega pýrt. Arg, hefði virkilega þurft á þessum 170 milljónum um daginn!

Annars var ég að raða bókum í Amazon.co.uk körfuna mína, skólabókum og svollis og fór þá að velta fyrir mér einu. Af hverju eru þessar Penguin Classic bækur svona ódýrar en sömu bækur hjá öðrum útgáfufélögum dýrari? Ef e-r getur svarað því þá væri það mjög vel þegið.

[hugsað kl 17:01|#|]


Sunnudagsmogginn
Í einni lærdómspásunni í gær fletti ég snöggt gegnum moggann (ekki blaðið heldur moggann, blaðið er e-r þunnur skítasnepill sem kemur út í litlu upplagi nb.) og rakst þar á ansi athyglisverða umfjöllun. Ég er nú búin að gleyma nafninu á listakonunni en aðalmálið er að hún er með svona gjörning í gangi, gengur bara í heimasaumuðum fötum í ár. Mig langar svo ótrúlega að kíkja á þetta og finnst þetta ansi spennandi framtak. Þ.e. nú reyndar frekar erfitt að vera heittrúaður í þessum efnum hér á Fróni þar sem allra veðra er von og full mikið fyrirtæki að fara sauma sér úlpu t.d. Mútter saumaði nú reyndar á mig úlpu þegar ég var lítil og mig minnir að henni hafi fylgt buxur, en ég var 2-3 ára svo minnið gæti verið brygðult. Talandi um brygðult minni, monsjör túrist sendi mér póstkort þann 11.ágúst síðastliðinn en það var að berast í dag þar sem minnið var e-ð að stríða túristanum varðandi húsnúmer ;) En nú er víst kominn tími til að smyrja nestið sitt...
[hugsað kl 12:31|#|]


18.8.02
yuck
Þá er farið að hylla undir lokin á þeim mikla gleðidegi, sunnudegi. Ég er ekki mikill aðdáandi sunnudaga og vil helst losna við þá eða sofa þá af mér. Þessa dagana hef ég ekki efni á að sofa einn einasta dag af mér þar sem 2 stk sumarpróf nálgast óðfluga. Þar sem Northanger Abbey var mössuð í gær var komið að amrískri menningarsögu (oxymoron dauðans þar á ferð!) svo AMERICAN CIVILIZATION: AN INTRODUCTION e. Mauk var tekin fyrir í dag. Hún á sína spretti vissulega, þeas sagnfræðilega hlutann, þessi contemporary og local government er ekki alveg að gera sig. Ég var vöknuð á óguðlegum tíma eða kl 9 í morgun og ótrúlegt en satt, hef ekkert sofnað síðan. Byrjaði að lesa úti á svölum en þar reyndist vera soldið rok þannig að ég hörfaði niður í kjallara. Er búin með 150 bls í þessari bók, á ca. 250 eftir :(
[hugsað kl 19:01|#|]


17.8.02
"You never know what'll happen next - or who it will happen with. All you can do is hope it turns out OK - and that you remember most of it."
Í gær skruppum við Egill á kaffihús en sú ferð endaði í heví teknó fíling um sexleyti í morgun. Af e-m ástæðum gleymist líðanin daginn eftir þegar maður skemmtir sér vel. Ég er nú samt búin að vera frekar dugleg í dag, kláraði Northanger Abbey og byrjaði á Norton doðranti dauðans. Hugsa að ég sleppi allri menningunni í nótt, verði bara heima og lesi Wuthering Heights :(
[hugsað kl 21:18|#|]


16.8.02
Eat, drink, and be merry, for tomorrow they may cancel your VISA.
Það er stundum of freistandi að taka eins og eitt stk Jack Black (þeas úr High Fidelity) við suma kúnna! "já nei, þú mátt ekki fá þessa bók. Af hverju? Bara, ég er í þannig skapi í dag" Þetta grípur mig sérstaklega þegar ég er að vinna á tónó.

