gamalt   e-mail   gáttin  

various pics
---
07.05.03

03.05.03

01.05.03

30.04.03
28.12.01
eftir-hátíðar-þynnka
Þessa dagana er ég smám saman að ná mér niður eftir vímu jólanna. Það er erfitt. Síðan eru það þessar samverustundir með fjölskyldunni sem taka sinn toll, það er einfaldlega ekki hollt að eyða of miklum tíma með familíunni. Þröskuldurinn lækkar dag frá degi og ég kvíði ákaflega fyrir áramótunum, þá nær pirringurinn sennilega hámarki sínu hjá öllum. Dagurinn sem foreldrar mínir fara aftur að vinna á því herrans ári 2002 verður góður fyrir alla, þá verður aftur jafnvægi á Miklubrautinni.

Annars er ég að hlusta á Vespertine og er að fíla diskinn í botn, sérstaklega lag nr. 3, It's not up to you. Þessi jól voru að vissu leyti bókajól en ég er alveg að klepra á Hringadróttinssögu! Las Hobbitann fyrir nokkrum árum og fannst OK, síðan ákvað ég að lesa allavega fyrstu LOTR bókina áður en ég færi á myndina en það er meira en að segja það! Ég er búin með 4 kafla og er enn að bíða eftir því að e-ð gerist sem geri það að verkum að mig langi til þess að halda áfram að lesa. Það er ekki það að svona ævintýra-fantasíu bækur höfði ekki til mín, ég dýrka Narníu bækurnar og svo að sjálfsögðu HP, þessi bók er bara ekki að meika það. Klára hana samt sennilega en hvenær, það er spurning?

[hugsað kl 17:17|#|]


25.12.01
takk fyrir jólin
Þó svo að þau séu að sjálfsögðu ekkert búin. Ég fékk obboslega góðan mat að vanda og síðan fullt af pökkum! Síðan á ég afmæli eftir viku og fæ þá aftur góðan mat og pakka, heppin ég. En það helsta sem ég vil fá í afmælisgjöf er nýtt bak. Mitt virðist vera úr sér gengið og orsakar mjög slæman svefn því ég vakna stöðugt með nístandi verk milli herðablaðanna og ekkert slær á hann nema gigtartöflur frá föður mínum. Annars kom það í ljós hverjir fá ekki jólakort frá mér á næsta ári, m.a. þeir Egill (sem ég meira að segja lét vita af því að hann þyrfti að senda mér kort) og Brynjar. Hinir sem duttu út af listanum verða tilkynntir á næstu dögum.
Það sem er svo helst að frétta af heimilismeðlimum er að sennilega verður GettuBetur-spilinu hent eftir daginn í dag :)
[hugsað kl 16:35|#|]


21.12.01
úff!
Þá er maður búinn að klára öll jólagjafainnkaup fyrir þessi jól. Af hverju í ósköpunum eru bækur svona rosalega dýrar? Á ekki að vera hvetja fólk til lesturs? Ég keypti líka svona lítið gervi-tré í Húsasmiðjunni til þess að hafa enn jólalegra hjá mér, fannst of mikið peningaeyðsla að kaupa lifandi tré fyrir sama pening og eiga svo uppþornað dautt tré í janúar. Endaði stress ferðina svo eins og góðum Íslendingi sæmir, í Ríkinu og keypti mér rólegheit og afslappelsi í flösku ;)
[hugsað kl 14:44|#|]


