e-mail   gáttin   gamalt   lomo  

various pics
---
27.06.03

21.05.03

07.05.03

03.05.03

01.05.03

30.04.03
30.11.02
Í gær var vísindaferð í Ölgerðina og þvílík snilldarferð sem það var! Það var lagt af stað kl korter í fimm, fyrst voru okkur sýndar nokkrar auglýsingar, síðan var farið í bjórpróf og síðan endað í kynningarsalnum þar sem bjór bjór og meiri bjór var á boðstolum. Þaðan var haldið á Pizza 67 og síðan heim til Völu og Orra í smá pre-partí áður en haldið var í bæinn aftur. 22 var síðan staður kvöldsins með sjálflýsandi gin&tónik og misgóðri tónlist. Þegar klukkan var að verða fjögur vorum við Ásta, Ed og Oliver bara eftir (ásamt fleiri skiptinemum sem ég man ekki/veit ekki hvað heita) og við Ásta ákváðum að call it a night...or so i thought. Mér fannst nefnilega alveg snilldarhugmynd að skella mér bara í fámennt partí hjá samstarfsfólki mínu í Hafnarfirðinum þá og þiggja boð um sófagistingu. "alveg eins farið í Hafnarfjörðinn núna eins og í fyrramálið" :s Er nefnilega núna í vinnunni og bölva sjálfri mér í sand og ösku fyrir að hafa ekki bara farið heim í nótt og í sturtu eins og venjulegt fólk! Ég er nefnilega á leiðinni í leikhús á eftir kl hálf-fimm! Æi, það var samt gaman!
[hugsað kl 11:40|#| ]


27.11.02
jæja, hvar á ég að byrja? Þar með er Derrida kominn og farinn, í bili allavega. Fyrirlesturinn gekk ágætlega þó svo að ég hafi týnst í miðjunni, kjaftstopp og rauð í framan. Þó svo að mín elskulega Alþjóðabraut hafi verið meingölluð að mörgu leyti, enda tilraun, þá má hún eiga það að við vorum látin flytja fyrirlestur eftir fyrirlestur eftir fyrirlestur og erum því nokkuð sjóuð í að tala fyrir framan fólk etc [...not any of this is based on tonight tough] og já, Powerpoint ætti að vera tattúverað á ennin á okkur for Christ's sake :) Mér fannst þetta soldið áberandi bæði þegar ég var í þýsku með 6-R í denn og svo áðan, að fólk er ekki vant því að halda fyrirlestra. Eníveis, ágætis lokatími í bókmenntafræði en ég held ég láti hana bara vera í framtíðinni. Síðasti fyrirlesturinn fjallaði um konur og bókmenntir, nokkurs konar femínista gagnrýni að mig minnir. Þetta var lang áhugaverðasti fyrirlesturinn að mínu mati og mig langar virkilega til þess að lesa þessa grein sem fyrirlesturinn var unninn uppúr. Netnördinn í mér fór strax að bera saman 'stelpublogg' og 'strákablogg' um leið og mismunandi ritstíll var til umræðu. Greinin hét 'Dancing Through the Minefield' að mig minnir, virkilega áhugaverð grein eftir Annette Kolodny. Já og á þessari stundu blossar upp í mér reiðin og ég held að ég láti bara þar við sitja.

Annars fannst mér frekar fyndið að 'hlera' umræðu íslenskunema (held það allavega, ef e-ð var að marka umræðuefnið) í dag í Árnagarði. Ég settist við borðin frammi í andyri smástund og innan skamms var ég umkringd íslenskunemum sem voru að ræða íslenskt mál, aðallega 'rangt' mál. Mér fannst þetta afskaplega fyndið "snobb" og þau skiptust á frægðarsögum, reynandi að toppa hvort annað í besserwissi. Sú sem ég man eftir var, að mig minnir, í yfirheyrslu hjá lögreglunni (í hvaða samhengi man ég ekki því miður, kannski meira spennandi saga) var viðkomandi spurður spurningunni: "Hvað skeði?" og svarið var:"það veit ég ekki, ég tala ekki dönsku" og hópurinn rak upp þennan líka hrossahlátur. Nú getur vel verið að samtöl okkar í enskunni hljómi álíka snobbuð en þetta fannst mér afskaplega fyndið á að heyra. Nú getur vel verið að þetta fólk hafi verið á fyrsta ári eða sérhæfi sig í bókmenntum en það hljómaði eins og það hefði nú ekki tekið ýkja marga málsögu- og/eða málvísinda kúrsa, enda staðhæfa þeir sem þykjast kunna e-ð í þeim fræðum að lifandi tungumál, þeas sem er í stöðugri þróun og ekki 'dautt', geti aldrei verið 'rangt.' Um leið og tungumál hættir að þróast, deyr það. Orð og heiti sem okkur eru töm í dag þóttu 'röng' fyrir örfáaum árum, þetta er stanslaus þróun og þar af leiðandi ekki 'röng.' Jú auðvitað fer það í mínar fínustu að heyra 'ranga' fleirtölu eða 'rangt' fall notað en þetta er eðli máls. En þetta var samt fyndið og ég var lengi vel að spá hvernig þau myndu bregðast við ef ég tæki mig til og blandaði mér í samtalið þar sem þetta var nú einu sinni hringborð og ég sat þarna á undan ;)

