e-mail   gáttin   gamalt   lomo  

various pics
---
27.06.03

21.05.03

07.05.03

03.05.03

01.05.03

30.04.03
29.6.03
over the hill...well, a hill anyway
Í gær var farið út á lífið með Völu og Ingu vinkonu hennar. Við byrjuðum á Felix en það reyndist vera svona the night of old flames past og hver einasti kjaftur sem maður rakst utan í bæði á dansgólfinu og utan þess var úr árganginum mínum úr Verzló! Sumir bara með minna hár :p Það kom eitt gott lag á meðan við vorum þarna inni, Rock your body m. Timberlake, en annars fór tíminn aðallega í að standa og forðast að hitta hina og þessa. Eftir lélega lag númer 10 ákváðum við að freista gæfunnar annars staðar og röltum af stað. Biðraðir allstaðar svo við ákváðum að gefa 22 sjéns án Olivers og viti menn, það var bara prýðisgóð ákvörðun. Verandi greinilega of gamlar fyrir Felix þetta kvöldið vorum við alveg á prima aldri fyrir 22. Við plöntuðum okkur því í gamla góða hornið okkar og danced our assess off (þrátt fyrir morðtilraunir 2 metra taktlausa risans með humongous hárið! sumir greinilega erfitt með samhæfðar hreyfingar :p). Um hálf-fimm var svo komið gott, allir fætur við dauðans dyr og labbið heim eftir :s


28.6.03
up up & away
Í kvöld skal glösum lyft *klink* & dansað. Grettisgatan verður heimsótt í góðum fíling og vonandi verða hinir í jafn góðu skapi og ég er núna. Hvernig er annað hægt þegar maður hlustar á Cardigans??? Some people have happy jewellery, i have happy music :) Gærkvöldið fór í svo mikið dekur að það var æðislegt! Horfði á Overboard [it's a Goldie Hawn era at the moment] og lakkaði á mér tærnar við kertaljós. Svo var Harry beibí líka massaður. Er currently á blaðsíðu fjögurhundruð þrjátíu og eitthvað, ótrúlega góð bók! En já, talandi um Svía:

Swedish
Ah, I vudd suggester SWEDISH as jor langvedge to
spiek.


What language are you supposed to speak?
brought to you by Quizilla

listening:
The Cardigans > Rise & Shine, Carnival, Erase & Rewind, My Favorite Game



27.6.03
i never was a fan of blue
jæja, fyrsta færslan í nýja Blogger. Best að spara stór orð þar til e-r reynsla er komin á þetta er þ.e. búið að vera á dagskrá hjá mér ansi lengi að fá mér mitt eigið domain og skipta yfir í Moveable Type, svona næstum því síðan 2001!!! En þar sem ég er að eyða dýrmætum tíma sem gæti verið varið í að lesa Order of the Phoenix ætla ég að hætta núna og enda á nokkru sem ég rakst á og laaaangar í!!!! [anyone feeling generous????]

bolur
drop dead gorgeous vintage skór (reyndar á scary ass clown feet)
shoes in vogue
golden shoes



24.6.03
absolute beginners!
Þvílík gargandi snilld sem stundaskráin mín er næsta vetur!!! Japönsku dúddarnir taka upp góða siði enskuskorar og kenna ekki á föstudögum og byrja yfirleitt á hádegi hina dagana!!! Þetta þýðir að loksins "get" ég farið að mæta í tíma :) [i cannot attend classes before noon due to my religious beliefs, i.e. i religiously believe in staying up late and sleeping in :p] En þetta þýðir líka að ég get ekki mætt í þessa tvo enskukúrsa sem ég er skráð í :s What to do, what to do...? Gæti hugsanlega mögulega verið í Breskri skáldsagnagerð hjá Mr.Darcy en það felur í sér að ég get bara mætt í helminginn af tímunum, það hlýtur að reddast e-n veginn. Sömuleiðis gæti ég farið "aftur" í mállýskurnar hjá Pétri, áhugavert námsefni en mínusarnir eru að þeir eru á morgnana, í stofu A í Aðalbyggingu og já, Pétur er svæfandi. Já, ætli Mr.Darcy hafi ekki vinningin, sé til þegar nær dregur. Svo er frekar fyndið að vera boðin í partý með 2 mánaða fyrirvara [ég held allavega að mér hafi verið boðið í dag]. Og já, best að fara athuga með vaktaplan fyrir næsta vetur, hljóma mánudagar ekki vel? Frekar lítið að gera yfirleitt og ég er búin í skólanum kl 16. En núna verður haldið áfram með David Bowie þema mánaðarins og horft á Absolute Beginners :) [magnað að Sade leiki í þessari mynd!]
[hugsað kl 20:39|#| ]


