Hva? l??na? einn st??pi?
Blogger rokkar!
31.5.01
Krít
-1 klst


28.5.01
rokk
Þá er menntaskólanum formlega lokið. Útskriftin var í Háskólabíói á laugardag og eins og venjulega hefði mátt stytta þá athöfn heilmikið. Ræður skólastjóra voru þó óvenju stuttar og fulltrúi 50 ára afmælisárgangs var stuttorður. Mér gekk alveg ótrúlega vel miðað við allt og allt en þó var ég fyrir vonbrigðum með að fá hvorki íslensku né enskuverðlaun. Á meðan 12 manns fengu verðlaun fyrir sögu voru 1 enskuverðlaun, 1 spænskuverðlaun etc. etc. Ég fékk þó eina bók fyrir að vera fyrir ofan 8,5 í meðaleinkunn. Svo var veisla heima sem gekk alveg glimrandi vel og þegar henni lauk fór fjölskyldan á Austur Indíafjelagið í mat. Þessi veitingastaður er alveg súper og sýndi það svo sannarlega á laugardag. Mamma og pabbi höfðu sínar efasemdir en að máltíðinni lokinni voru allir sælir og glaðir. Ég fór síðan í bekkjarpartý og svo endaði dagurinn/nóttin á Sportkaffi í rosa fíling! Útskriftardagurinn fær 1.ágætiseinkunn fyrir góða frammistöðu
-1 klst


24.5.01
The Mummy Returns
Gleymdi alveg að nefna að ég fór á myndina á þriðjudag. Svosum ókei en númer eitt var mun betri. Karakterinn hennar Rachel Weisz var gjörbreyttur og John Hannah fékk ekki eins mikinn sess. Samt sem áður fín afþreying og ég ætla pottþétt á mynd nr 3.

Ég fór í vinnuna í gær og ég hefði aldrei trúað hversu mikið væri að gera á bókasafni sem ekki er tengt skóla. Ég var á hlaupum í 8 tíma og settist niður í tæpan hálftíma á meðan matartíminn var. Fínn mórall þarna samt. Ég held þetta verði bara ágætis sumar.

-1 klst


23.5.01
kvefpest
já það er ofsalega gaman að hefja sumarið með kvefpest! Sérstaklega þegar maður á að útskrifast á laugardag og fara til útlanda eftir viku!

Annars hef ég ekkert merkilegt að segja, er að velta því fyrir mér hvort ég eigi að pína mig í vinnuna (fyrsti dagurinn) eða vera skynsöm og liggja heima í rúminu í dag. Það lítur frekar illa út að hringja sig inn veikan fyrsta daginn, ekki satt? En er skárra að pína sig í vinnu með hita og ná pestinni ekki úr sér fyrir laugardag eða jafnvel útlandaferðina? Endilega svarið þessu

-1 klst


22.5.01
Um fatlaða og ófatlaða
Varðandi stæði fyrir fatlaða þá er ég alveg sammála að fullfrískt fólk á ekki að leggja í þau en aftur á móti eru sumir sem einfaldlega verða að leggja þarna. Þeir eru ekki fatlaðir, skv. stöðlum þ.e.a.s., en eiga samt drulluerfitt með að labba frá þeim stæðum sem eru lengra í burtu. Hann karl faðir minn t.d. þjáist af liðagigt og eru hnén á honum nánast ónýt. Um helgina var það þannig að hann varð að komast í apótek til þess að ná lyf út af gigtinni og lagði í stæði fyrir fatlaða vegna þess að í raun er þetta ákveðin fötlun. 2 konur gengu framhjá um leið og hann steig út úr bílnum og göptu af hneykslun yfir þessari hegðun. "...það er ótrúlegt svona fólk sem leggur í þessi stæði sem fatlaðir eiga rétt á!..." Verst að þessar konur litu ekki við og horfðu á eftir pabba skakklappast upp tröppurnar og inn í apótekið. Því þá hefði þær fyllilega skilið af hverju hann braut á rétti fatlaðra á þennan hátt. Þó svo að hann keyri um á nýlegum jeppa og leggi í fatlaðra stæði þá vil ég biðja ykkur um að hugsa ykkur um áður en þið dæmið hann fól.
-1 klst