Eighties
Já, ég vaknaði "snemma" (allavega á mínum mælikvarða) í morgun til þess að fara í jólaklippinguna. Mætti þarna ofsalega hress og til þess að bæta gráu ofan á svart voru augun á mér eins og augun á þessum freaky fiskum. Þannig að ég var í rosa góðu skapi eða hitt og. Síðan byrjaði Laufey að klippa mig og lita og allt í þessu fína framan af. Svo fer hún að tala um hvað hún öfundi mig af öllum þessum krullum. Einhvern veginn er það nú þannig að fólk með slétt hár óskar þess að vera með liðað hár og fólk með krullur á sér enga ósk heitari en að losna við þær! Við ákváðum að gera hárið á mér soldið krullað þar sem það var rigning úti og gjörsamlega pointless að reyna slétta það, krullurnar myndu hvorteð er poppa upp um leið og ég kæmi út. Hún fer að blása á mér hárið og áður en ég veit af er ég komin með permanent dauðans! Ég leit út eins og þetta. Síðan ætlaði hún að setja það e-ð upp (af því ég þoli ekki hárið á mér slegið!) og þegar ég labbaði út var eins og ég væri á leiðinni í brúðkaupið mitt árið '87!!! Silver lining:liturinn er fínn ;)
[hugsað kl 00:03|#|]


19.12.01
aðgát í nærveru sálar
Takk alveg æðislega fyrir! Úff hvað þetta var alveg það sem ég þurfti til þess að komast í jólafílinginn, just to tip me over the edge! Frábært. Já, ég var í alvörunni farin að hugsa aftur um að þú værir nú alveg ágætur. Greinilega ekki. Takk fyrir mig og vertu blessaður.
[hugsað kl 22:09|#|]


próflok
Loksins er þetta dót búið! Þó svo reyndar að ég hafi ekki verið neitt hæper dugleg við lærdóminn þá er nú samt gott að geta gert ekki neitt án þess að fá samviskubit. Þá er bara spurningin hvort það verði eitthvað gaman að gera ekki neitt þegar maður má það?
[hugsað kl 16:27|#|]


18.12.01
strætó
Ég hata almenningssamgöngur á Íslandi! Það tók mig rétt rúman klukkutíma að skjótast niður á Grensás og heim aftur. Ég hefði sennilega getað labbað á styttri tíma. Af hverju virðist þetta vera eina landið í N- og V-Evrópu sem getur ekki komið upp almennilegu strætisvagnakerfi/lestarkerfi? Auðvitað notar þetta ekki nokkur heilvita maður og svo ég vitni nú í hana ömmu mína sem er sjaldan kjaftstopp:"Það eru bara unglingar, gamalmenni og þroskaheftir í strætó!" Sumsé, fólk sem getur ekki annað.

Annars er ég mjög upptekin við að læra ekki undir próf þessa stundina. Sé frammá annan svefnlausan sólarhing en á morgun ætla ég að baka piparkökur og fara á jólahlaðborð! Síðan á fimmtudag á ég pantaðan tíma í klippingu og strípur, jedúdda mía hvað ég hlakka til! Veit fátt betra en að fara í klippingu og þess konar yfirhalningu...

[hugsað kl 22:12|#|]


17.12.01
Jólafílingur
Núna um helgina magnaðist jólafílingurinn heima hjá mér um helming! Seríur komnar upp, smákökur bakaðar og jólagjafir verslaðar. Ég meira að segja afrekaði að kaupa allar jólagjafirnar nema 3 sem er talsvert þrekvirki að mínu mati. Síðan var ég að ljúka við óskalistann minn sem var frekar erfitt því mig langar eiginlega ekki neitt rosalega í neitt nema digital vél en þær eru soldið mikið dýrar og verða að bíða vors. Síðan föndraði ég jólakort í gærkvöldi og sendi í morgun. Þetta voru í heildina 20 stk þannig að ég verð að fá a.m.k. helminginn tilbaka annars lendir jólakortalistinn í drastískum niðurskurði að ári! Ég fór á Harry Potter á laugardagskvöld og ég verð eiginlega að vera sammála Agli, ekkert neitt voða spes mynd. Voða flott og allt en það vantaði e-ð element. Hefði samt ekki viljað missa af henni og maður fer náttla á hinar líka þegar þær koma en ég bíð spenntari eftir bók 5! Svo er bara að massa síðasta prófið!
[hugsað kl 14:15|#|]