23.6.03
weee! roadtrip!
Guð hvað mig langar í ferðalag! Skella tjaldinu og gönguskónum upp í bíl og blasta 'Call Me' um leið og brunað er út úr bænum. Mig langar reyndar líka í badminton út á Miklatún. Sem er smá tilbreyting frá litla ljóta þunglyndisálfinum who reared his ugly little head last night/this morning. Arg, þoli hann ekki. Hljóp upp Laugaveginn í hádeginu og hitti mömmu og við keyptum afmælisgjöf handa pabba, því hann á afmæli í dag kallinn og er 52 ára :) Afmælisgjöfin var svona útskurðarsett, þannig að hann getur lagt volduga dúkahnífnum sem hann hefur notað til þess arna hingað til. Pabbi er nefnilega einn af þeim sem getur aldrei bara slappað af, þeas þegar hann er í fríi. Síðast þegar við fórum til Danmerkur eyddi hann bróðurpartinum úr ferðinni út í garði með dúkahníf, bjór og viðarbút sem hann skar út í gríð og erg. Litli frændi minn á líka heilan dýragarð sem pabbai tálgaði e-t sumarið uppi í sumarbústað. Svo freistaðist ég líka í nýja Adidas skó, hinum gömlu [þægilegu] var hent um daginn eftir áralanga þjónustu :( Var að hugsa um hvort ég ætti að bregða út af vananum og fá mér Puma en old habits die hard og ég hef alltaf verið mjög ánægð með þau Adidas skópör sem ég hef átt í gegnum tíðina.
[hugsað kl 19:06|#| ]


Tell me s-g i don't know!
tulll
Thu ert Will og Grace! Lif thitt getur verid daldid
snuid. Thu ert alveg ruglud/adur i thessum
stora heimi og vinir thinir eru allir klikk! En
hafdu ekki ahyggjur. Etta reeeddast.


hvada skjareinn thattur ert thu?
brought to you by Quizilla
[via Kristín]
[hugsað kl 18:47|#| ]


21.6.03

Which random phallic object are you?
Quiz by Andrea.

[hugsað kl 14:07|#| ]


Friday Five a wee bit late

1. Is your hair naturally curly, wavy, or straight? Long or short?
Hárið á mér er frekar liðað og svona millisítt, er á leiðinni í klippingu samt

2. How has your hair changed over your lifetime?
Hmm..var með ljósar englakrullur þegar ég var smábarn, svo rennislétt og svo fór það að krullast aftur um 10 ára aldurinn og hefur ekki hætt síðan! Það verður líklegast orðið slétt um sextugt.

3. How do your normally wear your hair?
Svona hversdags skelli ég því yfirleitt bara í tagl en annars eyði ég mörgum klst í það, blæs það stundum slétt etc etc

4. If you could change your hair this minute, what would it look like?
Svart og rennislétt.

5. Ever had a hair disaster? What happened?
Hair disasterin mín hafa verið ansi ansi mörg. Síðasta var fyrir árshátíðina þegar ég endaði með að henda því öllu í snúð og blómateygju yfir, eftir misheppnaðar krullu-tilraunir. Þegar ég var ellefu ára þurfti að klippa svona hringbursta úr hárinu á mér (við gagnaugað btw!) og smá eiginlega lengi telja. Enda er ég nýfarin að sættast við hárið á mér eftir langa hríð.

[hugsað kl 13:53|#| ]


20.6.03
a visit to the good doctor
Eftir að hafa heimsótt doktorinn er niðurstaða víst þessi: þú ert með e-s konar vírus. Farðu vel með þig yfir helgina og ekki verða hissa þó svo þú verðir ekki orðin góð fyrr en í lok næstu viku. Þá vitið þið það.

En það er komin helgi og ég ein í kotinu. Það er alltaf fínt. Faðir minn endurskoðandinn farinn austur á Bakkafjörð og móðir mín á ættarmótið sem ég neitaði að fara á. Þannig að þeir sem vilja koma í heimsókn um helgina, gjörið þið svo vel. Ég ætla reyna koma herberginu mínu í viðunandi ástand núna og elda mér kjúkling m. avókadó.

Some say the glass if half empty, some say it's half full. I say, are you going to drink the goddamned thing or aren't you? - via [easy bake coven]

listening:
Peaches > Fuck the Pain Away

[hugsað kl 18:22|#| ]


19.6.03
og ég sem var komin í svo gott skap! [ritskoðað] *pirr!*
[hugsað kl 21:43|#| ]


a lovely concoction
Eftir að hafa eytt rúmum sólarhring í ansi vondu skapi ákvað ég að snúa vörn í sókn og ætla mér að vera í góðu skapi og hrekja vonda hausverkinn í burt. Og blanda af David Bowie, Harry Potter og fyndnum bloggum/msn samtölum did the trick! Og er hægt að finna betri texta, ég bara spyr, en við lagið Let's Dance?
Let's dance, put on your red shoes and dance the blues
Let's dance, to the song we're playing

Svo er einn drengur [held] ég alveg dottinn út af listanum hjá mér! og ég er ekki að tala um jólakortalistann sem ég hóta Brynjari með á hverju ári í desember!!! Fyrir að hafa ekki hagað sér skv. standard prótókal, og þar hafið þið það!