Annars er mest lítið að frétta úr æsispennandi lífi Sigríðar. Sjónvarpsþátturinn Bob&Rose er að sækja í sig veðrið hvað skemmtigildi varðar og ég er að vinna í því að sjá allar James Bond myndirnar. Ég setti upp smá svona Elvis display inn á tónó í tilefni af dánarafmæli (wtf?) kóngsins. Northanger Abbey er að klárast. Mig langar á Austin Powers forsýninguna í kvöld. Mig langar til útlanda. Það styttist óðfluga í nýtt skólaár og líka digital vélina mína. Ég er enn ekki búin að tékka hvort ég hafi unnið e-ð í Víkingalottóinu. Ég óska þess að ég lenti ekki stanslaust í aldursmismunun loksins þegar hæðarmismununin er í rýrnun, i just can't win. Ég er kannski að skrópa í prófi í dag, það fer eftir því hvort takandi er mark á símadömunni í Nýja Garði. Ég er alveg hræðilegu Mörtu Stewart kasti, vantar svo nýtt verkefni [ lesist: vantar peninga fyrir nýju verkefni ]. Annars er það síðan Lord of the Rings á eftir, mitt verkefni er að reyna halda pabba vakandi yfir myndinni svo hann missi ekki af endinum :s

[hugsað kl 16:27|#|]


14.8.02
stress
Ég er ekkert alltof afslöppuð hvað varðar þessa frestun á Brit Lit prófinu. Konan sem ég talaði við í símann í gær var með snert af Prófessor-Vanráðs-heilkenninu og virtist ætla taka þessa ákvörðun án samráðs við kóng né prest en var búin að gleyma símtalinu til mín f. helgi! Ef þetta próf verður á föstudag þá á ég ekki von á góðu en ef þ.e. 24 reddast þetta allt saman og vonandi meira til. Annars lottaði ég í Víkingalottóinu áður en ég fór í vinnuna svona til öryggis, mig dreymdi nefnilega ansi mikinn skít og svo er það fyrsta sem ég sé þegar ég vakna risaauglýsing frá Víkingalottóinu. Coincidence, i think not ;)

Langbesta bókin:



The sixth book written, you're nevertheless the first chronologically. You not only describe the creation of Narnia and tell where the White Witch, the lampost and the wardrobe came from, you get to bounce between worlds with the help of Uncle Andrew's weird magic rings.


Find out which Chronicles of Narnia book you are.

[hugsað kl 16:13|#|]


Gosford
Í gær horfðum við Jóhanna á Gosford Park e. Robert Altman, alveg ótrúlega góð mynd! Naut sín reyndar ekkert voðalega vel í sjónvarpinu mínu, þarf greinlega svona widescreen til þess að maður fókusi almennilega :s (annaðhvort það eða augun mín eru alvarlega í fokki, ég þarf að píra augun til að sjá tölvuskjáinn í fókus reyndar). Eftir Gosford reyndi ég að horfa á JB myndina Live and Let Die þar sem Roger Moore er James Bond. Óttalega fannst mér erfitt að halda einbeitingu og fór að sofa áður en myndin kláraðist. Fannst reyndar frekar fyndið hvernig svertingjarnir voru látnir klæðast; hlébarðaskinn, skærir litir, barðastórir hattar helst með fjöðrum o.s.frv. o.s.frv. Talsmátinn var líka alveg ótrúlega fyndinn: "Tailing that honkie is like following a cue ball"

Annars er það helst í fréttum að mamma er búin að fá nýja vinnu og byrjar 26.ágúst hjá Frjálsa Fjárfestingarbankanum. Í tilefni af því fylltum við pabbi húsið af blómvöndum í gær og í dag verður farið út að borða, jei!

Ótrúlega fyndið [ via Stína ] já og til hamingju með afmælið Dr.Hallur!

[hugsað kl 12:37|#|]


13.8.02
núðlur
Nú fer að styttast í hádegismatinn og hvað þýðir það? Jú frostþurrkaðar núðlur enn og aftur. Sparnaðarátak Sigríðar í fullum gangi (ennþá).
[hugsað kl 13:16|#|]


Georgie baby
Þessa stundina er ég í þvílíkum James Bond fíling; tók A View to a Kill um daginn og í gærkvöldi horfði ég á On her Majesty's Secret Service m. George Lazenby. Fram að þessu hefur Sean Connery alltaf verið uppáhalds James Bondinn minn en Georgie var að taka fram úr honum í þessum töluðum orðum. Þessi mynd er pjúra snilld og að vera hálfsnöktandi í lok James Bond myndar er e-ð sem maður á ekki að venjast! Kalt mat: þetta er besta Bond-myndin.
[hugsað kl 11:49|#|]