[hugsað kl 16:33|#| ]


Á morgun er hinn títtnefndi Derrida fyrirlestur! Í kvöld var hist heima hjá Ingibjörgu og fyrirlestur morgundagsins massaður! Derrida for dummies :) Mitt framlag var aðallega tölvuvinnsla (lesist: innsláttur (ég var í VÍ, Vélritunarskóla Íslands, vei þeim sem fattar ekki djókið) og powerpoint show (ég var í Verzló)) já og svo umorða setningar. Mér finnst ömurlegt að hafa ekki gert meira en þetta er ekki á færi annarra en snillinga (lesist:Sibba) að skilja, ég get svarið það! Já, kvót kvöldsins er líka frá Sibbu:"hey! Monica Lewinsky í sjónvarpinu!" [Kelly Osbourne í sjónvarpinu] Eníhú, það eina sem hefur komist að hjá mér undanfarið er sætasta íbúð í geimi sem ég sá í fasteignablaði Moggans! 2ja herbergja risíbúð á Vitastíg með upprunalegum gólfborðum etc Mig langar SVOOOOO í hana!!!! [innskot:mikið ógeðslega er þáttur 5 úr seríu 9 af Friends góður!!!] Á e-r ca. 6 milljónir aukalega til að lána mér? *snökt* Ef svo ólíklega vill til að eigendurnir lesi þetta: PLÍÍÍÍÍÍS viljiði geyma hana þar til í ágúst/september á næsta ári??!?!?!

p.s. það er ekki sniðugt að skilja eftir viðarplanka í haug á stofugólfinu! Ég kveiki ekki endilega ljósin þegar ég labba um íbúðina um miðja nótt leitandi að bókasafnspokanum mínum og á það til (einstaka sinnum, ótrúlegt en satt) að hrasa um þá og hrynja í gólfið með tilheyrandi braki og brestum!!!

[hugsað kl 03:43|#| ]


24.11.02
Ágætis tilbreyting að eyða laugardagskvöldi heima í rólegheitunum. Finnst ég ekki hafa verið heima hjá mér í háa herrans tíð :s Var svolítið að velta því fyrir mér í dag að hafa þetta dót á ensku framvegis en þar sem þetta er í rauninni síðasta tengingin við hið ástkæra ylhýra er það kannski ekkert allt of sniðugt. Allir tímar eru á ensku, allar skólabækur á ensku og ég hef ekki lesið bók á íslensku mér til gamans í langan ´tima! Samtöl við vini mína fara fram á svona ísl-ensku, byrjum á íslensku en erum allt í einu komin út í enskuna! Allavega, þetta verður á íslensku e-ð lengur.
Skrapp á svona mini-reunion úr grunnskólanum mínum á fimmtudagskvöldið á Sólon. Við jaðar-nördarnir sem vorum hvað mest saman í denn höfum alltaf jafn hátt þegar við hittumst, vorum að velta fyrir okkur hvort hitt fólkið þarna inni talaði ekki saman en áttuðum okkur svo á að það vorum við sem töluðum extra hátt ;) Erum svo greinilega komin með alzheimer-light þar sem við gátum ekki munað hverjir voru með okkur í bekk og hverjir voru hættir, hverjir eiga börn o.s.frv. Börnin eru nú reyndar ekki nema 4, við gátum allavega ekki talið upp fleiri ;) Ólíklegasta fólk er svo komið í lögguna, gift og komið með börn! Aðrir koma minna á óvart.
Svo var það Harry Potter á föstudagskvöldið og þessi mynd er æði! Hún kom jafn mikið á óvart og númer eitt voru mikil vonbrigði! Það er reyndar frekar langt síðan ég las bók númer tvö síðast þannig að smáatriði og slíkt voru ekkert að angra mig neitt sérstaklega, það var aðallega þýðingin sem fór fyrir brjóstið á okkur "fullorðna" fólkinu í salnum. Og svo á morgun er það The Importance of Being Earnest :)
[hugsað kl 02:16|#| ]


22.11.02
Deginum var eytt í Smáralindinni í að bíða í röð. Sökum þess að ég vini sem eru forfallnir LOTR aðdáendur beið ég með hinum bólugröfnu unglingsstrákunum í röð eftir miðum á forsýninguna á Two Towers :s Við röltum nú aðeins um Smáralindina og þar á meðal kíktum við inn í Topshop. Undanfarin ár hefur nú yfirleitt ekki verið mikið þar sem ég fíla en vá hvað ég hefði viljað strauja kortið þar inni :) Eyrnalokkar, teygjur, armbönd, skyrtur, bolir, töskur etc. Svo náttla allt stígvélaúrvalið í Bossanova *snökt* Oh hell, i've got gorgeous red shoes, what more could i need? ;) En núna er það Harry Potter 2!!!!!!!!!!