[hugsað kl 20:38|#| ]


öryggisleysið
já, some people revert to the fetus position, i blast David Bowie. David Bowie fyrir mér er nefnilega táknrænn, ég er ca. 3-4 ára og systir mín er unglingur á 9. áratugnum. Þetta þýðir að barnæska mín samanstendur af stretch-buxum, grifflum, Hummel-úlpum í öllum regnbogans litum, hvítum varalit, glossi, dúllu-sokkum og já David Bowie. Mér fannst æðislegt að vera til þá. Hmm...is it too late for therapy???

og já, gætuð þið sem lesið síðuna mína sent mér e-mail með uppáhalds starwars-línunni ykkar, undir nafni? Thanks a bunch.

listening:
David Bowie > Under Pressure, China Girl, Let's Dance

[hugsað kl 14:42|#| ]


just exactly how much sleeping can one do?
"góðan" og blessaðan daginn fólk. It's your very own grumpy & annoyed morning person again, NOW for a limited time only with EXTRA FEATURES: headache, pill container and yes, you guessed it, a wet flannel! Og þar sem ég veit að sjúkrasaga mín vekur alltaf mikla lukku þá heldur hún áfram: hausverkurinn ennþá og jafnvel að sækja í sig veðrið, skapið er allavega ekki að batna [feel free to call though :s see? see how i make jokes?] Og já, þar sem ég get illmögulega sofið meir [ég reyndi, goddamn birds!] þá ætla ég að lesa Harry Potter 4 til að vera komin í gírinn áður en bók 5 kemur í hús á allra næstu dögum!

já, áður en ég gleymi, vill e-r mæla með góðum heimilislækni? Þurfti að tala við minn gamla áðan og fékk bara æluna upp í kok þegar [ritskoðað] virtist ætla að endurtaka síðasta samtal okkar!

listening:
David Bowie > Absolute Beginners
Psychedelic Furs > Pretty in Pink

[hugsað kl 14:08|#| ]


18.6.03
einn af þessum 'góðu' dögum
*pirr* Eins og fyrirsögnin gefur til kynna þá hefur dagurinn í dag verið alveg einstaklega 'góður' eða ekki. Þrátt fyrir að hafa freistast smá út á lífið í gærkvöldi með Völu&Orra & co. þá var ég nú bara rosa hress í morgun og strunsaði af stað í vinnuna á leifturhraða. Um tíu-hálfellefu leytið fékk ég svona líka ógeðis hausverk og var að drepast framyfir hádegi (silly me hélt að þetta væri bara súrefnisskortur eða skortur á morgunmat :s og myndi þar af leiðandi lagast þegar ég færi út í hádeginu). Um eittleytið gafst ég upp fyrir hausverknum og sömuleiðis ógleðinni sem hafði þá gert vart við sig, og fór heim. Reyndi að sofa en það gekk vægast sagt ekki vel. Er ennþá með massífan hausverk og í hvert skipti sem ég reyni að borða fæ ég þessa ógleðistilfinningu. Arg. Am one unhappy person at this point.
[hugsað kl 22:03|#| ]


17.6.03
Smirk
You're the smirk,a frown-smile hybrid that's a
little bit cocky and usually associated with
evil or arrogant,but attractive people.You
probably just don't give a damn,but it's
everyone else's fault if you don't because
you're too awesome to have any real faults.


What Kind of Smile are You?
brought to you by Quizilla
[hugsað kl 13:53|#| ]


15.6.03
re: the reunion
Gærkvöldið byrjaði illa en endaði vel. Þeir sem mættu í fordrykkinn voru einn maður og þar af leiðandi hálf kampavín á mann. Það hefur held ég aldrei runnið jafn snögglega af neinum og mér þegar við löbbuðum inn í 'salinn.' Flestir höfðu lítið sem ekkert breyst og til að byrja með hópaði fólk sig saman eins og í denn. Lúðarnir, Flotta fólkið og Slæmu strákarnir. Fyrsti klukkutíminn var vægast sagt excruciating, ég of edrú til þess að höndla heimska smáborgara segja sömu brandarana og sömu sögurnar og já, 1997, sama fólkið reynandi við já, sama fólkið og þannig eftir götunum. Síðan þegar bjórinn kom þá fór kvöldið batnandi og þá komu líka fleiri sem ég átti meira sameiginlegt með. Eins og svo oft áður endaði ég í e-m strákahóp mest allt kvöldið og fór svo með þeim niður í bæ, en nennti síðan ekki með þeim inn á Sólon svo ég ákvað að fara heim þá. Mesta snilldin er nú samt að mesti 'naglinn' ef hægt er að tala um slíkt og svona næst mesti nördinn voru svo mikið að tengja að já, varir voru læstar saman svona á 3ja glasi! En ég verð nú að segja að ég hefði ekki viljað missa af þessu þó svo áfengi hafi verið nauðsynlegur fylgihlutur.