12.8.02
Brit Lit
Það er kominn nettur fiðringur í magann vegna fyrirhugaðs Brit Lit prófs annaðhvort 16.ágúst (shit!) eða 24.ágúst (hjúkk!). Er hálfnuð með Northanger Abbey e. Jane Austen en þessi bók kvaldi mig óendanlega mikið síðasta vetur. Þá fór aðalsöguhetjan, Catherine Morland, alveg hrikalega í taugarnar á mér en núna tek ég þessu bara sem skoti á bjánalegar bókmenntir þessa tímabils, gotnesku skáldsöguna (e. the gothic novel). Bath-tímabilinu er lokið og Catherine er á leiðinni til Northanger Abbey. En fyrst NA er skárri í annað skiptið ætli Wuthering Heights verði það ekki líka? Já og Madness er algjör snilld.
[hugsað kl 20:20|#|]


mánudagsvæl
Eftir ágætis helgi kemur oftast mánudagur, þessi helgi var engin undantekning. Þessi dagur er búinn að vera e-ð svo óþolandi í heildina, ekkert eitt sem hægt er að skella skuldinni á heldur frekar bara svona ýmislegt sem væri ekkert pirrandi í sjálfu sér nema af því þ.e. þrjátíu stk af þeim eða e-ð svoleiðis. Það er reyndar alltof mikið af svona hlutum í gangi hjá mér núna, spurning um að fara gera e-ð í þeim til þess að vera ekki sífellt pirruð og þreytt yfir þeim? Til að leysa aðalpirringinn þarf ég reyndar talsverða fjármuni svo það gengur hálfbrösuglega með þann hluta. Hinn pirringurinn gæti stafað af þörfinni fyrir frí, mjög líklega.

Ég keypti mér svona bleikt ullargarn um daginn til að prjóna vettlinga úr og um helgina skellti ég þeim í þvottavélina til þess að fá svona þæft útlit á þá. Í fyrraskiptið setti ég þá á e-ð ullarprógram en bara með miklum hita, þeir komu út alveg eins og þeir fóru inn. Næst setti ég þá á sama hita en venjulegt prógram, þeir skruppu saman (það var tilgangurinn) vissulega en bara um svona skrilljón númer. Þannig að nú á ég ofboðslega sæta bleika ungbarnavettlinga, vatnshelda meira að segja ;) Ég byrjaði því aftur á vettlingum í gær.

Sunnudagskvöldið hjá mér var ekta svona einhleypingskvöld; skrapp í Krambúðina og tók 2 Friends spólur (af því Gosford Park er annaðhvort ekki komin á vídjó eða bara úti) og keypti mér eina samloku m. skinku og ananas. Át svo samlokuna meðan ég horfði á Friends. Stuð.

[hugsað kl 17:37|#|]


10.8.02
bond, james bond
Var að enda við að horfa á njósnara hennar hátignar (HMSA???) í A View to a Kill, alveg ágætis Bond-mynd svona fyrir utan að Roger Moore leikur Bond :( James Bond myndir eru einmitt fínar "heimildamyndir" um tísku og menningu þessa árs/áratugar sem þær eru gerðar, þarna voru Don Cano gallarnir alveg að fara taka við af þessum fínflauelsgöllum sem svona "leisure wear" og bílarnir orðnir alveg einstaklega "sportí." Allavega, ekki alveg besta Bond myndin en samt í fínu lagi.

Í morgun fór ég svo í Kringluna til þess að versla mér e-ð í matinn í kvöld ásamt því að sækja Mary Janes-skóna mína til skósmiðsins. Af e-m ástæðum (ahem, ég virðist enn vera furða mig á því af hverju hlutirnir ganga aldrei eins og hjá öðru fólki????) virðist strákaulinn hafa misskilið það sem ég bað um, ég vildi láta endur-sóla skóna en þegar ég kom að sækja þá í gær var bara búið að setja nýjar hælplötur, bögg. Hann var þó búinn að þessu í dag þegar ég kom svo ég get farið að ganga á sætu skónum mínum án þess að vera hrædd um að skemma þá. Þarf reyndar að fara fá nýjar hælplötur á rauðu álfaskóna mína, hælarnir eru orðnir ansi vel eyddir *snökt*

Ég virðist greinilega hafa e-r smá svona "klepto" tendensa; ég skrapp í Lyfju í gær e. íbúfeni og Frizz-Ease, byrjaði á því að stinga hlutunum beint ofan í tösku áður en ég áttaði mig á hvað ég var actually að gera! Vonaði að þeir væru ekki með svona store detectives sem tækju eftir litlu ljóshærðu manneskjunni, eldrauðri í framan með ógreiddar vörur í töskunni sinni ;) Svo þegar ég var búin að borga fyrir blessaðar vörurnar pípti þjófavarnarhliðið að sjálfsögðu og ég þurfti að gjöra svo vel að tæma töskuna mína á búðarborðið og hver hlutur var testaður í hliðinu. Stuð.