15.12.01
Er ekki fimmtudagur?
Í dag finnst mér vera föstudagur en ekki laugardagur. Ég þurfti nefnilega að fara í próf í dag og höfuðið á mér fær það ekki til að stemma við laugardag. Maður einfaldlega fer ekki í próf á laugardögum, eða hvað? Ég hef því hugsað mér að taka Gaddafi Lýbíu forseta mér til fyrirmyndar og setja mitt eigið tímatal í takt ivð það sem fyrir er í hausnum á mér, héðan í frá verð ég einum degi á eftir öllum hinum. Í dag er sumsé föstudagur ;)
[hugsað kl 15:59|#|]


Kannski
...verður þetta svona? Sennilega ef ég get fundið út af hverju boð um syntax-error koma alltaf upp! Þetta er það sem ég hef verið að dunda mér við í stað þess að læra hljóðfræði! Skamm skamm Sigga!

Hér með hætti ég að fara á netið heiman frá mér! Ég er sennilega búin að setja foreldra mína á hausinn.

[hugsað kl 01:51|#|]


14.12.01
húmor?
Ég verð að segja að ég er sammála Bjarna & co. varðandi "húmorinn" hans Geirs. Mér finnst þetta alls ekki fyndið heldur sorglegt ef eitthvað er. Það er "í lagi" að birta myndir af brjóstgóðu kvenfólki í hinum ýmsu stellingum en að tjá sig um heilbrigt (hvað er heilbrigt kynlíf?) er ekki "í lagi." Nú fæ ég væntanlega þann stimpil hjá "fyndnum" verkfræðinemum sem húmorslaus þurrkunta en það verður bara að hafa það. Það hafa allir lent í að segja brandara sem var sjúklega fyndinn í hausnum á manni en hlaut ekki sömu undirtektir hjá öðrum, þá er bara best að viðurkenna að brandarinn hafi verið slappur og halda reisn sinni ;)

Mig langar í svona laptop!

[hugsað kl 12:19|#|]


13.12.01
viðbjóður
Það er merkilegt hvað maður heyrir alltaf undarleg samtöl í strætó og í stórmörkuðunum. Í gær fór ég í Bónus og þegar ég var að setja vörurnar í poka heyri ég á tal eldri manns og stelpunnar á kassanum sem var að afgreiða hann.

Eldri maður:"Jæja, ertu ekki búin að setja skóinn út í glugga?"
Stelpan:"..euh, nnei"
Em:"Nú, nú. Þú veist að fyrsti jólasveinninn kemur í nótt, hann bossaskellir"
S:"..eugh, já" *hlær vandræðalega*
Það getur vel verið að gamli kallinn hafi frekar twisted sense of humour en mér finnst þetta samt vera perralegt! Og svo stóð grey konan hans við hliðina á honum og vissi ekkert hvernig hún átti að láta, dreif sig svo eins hratt og hún gat út.
[hugsað kl 19:18|#|]


12.12.01
bakverkur
Undanfarnar vikur hefur bakið á mér verið að klikka all rosalega. Ég vakna oft með ógeðslega sáran verk þvert yfir herðablöðin sem leiðir svo niður eftir hryggnum smám saman. Þetta kemur yfirleitt þegar ég er búin að vera lesa (eins og t.d. fyrir próf). Í gærkvöldi þegar ég ákvað að taka mér smá pásu til að horfa á Survivor (missti af honum á mánudag) byrjaði þetta allt saman. Ég hitaði vatn í hitapoka og lá á honum en ekkert batnaði þetta. Ég tók því e-r vöðvaslakandi töflur og hitaði annan poka en það var alveg sama sagan. Ég sofnaði loks en þegar ég ætlað að vakna 3 tímum seinna til að halda áfram að læra hafði verkurinn versnað til muna og ég endaði á því að hita enn einn hitapokann, gleypa 2 íbúfen og 2 gigtartöflur frá pabba til þess hreinlega að líða ekki út af. Eftir þennan rosa lyfjaskammt var ég gjörsamlega stoned og var því ekki í neinu ástandi til þess að taka próf í breskum bókmenntum sem ég átti að taka í dag :( Gaman að því.
[hugsað kl 19:54|#|]