Og já, innilega til hamingju með gærdaginn Vera!

listening:
The Cure > Love Song & Pictures of You

[hugsað kl 19:13|#| ]


my sentiments exactly!
"Would you tell me, please, which way I ought to walk from here?"
"That depends a good deal on where you want to get to," said the Cat.
"I don't care where—" said Alice.
"Then it doesn't matter which way you walk," said the Cat.
"—so long as I get somewhere," Alice added as an explanation.
"Oh, you're sure to do that," said the Cat, "If only you walk long enough."
Lewis Carroll, Alice's Adventures In Wonderland

[hugsað kl 16:39|#| ]


14.6.03
the reunion
jæja, einn klukkutími í reunionið. Ég sit hérna, með hárið blásið slétt, í nýjum skóm, nýjum topp, tjullpilsinu mínu og gollu. Am going for the librarian slash tramp look :p Eða bara blöndu af okkur fjórum í gær ;) Og hvernig væri að extenda þá kenningu sem sett var fram í gær? Er hægt að dæma karakter fólks af skófatnaði þeirra???

En já, ég er hér að bíða eftir fólkinu sem ég bauð í fordrykk í dag og ég er alveg óendanlega stolt af sjálfri mér fyrir að vera tilbúin á réttum tíma! Ég vaknaði kl hálf-tvö og fékk þá að vita að þetta yrði kl 6 en ekki 8 og já, ég ákvað að bjóða fólki heim í fordrykk þá! [pick a derogatory phrase] blonde! En á hverri stundu verður bjöllunni hringt og gamla gengið labbar inn og glösum verður lyft *klink* :)

[hugsað kl 16:58|#| ]


13.6.03
pæling
Er Mogginn orðinn að e-u spes málgagni Mick Jaggers???
númer eitt
númer tvö

Svo var held ég líka grein í bréfa-útgáfunni! annars er klukkan orðin korter í fjögur! sweet freedom!

[hugsað kl 15:47|#| ]


friday five

1. What's one thing you've always wanted to do, but never have?
hmm...just the one? OK að hafa aldrei kjark til þess að segja fokk it við þetta blessaða þjóðfélag og gera hlutina my way. [smá reyndar: vinnufatnaðurinn í dag eru buxur með öryggisnælum, nornaskór og sokkar a la beetlejuice, my 2 cents i guess :s]

2. When someone asks your opinion about a new haircut/outfit/etc, are you always honest?
ónei, ekki nema þetta sé e-ð alveg hræðilegt. Ég orða hlutina frekar svona: kannski ekki alveg minn stíll ;)

3. Have you ever found out something about a friend and then wished you hadn't? What happened?
All the time! Það gerist svosum ekki mikið, maður bara kyngir því og heldur áfram. Nema í einstaka tilfelli þar sem geðveikin tekur öll völd!

4. If you could live in any fictional world (from a book/movie/game/etc.) which would it be and why?
Ah, what a predicament, what a predicament! OK X-men have Wolverine but then again Eastenders have the whole cockney stuff plus the Queen Vic, hmm....can i choose both?

5. What's one talent/skill you don't have but always wanted?
Hæfileikann til að svara fyrir mig á þeim punkti sem ég þarf þess! og já, kannski bara hæfileikann til að svara fyrir mig *blushing*

[hugsað kl 12:50|#| ]


mental note:
Setningin: "Gætirðu fundið mér e-r verkefnið áður en ég naga af mér handlegginn þarna niðri" er kannski ekki alveg við allra hæfi, spontaneity er kannski ekki alltaf góð :s
[hugsað kl 11:24|#| ]


clockwatchers
ef e-r hefur séð þá hræðilegu mynd, þá verður dagurinn hjá mér svipaður :(

En í kvöld heldur Vala beib upp á afmælið sitt! Svo er spurning hvað maður á að hafa í matinn? Á ég að reyna einu sinni enn við green curry réttinn hennar Veru [the sly thing btw!] eða hvað? Svo má fólk endilega senda mér e-mail eða sms í dag svona til að krydda tilveruna :s

[hugsað kl 10:44|#| ]


i never did mind about the little things
ARG! Finnur e-r annar fyrir því að vera orðinn háður post-its??? núna í 2 daga hef ég verið post-it laus og það böggar mig ótrúlega!!! Ég þarf nefnilega stöðugt að vera skrifa sjálfri mér og öðrum e-r smáskilaboð til þess að hreinlega gleyma ekki bæði smávægilegum og svo mikilvægum hlutum. And I need my post-its!
[hugsað kl 08:41|#| ]


12.6.03
the silver lining and all that...
Jæja, my bitching-rights have been revoked :( Aaaand i hopefully won't be broke in September.