[hugsað kl 17:32|#|]


9.8.02
er á leiðinni í hádegismat
Rétt í þessu var ég að fá skilaboð þess efnis að ég þyrfti að hringja í Háskólann út af prófunum mínum, ég fékk geðveikt paranojukast (can't explain) en náði þó að hringja þrátt fyrir skjálftann. Hjúkk, þessi elskulega dama í símanum var þá bara að spyrja hvort mér væri sama hvort prófinu í Brit Lit væri frestað um 10 daga, ahem já takk! Robyn verður nefnilega ekki á landinu 16.ágúst þannig að það á að reyna fresta því. Stuð.

Annars hafa beinverkir verið að hrjá mig í nótt og í dag. Ég gat nákvæmlega ekkert sofið út af þessu og aldrei þessu vant voru engin verkjalyf til í húsinu svo þá var bara um að gera að harka þetta af sér. Þetta hélt svo áfram í morgun, hélt ég væri að líða út af á tímabili en eftir að hafa gleypt 2 íbúfen líður mér miklu betur og er tilbúin að feisa heví föstudagstraffík. Síðan er ég svo svöng, hlakka actually til frostþurrkuðu núðlanna sem ég kom með í nesti ;)

Þættirnir sem RÚV sýnir í staðinn fyrir SLOU, Bob&Rose, byrjuðu í gærkvöldi en aðalleikarinn er einmitt Alan Davies aka Jonathan Creek (snigldarþættir btw.) þannig að ég ákvað að gefa þeim sjéns. Byrjunin var svona la-la en ég var heldur ekkert of hrifin af SLOU fyrst svo ég ætla að bíða og sjá. Mr. Creek er því miður ekki myndarlegur með stutt hár og engan súperheila sem leysir morðmál...

[hugsað kl 13:31|#|]


8.8.02
að loknum hádegisverði
Í dag er fimmtudagur og venjulega gleddi það mitt litla hjarta...en þ.e. ekkert SLOU í kvöld *snökt* Ég var sumsé að koma úr hádegismat en er ennþá hálf svöng, þ.e. svona að borða ekki morgunmat. "Ofurstarfsmaðurinn" ég tók líka hádegismatinn minn í að ná í fleiri bæklinga út á Uppló til þess að bæklingahillurnar séu ekki hálftómar og ljótar. Þannig fékk ég smá déjavú frá Uppló-dögunum mínum, ég vann nefnilega á bæklingalager Upplýsingamiðstöðvar Ferðamála í Rvk (sem btw. er nú búið að leggja niður!) einn vetur við að senda bæklinga hingað og þangað, aðallega samt á Vestfirðina og til Þýskalands. Lagerinn er algjör katakomba, fyrir aftan Humarhúsið, bæklingar upp í loft og svona pínulítill þröngur "gangstígur" inn á milli.

Planið er síðan að fara lesa af krafti fyrir Brit Lit prófið 16.ágúst (kannski ekki seinna vænna að fara biðja um frí????) og drösla sér til Jóhönnu eftir glósunum, já og vona að þessi augnsýking verði ekki of svæsin.

[hugsað kl 13:59|#|]


6.8.02
góð byrjun
Alltaf gott að rugla saman dögum og mæta of seint í vinnuna þar af leiðandi :(

Annars gerði ég mér grein fyrir skuggalegri staðreynd um helgina. Muna ekki flestir eftir karakternum sem Holly Hunter lék í Broadcast News? Allavega, ég er orðin ansi lík þeirri manneskju allavega hvað leigubíla varðar.