19.5.01
sniggld
Alveg hreint frábær pistill hjá Má. Þetta er sannleikurinn í öllu sínu veldi.
-1 klst


The Mummy
Ástæðan fyrir því að ég var ekki búin að sjá The Mummy I var sú að gagnrýnendur Moggans og fleiri voru búnir að rakka myndina niður í öreindir sínar og ég hélt bara að þetta væri léleg eftirlíking af Indiana Jones. Síðan þegar trailerinn úr The Mummy II var sífellt að rúlla á sjónvarpsskjánum fór mig að langa að sjá hana og þá að sjálfsögðu varð ég að sjá númer 1 fyrst. Svo ég rölti út í Ríki og tók þessa mynd í gærkvöldi. Þetta er engin epísk stórmynd en fær alveg 3 og hálfa stjörnu hjá mér. Sérstaklega fannst mér John Hannah góður (eins og í öllum myndum sem hann er í) sem skíthællinn bróðir hennar Rachel Weicz(?). Þannig að stefnan er sett á eitt af bíóhúsum borgarinnar næsta þriðjudag á framhaldið! En núna...Curso de Español para extranjeros!
-1 klst


17.5.01
Eins og talað út úr mínu hjarta...

-1 klst


16.5.01
býflugur!
Eftirfarandi texti í líffræði bókinni Lífinu kom mér til þess að engjast um af hlátri, ég sá þetta alveg fyrir mér...

...Að skömmum tíma liðnum flýgur hin nýja drottning frá búinu og á eftir fljúga öll karldýrin í villtum eltingarleik, svokölluðum brúðkaupsflugi. Fyrsta karldýrið sem nær henni frjóvgar hana á flugi.Eftirmál eru nokkur því æxlunarfæri karldýrsins rifna frá líkamanum og hann lætur lífið stuttu seinna. Drottningin hefur hins vegar fengið þann skammt sæðis sem endist henni allt lífið.

Ekki er öll vitleysan eins. Skv. heilbrigðri skynsemi hefði maður haldið að karldýrin hættu smám saman að reyna ná drottningunni eða hugsar hver druntur (karldýr býflugna, merkilega líkt orðinu durtur?) með sér: Þetta kemur aldrei fyrir mig!

-1 klst


Líffræði
Eins og Ágúst hefur minnst á þá er hann Þórir kominn (og sennilega farinn núna) á spítala. Við kíktum á hann í gærkvöldi og komumst að þeirri niðurstöðu að Þórir hefði bara verið að snapa sér aukakennslu í líffræði þar sem stúdentsprófið í líffræði er á föstudag. Hefði ekki verið auðveldara að hringja bara?
-1 klst


14.5.01
Russell
Baráttan um efsta hönk-sætið var mjög mikil á milli Jude Law og Russell Crow en Colby kom rétt á eftir. Aftur móti Nicholas Cage og Stuart Townsend tóku smá Birtu-takta og vermdu neðsta og næst neðsta sætið. En Russell á það sameiginlegt með Eistum að hafa unnið og hér til vinstri er mynd af honum...
-1 klst


Vííííí
Loksins get ég farið að röfla um ósanngirni heimsins á ný! Annars var það nú ekki merkilegt í þetta skiptið (...já af því öll hin skiptin voru svo merkileg!) bara hversu leiðinleg lögfræði er og hvað þeir sem eru að læra þetta eiga alla mína samúð skilið og að lokum hí á twotricky, æi nei þeir gerðu sitt besta Evrópa var bara ekki reiðubúin fyrir tví,þríræða textann hans Einars Bárðar
-1 klst


13.5.01
vesen
Bara rétt til að athuga hvort blogger sé vaknaður til lífsins....
-1 klst