Mætti Gulla krúsídúllu áðan í Bankastrætinu, alveg kominn í sumar-gírinn. Hann var síðan svo elskulegur að hrósa mér tilbaka fyrir 'sumarlegan' klæðnað þó svo outfittið hafi nú ekkert verið sérstaklega vel heppnað, eins og reyndar alla þessa viku þar sem það hefur verið frekar erfitt að vakna :s Gulli er því hetjan mín í dag.

Síðan stóðst ég ekki mátið og keypti mér æðislegustu spil í heimi! Þau eru svo endalaust kitsch, með svona vintage pin-up girl framan á :) Þorsteinn Bergmann strikes again!

Svo er ég nú ekkert alltof ánægð með þetta: [i'm no snake, honest!]
picture of snake



WHAT TYPE OF WILD CREATURE ARE YOU? (New Pictures!)
brought to you by Quizilla

[hugsað kl 17:21|#| ]


11.6.03
þreyta beint í æð
Svo maður vitni nú einu sinni í Friends [can't believe i said that with a straight face!!!] "it's hard shopping for girls!" Og við vorum ekki einu sinni í Office Max! Í gær slúttuðum við yfirdekkingunni og ég datt að sjálfsögðu út af þegar ég kom heim. Svaf síðan næstum yfir mig í morgun og komst á mettíma niður í Lækjargötu labbandi. Skrapp svo á Grænan Kost í hádeginu, enn og aftur yummie matur þar, en dahl-ið þeirra er best! Á morgun á svo Vala beibí afmæli, the big ol' 24 :) Það verður því partí á föstudag! Á laugardag er svo the dreaded reunion :s Frétti það að auðvitað ætlar fólkið sem mig langar til að hitta ekki að mæta, svo þetta verður líklegast bara 'flotta' fólkið *æl* og já, e-ð skrýtið samansafn. Fyndið samt að vera fara hitta fólk á laugardagskvöld sem ég hef ekki séð síðan í maí 1997.

Annars er ég afskaplega þreytt núna, langar mest í heitt bað og upp í rúm með bók. Verð að fara drífa mig að klára Don't you want me svo ég geti byrjað á Elizabeth Peters bókinni sem ég fékk lánaða frá Völu, bók sem á víst að gera jafnvel meðal-Jóninn að Egyptologist :)

Svo þegar ég var að lesa þetta yfir blöskraði mér eiginn þreytutónn, am i sixty or somfin??? Could have fooled me. Þá er bara að skella sér í sturtu, blasta Gleðibankanum og vona það besta!

[hugsað kl 19:35|#| ]


10.6.03
The Osbournes!
Jæja, þá er fyrsta serían af The Osbournes loksins komin í hús, reyndar stíluð á Ms. Sigurður Reynisson [sem er magnað því á Amazon.co.uk kvittuninni er nafnið rétt :s] en nafnið mitt virðist alltaf vefjast fyrir fólki. Átti lengi vel bókasafnsskírteini þar sem ég var rangfeðruð, Sigríður Einarsdóttir tók þar bækur af miklum móð. Svo tókst mér að ná kosningu í Málfundafélagið enn og aftur rangfeðruð, e-r Reginn víst á ferð í mars/apríl á því herrans ári 1980. Newsweek vildi síðan endilega hafa mig í karlkyni, þeas Ms. Sigurdur Reynisdottir en eins og Ms. Chanandler Bong veit þá er þetta bara kúl :) Nú ber ég nafnið mitt fram eins og Ross talar, kveð skýrt að og hljóma eins og besti skrollari þegar R-ið í Reynisdóttir kemur!

Og núna: the upholstery diaries, part deux!

[hugsað kl 19:43|#| ]


9.6.03
nice quote
so shut up, live, be
adventure, bless, and
---don't be sorry
- Jack Kerouac
[hugsað kl 19:30|#| ]


[insert swedish heading]
Jæja, smá blogg úr glerhúsinu. Helgin búin að vera ansi strembin, dögunum hefur verið varið í yfirdekkingu í Stigahlíðinni en því verki er ekki alveg lokið. En arg hvað ég var tilbúin til að þrykkja heftibyssunni lengst út í hafsauga í gær! Fékk svo ágætis útrás fyrir bræði mína þegar ég fór loksins að hefta! *kadúnk kadúnk kadúnk* og pirringurinn hvarf. Ég er ekki alveg þolinmóðasta manneskja í heimi *blushing*

Langþráð 80's movienight var svo á laugardagskvöld. "Gæðamyndirnar" Don't Tell Her it's Me og Live Wire rúlluðu það kvöld. Fyrri myndin var nú betri en mig minnti, eiginlega bara soldið sweet :) Seinni myndin var það slöpp að við fórum að taka nokkra svona Topp Fimm lista a la High Fidelity. Let's just say we toyed with the boundaries of normal human behaviour :p En já, siðferðisstandardar viðstaddra voru greinilega mismunandi og já, svo gleymdi ég Lloyd Dobler á mínum Topp Fimm karaktera lista, bara svo það komi fram! Og þar sem við erum oft ansi líkar gæjunum í Coupling [já, ekki innsláttarvilla, þetta á að vera í kk] characters were assigned og dæmi hver sem vill, ég fékk Patrick :s Vala er Jeff og Birgitta Steve, spurning hvað Sibba fær?

