Hva? l??na? einn st??pi?
Blogger rokkar!
30.7.01
Jamie Oliver, Namm!
Svo ég haldi áfram með upptalningu á því sem gerir karlmenn ómótstæðilega, þá eru matreiðsluhæfileikar ofarlega á lista! Og ég er ekki að tala um e-a kokkatýpu heldur frekar svona "hvað er til í ísskápnum?" og galdrar svo fram e-ð ofur venjulegt sem er eins og himnaríki á bragðið. Ég horfði einmitt á 1 stk Jamie Oliver þátt um daginn og úff! Ekki nóg með að vera mjög glæsilegur heldur hefur hann einnig þann hæfileika að láta matreiðslu sýnast skemmtilega og...einfalda! Allavega, Jamie með sinn breska hreim er hér með kominn á hönka-listann minn.

Btw þá keypti ég mér Ralph Lauren body lotion og splæsti á mig body spray í leiðinn, ekki svikin! Þetta er ómótstæðilega góð lykt og um leið og ég fæ útborgað verður fjárfest meira á ilmmarkaðnum!

-1 klst


23.7.01
Ósléttar farir
Ég er mikið fyrir að gera hlutina seint að kvöldi til og jafnvel um miðja nótt ef andinn kemur yfir mig. Undanfarið hef ég aðallega verið að leggja undir mig heiminn en ég gerði hlé á þeirri framkvæmd til þess að hlífa geðheilsu Óla Njáls. Þess í stað ákvað ég að taka baðherbergið mitt í svolitla endurhollingu. Ég fór því í IKEA í gær að kaupa efni í gardínur o.fl. o.fl. Dró Óla fyrst með mér en að fara með hann í IKEA er eins og að leiða kind fyrir slátrarann. Hann þolir ekki IKEA. Svo eftir hlaupaferð í gegn keyptum við 2 handklæði og eina körfu. Ég fór síðan aftur seinna um daginn að kaupa meira. Þegar ég er loksins búin að finna að ég held flest sem ég þurfti kem ég á kassann og ætla að borga herlegheitin. Úff, ekkert veski! Ég fæ sjokk, veit ekki hvort veskinu hefur verið stolið eða það dottið úr töskunni á sófann heima. Ég rýk heim í offorsi og sem betur fer finn veskið, fer tilbaka og borga draslið. Þegar ég svo kem heim átta ég mig á því að ég var í öfugri peysunni! Tvisvar labbaði ég því í gegnum búðina ALLA (af því að þ.e. búið að taka styttri leiðirnar) lítandi út eins og fífl. Gaman. Síðan fór ég heim að sauma gardínurnar og taupoka undir þvott (aka Bergþórspoka) og yfirbreiðslu yfir þvottavélina. Gerði smá hlé á herlegheitunum til þess að fara í grill til mágs míns og mágkonu. Síðan tók ég til við að þrífa baðherbergið hátt og lágt og það er ekkert smá verk þar sem glugginn snýr út að Miklubrautinni og er svartur allan ársins hring. Ef þetta hefði verið e-r annar en Sigríður Reynisdóttir hefði þetta sennilega gengið áfallalaust. Ég aftur á móti endaði með annan fótinn ofan í klósettskálinni! Ég var að hengja gardínurnar upp og stóð á stól og ætlaði að nota klósettsetuna til þess að standa á en viti menn, hún rann út úr festingunum og barasta út á gólf, ég held á gardínustöng og gat enga björg mér veitt endaði því með annan fótinn ofan í klósettinu en hinn á borðstofustólnum. En baðherbergið lítur mjög vel út núna :)
-1 klst


20.7.01
Rock the cashba
Ég vil nota tækifærið og þakka foreldrum mínum fyrir að fara út úr bænum um helgina. Í gærkveldi fóru þau reyndar í opnunarteiti hárgreiðslustofunnar Feimu(?) sem hún frænka mín hún Hildigunnur á. Fyrir þá sem skilja ekki "subtle hints" bendi ég á að prófa þessa hárgreiðslustofu næst þegar lubbinn er orðinn of myndarlegur. En allavega, ég var bílstjóri fyrir foreldra mína og þau voru ekki lítið hneyksluð á aksturslaginu á dóttur sinni. [ Nú hlæja þeir sem þekkja mig og hafa farið með mér í bíl ] Þannig að nú spyr ég, er ég e-r laumuglanni sem ekki er kominn út úr bílskúrnum?

Má ég biðja þá sem linka á mig að slá inn Siggabeib í einu orði, ekki slíta orðið í sundur plííís. [ Þeir sem ég ávarpa hér eru Siggi, sem þarf btw að öppdeita linkana sína, Þórir Æðstistrumpur (þó svo að hún Ása pæja ætti eiginlega að fá þann titil núna, hún er svo lasin greyið að ég hélt í gær að Æðstistrumpur hefði svarað) og að mig minnir Egil.

-1 klst


17.7.01
Hið illa auðvald
Já enn einu sinni hefur hinu siðspillta og illa auðvaldi tekist að krókbeygja íslensku þjóðina (og þá á ég ekki við Árna Johnsen) og við hinn aumi lýður brosum bara og segjum takk, takk kærlega fyrir. Að fara í bíó á ekki að teljast munaður. Munaður er að skella sér í leikhús og jafnvel út að borða á Argentínu á undan. Það er ekki að gera sér dagamun að fá sér pulsu á Bæjarins og kíkja svo í 8 bíó á eftir! (btw. undirrituð er ekki enn sátt við breytta sýningartíma bíóhúsa hér í borg!) Þrátt fyrir það hefur bíómiðinn enn einu sinni verið hækkaður. Nú kostar bara miðinn sjálfur ( 1 stk þ.e.a.s.) tæpar 1000 krónur íslenskar. Ég man þá gullnu tíð er þúsundkallinn nægði fyrir allri bíóferðinni, ekki bara skitnum aðgöngumiða. Síðan hefur kókið minnkað en verðið er jafnhátt. Svo ef maður átti ekki fyrir bíóferðinni þá sættist maður á að leigja sér vídjóspólu. Nú kostar sú leigja hátt í bíómiðann þannig að sá munaður er einnig fyrir bí! Þess vegna skora ég á landsmenn alla að sniðganga bíóhús landsins næstu daga. Rifjum aðeins upp þá tíð er fólk lét í ljós óánægju sína. Er e-r dugur eftir í íslensku þjóðinni, ég bara spyr.
-1 klst


13.7.01
Súrrealískt síðdegi
Núna er ég yfirmaður minnar eigin deildar á Bókasafni Hafnarfjarðar! Ég er aldeilis á hraðri framabraut eða hvað? Frá 16-17 ræð ég! Og ekki nóg með það heldur er ég búin að setja disk með indverskum kvikmyndalögum á og hræði alla þá í burtu sem láta sér detta í hug að fá e-n geisladisk lánaðan. Kannski maður kveiki bara á reykelsi og panti sér e-ð frá Austur-Indíafjelaginu? Aldrei að vita hvað við hérna á safninu gerum, aha! Aðeins út í aðra sálma. Í gær rakst ég á bókina The virgin of skálholt e. Guðmund nokkurn Kamban. Er það bara minn sjúki hugur sem dettur í hug bíómyndatitill sem gæti verið sýndur seint á laugardagskvöldum á Sýn? Sennilega.
-1 klst