11.12.01
RE:Tvífarar
Já, einkahúmor dauðans hér á ferð! Það er spurning hvort aðrir en fáir útvaldir fatti djókið. Þessir tveir heiðursmenn eiga það nefnilega líka sameiginlegt að hafa báðir sótt um stöðu tengdasonar hjá honum karli föður mínum :) Annar bara ca. 9 árum fyrr en hinn
[hugsað kl 18:28|#|]


10.12.01
Froggilicious

I'm a Pixie Frog!

The African bullfrog, or Pixie frog as it is often called (because of it's latin name, not because it's as cute as a fairy!), is one of the largest frogs in South Africa. Usually, they hang out in open grassland, and if there are any to be found, they'll sit around in puddles. When startled, these frogs will blow up like balloons to scare away the intruder! In the dry season, they will burrow into the ground. These guys eat lots and lots of really big bugs, fish, mice, lizards, and even other frogs.

What kind of Frog are you?


[hugsað kl 22:21|#|]


Togstreita
Nú langar mig svo ofsalega til þess að breyta þessu lúkki hérna á síðunni en verst er að ég hef ekki græna (bleika?) glóru um hvernig. Þetta er bein afleiðing þess að vera í prófum og mega ekki vera nördast í tölvunni.
[hugsað kl 21:43|#|]


Walking on broken glass
Það er víst betra að fullvissa sig um að djókið manns sé ekki misskilið.

Fyrsta alvöru prófinu í HÍ þá lokið og ég held að niðurstaðan verði alveg ásættanleg, þ.e.a.s. miðað við lærdóm og slíkt. Ég held alveg örugglega að ég hafi náð (7,9,13...) en aðalspurningin er nú samt þessi andsk... ritgerð sem ég drattaðist loks til að klára í morgun. Ef ég fæ ekki 8 fyrir hana þá kemst ég ekki á annað ár á réttum tíma þar sem ég þarf að ná Composition I til þess að mega taka Composition II sem er skilyrði fyrir að komast á annað ár. En ég hef ekkert nema gott að segja um þessar konur sem sátu yfir prófinu í dag, í stofunni minni var indælis eldri kona í rauðri prjónapeysu sem virtist ósköp sallí e-ð yfir þessu öllu saman.

[hugsað kl 20:07|#|]


Smá þreyta
Ég var í þessum töluðum orðum að leggja lokahönd á ritgerð sem á að skila fyrir kl 10 í dag, hún gildir 30% af lokaeinkunn í Composition I. Ég er sumsé ekki búin að sofa neitt frá aðfaranótt sunnudags og er því eins og gefur að skilja, hálf þreytt. En það er enginn miskunn hjá Magnúsi og ég þarf að byrja á því að taka General Linguistics próf kl 9!! Býst við að sofna mjög snemma í kvöld en áður verð ég að lesa bæði Northanger Abbey og Wuthering Heights. Góðar stundir.
[hugsað kl 07:05|#|]


9.12.01
Karlar
...eru skrítið fyrirbrigði. Þessi virðist vera sauðdrukkinn ef marka má e-mail frá honum og þessi hér virðist halda að heimurinn (þ.e.a.s. ég) snúist um líkama hans. Æi, þið eruð ágætir báðir tveir og kannski eiga hinir sér viðreisnarvon?
[hugsað kl 23:41|#|]