Í gær var svo haldið upp á afmælið hennar Ásu á Framnesveginum. Þegar 5 konur syngja hástöfum með soundtrackinu úr Grease þá banka nágrannarnir uppá og kvarta. Þetta var lexía kvöldsins, mental note to self: remember this. Another note to self: do not wear high heeled shoes when going dancing/walking. Þetta þýðir að fæturnir verða ekki sáttir ansi lengi eftir á. Labbitúrinn niður í bæ var ansi harður við fæturna mína. Við byrjuðum á Thorvaldsen [æl] en fórum fljótt yfir á Felix þar sem einn ansi vondur Sex on the Beach var drukkinn. Þetta var mixað á gríska vísu, 90% áfengi og smá litur. Þessi staður lofar góðu, allavega svona við fyrstu kynni. Reyndar bara recycled Sportkaffi en maður getur þó allavega treyst á að sjá kunnugleg andlit :) Síðan verður maður að fara kíkja á 22 aftur, orðið of langt síðan síðast.

Í dag var veðurblíðan nýtt, labbaði vestur í bæ í góða veðrinu í sumarpilsinu og fékk alveg útlandafílinginn í æð. Sérstaklega þegar ég mætti e-s konar rastafara [ok smá fært í stílinn] sem heilsaði mér [að ég held] a la Jamaica. Hann muldraði allavega e-ð þegar við mættumst. Austurvöllur var pakkaður af fólki, allir að kíkja á ljósmyndasýninguna flottu. Rúntinum lauk síðan í Hafnarfirðinum þar sem við Gústi borðuðum pítsu úti á svölum. *phew!* jæja, þá ætti glerhúsið að vera límt saman held ég ;)

já, hverjar eru þetta??? sá bara link á mig [takk takk] og sá að það var linkað á ansi marga af mínum vinum og kunningjum, er ég bara alvarlega dofin eller was?

listening:
Blondie

[hugsað kl 18:41|#| ]


5.6.03
just the way you are
JESSSSSSS!!!! Kannski fæ ég þá loksins að heyra Just the way you are live!!! Anybody wanna come with me???
[hugsað kl 18:40|#| ]


samviskan að plaga mann
Rauk í fússi upp frá tölvunni seinnipartinn í dag því apparatið tók upp á því að restarta sér í miðri djúsí færslu. Ekki gaman. Svo held ég að ég sé að verða lasin í ofanálag, höfuðið á mér er allavega ekkert alltof sátt og maginn sömuleiðis. Kannski þetta séu bara fráhvarfseinkenni, ég hef ekkert komist út að hjóla í dag :(

Það sem ég reyndi að segja fyrr í kvöld var hvað mér fannst asnalegt að átta sig á því inni í Máli&Menningu að ég vildi ekki eyða 2000,- í mjög flottar bækur [Tart Noir & Casino Royale] en ég var fullkomlega tilbúin til að eyða stórfé í skópar. [Þetta er basically innihald heillar færslu sem tölvan gleypti] En Vintage standurinn í M&M er rosalegur! Þó svo ég hafi bara nefnt tvær bækur voru ansi margar í viðbót sem færu vel í hillunni hjá mér. Mér finnst nefnilega cover á bæði bókum og geisladiskum oft vera svo flott að það væri glæpur að stilla þeim ekki upp. Er núna með 3-4 geisladiska á arinhillunni minni, þeir tóna nefnilega við myndirnar í kring :) Ian Fleming bækurnar í fyrrnefndum standi önguðu af James Bond kúli, svona James Bond a la Connery sko [og að sjálfsögðu Lazenby :p]

En eftir að hafa horft á mediocre bíómyndina 1969 þá fór samviskan að gera vart við sig, eða kannski frekar lífslöngunin? Veit ekki en eitthvað fór af stað og mér líkaði ekki niðurstaðan. Finnst ég vera föst inn í snjóbolta sem rúllar og rúllar, vefur upp á sig og ég kemst ekki burt. Ég er í námi sem mér líkar ekki, [ritskoðað] og já, í stað þess að gera það sem mig langaði til í kvöld þurfti ég að sofa til þess að geta nú vaknað á skikkanlegum tíma í fyrramálið. Skortir kjark til að gefa skít í þetta dót. Arg, ég er farin að sofa, vona bara að hausverkurinn og samviskan hverfi á meðan ég er í draumalandinu.

listening:
Joan Baez > Sweet Sir Galahad
Eric Clapton > Unplugged

[hugsað kl 01:19|#| ]