12.5.01
lögfræði ógeð
Þið sem eruð að læra lögfræði eigið alla mína samúð. Ég er í augnablikinu að reyna komast í gegnum þetta torf sem kallas Inngangur að lögfræði og að láta e-n lesa þetta ætti að vera refsivert! Annars var ég að átta mig á því að ég á aðeins 4 próf eftir og þá verð ég (vonandi) orðin stúdent og þá þarf ég að fara að hugsa um hvað ég ætla að gera í framtíðinni...
-1 klst


10.5.01
glósur
Fyrir þá sem eru að fara í menningarfræðipróf í sjötta bekk Verzló á morgun þá eru hérna glósur úr Miðausturlöndum
-1 klst


flott!
Þetta finnst mér sjúklega flott! Það er virkilega freistandi að skjótast þangað á laugardag en ég á víst að vera læra lögfræði þá! :(
-1 klst


...er þetta fugl?..flugvél?...nei, Sigga!
Ég var að enda við að taka alveg gommu af prófum á emode og fannst þessar niðurstöður svolítið fyndnar miðað við umkvartanir fólksins í kringum mig undanfarin ár:

Think fast! Your hidden superpower is SUPER SPEED! Some people might think you have a talent for impatience, but we like to call it efficiency. You approach all things with a need for speed. Whether it's running a race, eating lunch, or writing a report, you finish the task in no time flat. This quality is a huge asset in today's hotwired workplace, where there's never enough time to do anything. With a little bit of practice, you'll soon be zipping about the office, zooming between social engagements, and devouring books at an alarming rate. Your friends and coworkers won't be able to keep up. If you use your powers wisely, you'll be the model of well-balanced productivity. But don't forget: Ultra-speedy superheroes have to take good care of their bodies. Be sure to eat right, get plenty of sleep and stretch regularly. Are you ready? Invest in some quality shoes and hop to it. You'll be flying through your day in no time.

Fólkið sem ég umgengst oftast hefur nefnilega talið sig sigurstranglegt í kappgöngu eftir að hafa labbað með mér út í Kringlu. Síðan hef ég fengið nokkur skot á mig fyrir að reyna/vilja/geta gera allt í einu og komast stundum upp með það. Ég stóð mig einu sinni að því að vera lesa bók, horfa á sjónvarpið og hlusta á útvarpið á sama augnablikinu. Undarlegt, tja svona er nú mannskepnan!
-1 klst


8.5.01
sögupróf
Ég var svosum ekkert að brillera neitt þarna í dag þó svo að mér hafi fundist ég bara nokkuð vel undirbúin, las allt efnið og var bara að fara yfir glósur og slíkt í morgun en svo held ég að eitthvað hafi klikkað. Ég útskýrði m.a. Evrípídes sem faðir stærðfræðinnar en komst svo víst að því að hann var grískt harmleikjaskáld, ég var eitthvað að rugla við Evklíð! Við spyrjum að leikslokum!
-1 klst


7.5.01
bévítans DV!
Jú það voru sko fleiri sem pirruðust út í DV á laugardaginn! Sérstaklega af því maður komst ekki hjá því að sjá þessa fyrirsögn. En annars bara Kveikris:21155
-1 klst


...að halda reisn
er eitthvað sem ég á í vandræðum með. Ég virðist af fádæma aulaskap alltaf getað dottið, hrasað, flogið o.s.frv. niður/upp/til hliðar í flestum aðstæðum. Mamma mín var svo 'elskuleg' að kalla mig litlu risaeðluna þegar ég var minni. Ég gat ekki labbað framhjá stól, sófa, borði, vegg (u get the point) án þess að rekast utan í. Síðan hafa stigar alltaf verið í uppáhaldi hvort sem það er stiginn upp að Þjóðminjasafninu, stiginn inn í sal Loftkastalans (fyrir framan allan skólann minn!) eða stigarnir í verzló sem hafa verið mjög vinsælir hjá mér síðastliðin 4 ár. Áðan tókst mér þó að setja met í klaufaskap, að mínu mati. Ég var að labba framhjá aðalbyggingu Háskólans á sléttum hellum og ég hrasaði/datt tvisvar sinnum og ég var svo ljónheppin að hafa nokkra áhorfendur. Þeir að sjálfsögðu þorðu ekki annað en líta undan og hristast sundur og saman án þess þó að gefa frá sér eitt aukatekið orð eða píp. Svona á maður að byrja daginn, finnst mér.
-1 klst