Endalaus leiðindi
Ég fer í fyrsta prófið mitt á morgun, General Linguistics ógeð. Ég er náttúrulega búin að vera óendanlega löt og í staðinn fyrir að læra hef ég verið að sms-ast á fullu og horfa á vídjó þ.e.a.s. þegar ég er ekki að vinna. E-n veginn held ég að prófið á morgun gangi ekkert alltof vel. Svo lengi sem ég næ því þá er ég ánægð og ætla aldrei að taka Linguistics kúrsa aftur!!!!! Ég komst einmitt að því áðan að það vantaði barasta heila bls í bókina mína sem ég þarf að fara redda mér í kvöld :( Svo er heldur ekki nógu gott að fólk er ekki að blogga neitt núna sem maður lesið í staðinn fyrir námsbækur. En myndin Almost Famous er brilljant btw.
[hugsað kl 15:09|#|]


8.12.01
smotterí
Þá er maður aðeins búinn að breyta og bæta, laga archive-ið o.s.frv. Hef ekkert meira að segja annað en Jonathan Creek rúlar.
[hugsað kl 18:50|#|]


Fyndið
Fyrir þá sem þekkja mig er þetta brandari vikunnar:


Which Evil Criminal are You?

[hugsað kl 15:53|#|]


7.12.01
Mikið asskoti nenni ég ekki að læra núna. Er glorhungruð og líður hreint ekki vel en ég verð víst að hírast hérna til sjö í kvöld því jólin eru ekki ókeypis. Verð síðan að vinna á morgun og sunnudag og svo próf á mánudag. Þetta leggst frekar illa í mig.
[hugsað kl 16:48|#|]


Jæja, prófin nálgast óðfluga og stressið sömuleiðis. Ég var einmitt andvaka í nótt til ca 5 og vaknaði því ekki fyrr en 12 á hádegi. Mjög gott eða þannig. Síðan er það vinna kl 15-19 og lært í kvöld. Það er einmitt mjög erfitt að einbeita sér að bókum þegar maður var að fá Bridget Jones myndina af Amazon fyrir 2 dögum!
[hugsað kl 12:05|#|]


6.12.01
Hhmm? Hvort ætli maður velji? Viltu vinna milljón ruslið eða GettuBetur spilið? Tja, kannski maður spyrji bara salinn...

Annars er aðalhugðarefnið þessa daganna munurinn á kynjunum. Hvers vegna við hreinlega tölum ekki sama málið og af hverju vísindamenn geta ekki kippt því í liðinn fyrst þeir geta nú klónað fólk. Þetta finnst mér nú vera meira aðkallandi, ég hef ekki orðið vör við annað en mannkynið geti fjölgað sér hjálparlaust ;)

[hugsað kl 17:06|#|]


Jæja þá. Það er eiginlega eins gott að ég byrjaði aldrei að reykja því ég höndla fíkn ekki mjög vel. Byrjaði að blogga fyrir svona rétt tæpum 2 árum og hef aldrei getað hætt þrátt fyrir fögur fyrirheit. Þörf manns fyrir athygli nærist á því að gefa öðrum innsýn inn í litla einkaheim manns! Ég byrja yfirleitt að blogga í prófum þannig að þetta samræmist hefðinni. Nenni ekki að læra.
[hugsað kl 16:03|#|]


2.12.01
Jæja, maður er bara kominn aftur. Það er ákveðin hefð fyrir því að byrja blogg í prófum þannig að af hverju að rjúfa þá hefð?
[hugsað kl 14:53|#|]


mantra of the moment
---
“The aftermath of non-violence is redemption. The aftermath of nonviolence is reconciliation. The aftermath of violence are emptiness and bitterness.”

- Martin Luther King, Jr.

stuff found today
---
07.05.03
sass & bide
fishtanked
thistothat
hello, my name is scott

06.05.03
study abroad
the british museum compass
official mah-jong rules
anne...straight from the hip

03.05.03
LOMO umfjöllun BBC 4
lomography
young reykjavik

02.05.03
fotolog
the osbournes

01.05.03
orla kiely
nicola cerini
all about hugh
jackman's landing
mrs.parker

30.04.03
daily candy
prolific
thrift deluxe