[hugsað kl 12:43|#|]


5.8.02
recap gærkvöldsins
Í gærkvöldu komu Verzlóstelpurnar til mín og við skelltum okkur á Sportkaffi en ég fór þangað inn einungis vegna hljómsveitarinnar, the magnificent moonboots ;) Þegar ég var búin að "keyra" leigubílinn að Sportkaffi hófst dansmaraþon aldarinnar. Ég fór aldrei af dansgólfinu og þetta var í fyrsta skipti sem ég hef "unnið" danskeppni, fékk e-n dísætan fjólubláan drykk í verðlaun, reyndar fékk ég svo líka annan seinna fyrir að vera ein af "hetjum kvöldsins" hvað svo sem það merkir. Allavega, ég mæti svo sannarlega á næsta gigg hjá þessum meisturum. Svo voru þeir gummijoh og Bendt líka á staðnum.


Annars lenti ég svolitlu skondnu þarna inni á Sportkaffi, það kemur til mín stelpa og segist kannast við mig, ég spyr hvort hún hafi verið í Verzló en svarið sem ég fékk var svo hljóðandi: nei, þú ert manneskjan sem kannt textana við öll Júróvisjón lögin!

[hugsað kl 14:19|#|]


hvað nú?
Já, nú er ég að spá hvort ég eigi að láta hlutina flakka sem mig langar til þess að segja eða á ég að láta satt kjurt liggja? Skynsemin hefur nú aldrei verið mín sterka hlið eða hvað? Já, Sigríður, vertu skynsöm svona einu sinni á lífsleiðinni, kominn tími til.
[hugsað kl 06:41|#|]


moonboots
ok kalt mat; bestastasta hljómsveit í geimi er án efa moonboots!!! Þakka þeim fyrir stórkostlega skemmtun í kvöld.
[hugsað kl 06:30|#|]


4.8.02
pönk
Frú Sigríður eyddi smá quality time í að breyta bókapönkinu ;)
[hugsað kl 15:47|#|]


stuð á sunnudegi
Eins og Þórir benti á þá er blandan Newcastle Brown Ale plús eplasnafs plús lögg af hvítvíni ekki sérlega góð hugmynd, þeas daginn eftir ;) En úr því verður snarlega bætt með góðum labbitúr í rigningunni en í leiðinni verða glósur vonandi sóttar. Annars er lítið að frétta.

Eru menn e-ð að linast í ellinni? Bloggandi um veðrið og óskandi mönnum góðrar skemmtunar í Eyjum????

[hugsað kl 13:54|#|]


2.8.02
þetta er ágætis fyrirsögn
á þriðjudaginn lýkur sumrinu, svo þ.e. best að nýta tímann sem best. Ég fór í Kringluna og gjörsamlega tapaði mér á útsölunum. Keypti svartar buxur (fyrir mömmu ;), svona sæta flip flops, ótrúlega kúl svona glasamottur úr e-s konar feik fílabeini í Accessorize og svona útiluktir f. sprittkerti, eitt stk Agöthu Christie bók, sætar rauðar teygjur í hárið og svo fataliti. Svo keypti ég svona sægræna skyrtu úr hör handa mútter, svona sumarfílingur allsráðandi! Hér með legg ég því inn pöntun hjá Veðurstofunni um gott Benidorm veður í póstnúmeri 105 og 101 um helgina, takk fyrir. Ætla í hádeginu að splæsa á mig einni eplasnafs svona ef ske kynni að ég kíkti á Moonboots e-n tímann um helgina eða þessar hræður sem verða í bænum kíki á mig. Að lokum kveð ég geðheilsu mína í bili þar sem þessi föstudagur er sá albrjálaðasti dagur á árinu í vinnunni minni og flestir, ef ekki allir, klikkast úr stressi og frekju. Og já, þeir sem nýta sér rss molana hans Bjarna, hvort sem það er á sinni eigin síðu eða minni, endilega sýnið þakklæti í verki.
[hugsað kl 12:23|#|]


mantra of the moment
---
“The aftermath of non-violence is redemption. The aftermath of nonviolence is reconciliation. The aftermath of violence are emptiness and bitterness.”

- Martin Luther King, Jr.

stuff found today
---
07.05.03
sass & bide
fishtanked
thistothat
hello, my name is scott

06.05.03
study abroad
the british museum compass
official mah-jong rules
anne...straight from the hip

03.05.03
LOMO umfjöllun BBC 4
lomography
young reykjavik

02.05.03
fotolog
the osbournes

01.05.03
orla kiely
nicola cerini
all about hugh
jackman's landing
mrs.parker

30.04.03
daily candy
prolific
thrift deluxe