...innri ró
Ég varð bara að blogga núna, ég held ég sé að upplifa e-ð svona 'moment.' Ég er að fara í stúdentspróf nr. eitthvað á þriðjudag og ég er ekki alveg búin að vera nógu dugleg við að lesa en samt er engin heimsendis-tilfinning að heltaka mig. Ég er e-n veginn sannfærð um að góðir hlutir fari að gerast. En ég ætla samt að fara að læra núna, ég er komin yfir þreytuna og þá fer 'hin' siggan af stað. Þessi sem fer að færa húsgögn kl 4 um nótt og teikna/mála líka. Það er búið að leysa orkuna úr læðingi....


-1 klst


6.5.01
mamma
gummajoh er tíðrætt um mömmu sína á síðunni sinni og virðist sú kona mjög meðvituð um tækni líðandi stundar. Mamma mín aftur á móti er ekki alveg jafn sátt við tæknibyltinguna, sérstaklega þegar kemur að breytingum. Þegar Windows 3.0 var skipt út fyrir Windows 95 hjá henni í vetur þá var eiginlega ekki líft hérna á heimilinu. Núna virðist hún mamma hafa tekið e-n quick course in computers og tekið flotta Louis Vuitton hotbarinn minn út! Mömmur eiga ekki að vita of mikið um tölvur, þetta er afleiðingin! Mamma mín býr aftur á móti til BESTU pönnukökur í heimi og af því ég er í prófum fæ ég pönnukökur núna, nammnamm.
-1 klst


5.5.01
...útskýrið eftirfarandi atriði í sögulegu samhengi...
Þessar "kynskipti" aðgerðir mínar virðast vera nýjasta æðið hjá drengjum í sjötta bekk Verzlunarskólans, lagið ætti kannski að vera ' það eru kynskiptingar í Verzló...' en hann Gústi óskaði eftir samskonar aðgerð og Egill gekkst undir á dögunum. Ég reyni að fá tíma fyrir hann en það verður sennilega eftir söguprófið. Annars rakst ég á fyndna hnátu á vefnum um daginn.Já, hún Þóra virðist eiga tvíbura: hana Siggu:


-1 klst


2.5.01
grúví
Ég var að enda við að taka efnafræði quizzið hjá Sigga og believe it or not, ég náði með heila 5! Eins og allir vita þá skiptir efnafræðin miklu máli í þessu lífi og því næsta þannig að allir drífi sig nú á quizzið!Annars var Egill svo ánægður með kvenútgáfuna af sér að hún fær að vera einn dag í viðbót hérna. Ég ætla að hvíla linkana hérna til hliðar í smá tíma fyrir hann Hyde úr ThatSeventiesShow...hann er sko pottþétt með bringuhár!!!

-1 klst


Egill eða Egill?
Egill (as in Nagportal og good.Omens) er að spá í hvort hann eigi að nenna þessu nagportal dæmi lengur. Ég skil alveg hvert hann er að fara í þessum pælingum sínum. Það er náttúrulega ["alveg út í hött og alveg fráleitt"] (kvót í Ásgeir, híhíhí) að gera hluti sem maður er búinn að fá leið á fyrir aðra. Þannig að mér finnst að Egill ætti bara að fara snúa sér að hlutum sem honum finnast skemmtilegri. Egill er samt, og verður alltaf, snillingur og á lof skilið fyrir Nagginn og alla þolinmæðina sem hann hefur sýnt í gegnum líftíma Naggsins. Egill, ég elska þig!

Og þá að hinum Aglinum sem ég þekki. Hann langar víst að komast í samband við kvenlegu hliðina á sjálfum sér og bað mig um aðstoð. Ég get náttúrulega ekki neitað svona öðlingi, ég elska þig líka og vessgú:


-1 klst