4.6.03
my poor bike
Aumingja hjólið mitt kom stórslasað úr hjólatúrnum. Sprungið á afturdekkinu :(

Annars var frekar fyndið að þegar við ákváðum frekar impromptu að kíkja í Vídjóhöllina, bæði til að skila mínum spólum og svo taka [Strange] Vibes svona upp á nostalgíuna að við báðum afgreiðslukonuna að sýna okkur myndina á skjánum svo við gætum verið vissar um að hafa rétta mynd. Jeff Goldblum, young&sweet, ásamt Cyndi Lauper voru því blöstuð út um alla vídjóleigu. We were not popular. Annars gerðist ekkert markvert núna á vídjóleigunni. Skrýtið. Myndin hefur nú alveg staðist tímans tönn þannig lagað séð, þeas ef maður var að fíla hana í denn. Jeff beibí Goldblum ennþá sætur, ekki kominn með sitt aftursleikta brilljantín hár og óþolandi tyggjó, og svo var skyrtan hans akkúrat nógu rifin til að sýna vænan skammt af bringuhárunum. Cyndi Lauper bara fín, þeas ekki dress-wise.

Svo sýndi ég enn einu sinni Handy Andy taktana og skipti um kló á Tiffany-lampanum hennar Birgittu. Ekki mikið mál, tveir vírar, tvö göt, hélt kannski að breska systemið yrði e-ð vesen. Á morgun verður svo gerð tilraun nr. 2 eða 3 til að kaupa sæta sumarskó! I will not surrender!

Svo er sumarið komið og fólk bara ástfangið hægri vinstri. Sumir verða svo mikil krútt þegar þeir eru skotnir, they know who they are ;)

[hugsað kl 02:36|#| ]


3.6.03
day two and counting
þá er dagur tvö í vinnunni búinn.

Í gær komst ég loks út á vídjóleigu [eftir að hafa farið í ansi langan hjólatúr btw.] og já, eins og venjulega, komu skrýtnar myndir til grein [hef séð flestar hinar sko :p] 'Sweet Home Alabama' var þó þrautalendingin ásamt hinni sænsku 'The Reunion' [eða Klassfesten på svensk] en eftir að hafa séð Tillsammans þá jókst trú mín á norrænum myndum, sérstaklega sænskum. SHA var skemmtilega fyrirsjáanleg og krúttleg þó menn hafi nú aðeins tapað sér í hillbilly/redneck fílingnum þarna í lokin. Sænska myndin byrjaði vel en æi, varð síðan að e-u moði þar sem aukapersónurnar voru mun mun skemmtilegri heldur en aðalpersónan, Magnus Midlife-Crisis. En eins og venjulega þá gerist e-ð 'skondið' þegar ég fer á vídjóleigur. Tók mér ferð upp í Vídjóhöll því Orri var svo móðgaður þegar ég sagðist frekar fara í Ríkið eða James Bönd en svo var hann bara ekkert að vinna! Eníhú, drengurinn sem afgreiddi mig varð e-ð svo hvumsa þegar ég sagði heimilisfangið mitt og spurði síðan:

"Miklabraut? Býrðu á Miklubrautinni sjálfri eða er þetta önnur gata???"
"Þetta er sjálf Miklabrautin"
"kúl."
Þetta toppar næstum söguna af því þegar ég pantaði e-n tímann pítsu og svo eftir mikið jamm japl og fuður við að koma heimilisfanginu á hreint þá kom spurningin: "Er þetta í Garðabænum???" Þannig að for future refernce, Miklabrautin er gatan sem liggur frá ljósunum á Snorrabraut/Bústaðavegi [áður fyrr Miklatorg þegar þarna var hringtorg] og lengst sem augað eygir/eigir e-t upp í uppsveitir. Og já, hún er kúl.
[hugsað kl 17:13|#| ]


2.6.03
and tonight's specials are...
one medium sized stuttering guy with long hair or slightly taller piercing man with spikes. What to do, what to do. Já, svona gerir maður ferðina á vídjóleiguna spennó :p

Any suggestions???

[hugsað kl 20:24|#| ]


mánudagur
Hversu blóðugt er það að hafa money to burn en enga skó til að kaupa??? Just because i don't have huge scary ass clownfeet!!! Var búin að ákveða að fara á Laugaveginn í dag eftir vinnu [yes you heard me correctly, i am now on the clock!] og kaupa mér sæta sumarskó. Er búin að sjá konur í ógeðslega sætum svona 'net' skóm með blómum á, bæði svart og svo í litum, og komst svo á snoðir um hvar þeir eru seldir. Kem í Skarthúsið og sé þessa týpu, jú þeir áttu 36 en í fjólubláu. I'm flashy but still, there are limits! Þá var Kron næsta stopp en flatbotna sætir sumarskór voru ekki í boði. Fullt af sætum háhæluðum skóm, en engir flatbotna. Come on people! Help me out here! I sought retail-therapy but got turned down! Sama var upp á pallborðinu í Kringlunni í síðustu viku. What's wrong with the world these days? ...things are weird here, Ross is famous!!!
[hugsað kl 19:13|#| ]


late at night
og af því ég nennti ekki út á vídjóleigu að taka Sweet Home Alabama verða soppy lög bara að duga. Arg. Á að mæta í vinnuna í fyrramálið og á eftir að gera of mikið fyrir þann tíma. [ritskoðað]

listening:
Diana Krall > Just the way you are [again :s]
Eric Clapton > Wonderful Tonight

[hugsað kl 01:39|#| ]


1.6.03
24hourpartypeople
mikið ógeðslega er ég þreytt. Í gær var staðið í flutningum, Birgitta og co. voru að flytja í Stigahlíðina og the fabulous five voru nú ekki lengi að koma tveim búslóðum þangað. Rosaflott hæð, soldið ruglingsleg svona í fyrstu en það hlýtur að venjast. Bjór og pítsa hafa aldrei smakkast eins vel og þarna í gær! Það var líka frábært að fara í sturtu og skola af sér flutningarykið. Um kvöldið voru síðan síðustu þættirnir í seríu 9 af Friends í boði Orra og Völu og við Vala í gríðarlegu Eurovision/ABBA/Með allt á hreinu-fíling. Svo þegar klukkan var að ganga fjögur var haldið niður í bæ, þeas við Vala, eftir að my scary allergic reaction had subsided :s Þ.e. eitthvað mjög skrýtið í gangi, þetta er í annað sinn sem ég fæ svona ofnæmisviðbrögð. Verð alveg eldrauð í framan [meir en venjulega] og öll flekkótt á höndunum, vægast sagt freaky. Felix, gamla Sportkaffi í nýjum búning, fær kudos fyrir góða Cheers-stemmingu ...where everybody knows your name og fína tónlist. 'Kvöldinu' var síðan slúttað með ljósmyndasýningunni á Austurvelli ásamt svo James Bond og bleikri köku á Grettisgötunni. Lagði af stað heim á mínútunni 6:00. I am one tired girl at this point.

listening:
Diana Ross & the Supremes

[hugsað kl 17:22|#| ]


mantra of the moment
---
“In everyone's life, at some time, our inner fire goes out. It is then burst into flame by an encounter with another human being. We should all be thankful for those people who rekindle the inner spirit.”

- Albert Schweitzer

stuff found today
---
04.08.03
adopt a sugarcube [wft!]
sykurmolarnir.com
toyboys better in bed?
orkneyjar.com
scottish blogs
ipod lounge
eat and drink and be married
...
male librarian
beeep.net
minderella
mike's place - lovely
i hate your taste in music
mash
ok ok

01.08.03
stupid penis tricks

31.07.03
tubagooba
irish girl abraod
tokyo shoes
wnp?'s blogroll
barrettchase.com
modern drunkard magazine

25.07.03
never alone
áróðursplaköt
eccentric london
100% onomatopoeic language
japanese onomatopoeia
jasmine aurora
london free list

16.07.03
mr.lomo
gusset
thorir.com
melbourneblogs
paperbackwriter
franki & jonny alan clarke
a stain on the country is worse than a stain on a blue dress
þeir lugu en það er engin afsökun

12.07.03

lucky stars
house of wigs
soviet invasion plan
20 questions
what's your bag baby?

07.07.03
fun fridge magnets
retail junky

29.06.03
acme

28.06.03
æðislegar töskur
are you going to heaven?
voodoo

23.06.03
before you can say 'Joey!'

20.06.03
10 songs that'll make you wanna dry hump your radio

19.06.03
absolutely vile
what's new pussycat?
is it love?

15.06.03
buddah's oracle
scary ass clowns!
ouija-boards
s-g i can get on board with!
reusablog
mef

05.06.03
80's tarot
sketchbook
ei-ei-o
digital serendipity

02.06.03
unshelved

30.05.03
how to make leis
summer ideas
national bbq day
how to: jamaican party

29.05.03
ameríska útgáfan af coupling
sew wrong

21.05.03
íslenska eurovision bloggið

20.05.03
blonde ambition
silke 6

19.05.03
George Bush CV

14.05.03
bondgirls

11.05.03
code pink
not martha
what mother's son
knitty.com

10.05.03
easy bake coven
drunken ferry boat woman

07.05.03
sass & bide
fishtanked
thistothat
hello, my name is scott

06.05.03
study abroad
the british museum compass
official mah-jong rules
anne...straight from the hip

03.05.03
LOMO umfjöllun BBC 4
lomography
young reykjavik

02.05.03
fotolog
the osbournes

01.05.03
orla kiely
nicola cerini
all about hugh
jackman's landing
mrs.parker

30.04.03
daily candy
prolific
thrift deluxe