I'm Death!
Which Member of the Endless Are You?
punk
what fucked version of hello kittie are you?

brought to you by Quizilla



Jolly good, wot! Anyone for tennis? That'll be ten ponies, guv. You're the epitome of everything that is english. Yey :) Hoist that Union Jack!

How British are you?

this quiz was made by alanna



[hugsað kl 18:32|#| ]


20.11.02
Í gær var haldið upp á jólin í kjallaranum. Malt & appelsín, piparkökur, pítsa og soundtrackið úr Grease ásamt þeim Þóri og Gústa. Ástæðan fyrir þessum bráðgeru jólum (ég veit alveg að orðið 'bráðger' á ekki við í þessari setningu, mér finnst það bara svo fyndið og með jólum myndar það alveg frábæra heild; bráðger jól ;) var sú nýbreytni hjá Ágústi að hann var búinn að kaupa jólagjöfina mína og vildi ólmur koma henni til skila. Enda var þetta snilldar gjöf, Doob Doob O Rama 2 á vínyl!!!!! Nú á ég þrjár plötur, Strumpajól sem ég fékk á e-m útsölumarkaði fyrir jólin þegar ég var varla eldri en tvævetur, Í fylgd með fullorðnum m. Bjartmari Guðlaugssyni og svo þessa. Úff hvað ég get ekki beðið eftir að skell'enni undir nálina og hlusta á byrjunarsnarkið áður en tónlistin byrjar :)

Nú er ég í vinnunni minni þar sem búið er að taka fyrir öll svokölluð 'stutt lán' þ.e.a.s. skólabækur eru ekki lánaðar punktur. Steinunn yfirmaður minn, sem er venjulega ljúfmennskan sjálf uppmáluð, trompaðist víst í dag og setti þessi bráðabirgðalög sem gilda þar til öll vanskil eru komin í hús. Hasar á bókasafninu ;) En já, ég er í Verzló og það er greinilega e-r ræðukeppni framundan og vá hvað ég er komin með leið á að hlusta á Hafsteinn Þór Hauksson vera með búktal! Það er alveg sama hvaða einstaklingur það er sem er að tala, þetta hljómar allt eins og Hafsteinn í mínum eyrum. Sami taktur og sama hljómfall og ég nánast þori að fullyrða sama orðaval! Arrg, af hverju má ekki taka upp e-ð nýtt? Má ekki Búffi eða Ragnar fá að hljóma e-n tímann? Mér fannst þeir persónulega mun skemmtilegri en Hafsteinn vinnur, það er víst það sem blífur. Ég er samt komin með ógeð af ræðukeppnum.

20.nóvember! Hvernig í ósköpunum getur tíminn flogið svona áfram og hreinlega framhjá manni??? 29.nóv er síðasti kennsludagur for fuck's sake! Og hvaða vesen er á Bögger núna?

[hugsað kl 18:53|#| ]


16.11.02
ÉG HATA DERRIDA! Og með þeim orðum lýkur umfjöllun minni um bókmenntafræðiverkefnið.
Í gær var svona mystery tour hjá enskunni, þeas bíóferðin fokkaðist upp og fólk gat ekki komið sér saman um hvað skyldi gera, hist var á Pizza 67 og þar átti að ákveða nánar plan kvöldsins. Við fjórar sem mættum ákváðum að halda okkur bara við miðbæinn og skelltum okkur því næst á Kofa Tómasar frænda. Eftir enn eitt buxnafíaskóið gat ég ekki dregið það lengur að fara versla mér buxur. Ég fór í Kringluna og var þar í hálftíma. Ég hef aldrei verslað jafn mikið á jafn skömmum tíma en þetta var allt mjög notadrjúgt og bara augnskugginn sem var svona 'ég-þarf-ekki-dót' ;) Keypti mér buxur, jakka, ilmvatn og augnskugga, allt á hálftíma. Ég er nú samt enn að velta því fyrir mér hvort Episode II sé þess virði að eiga :s En nú er víst kominn tími á að við Orri vinnum Birgittu og Völu í Canasta.......
[hugsað kl 18:08|#| ]


15.11.02
...more chins than a chinese phonebook!
Í gær var Austin Powers-vídjókvöld hjá enskunni, AP 1 & 2 back to back :) Persónulega finnst mér mynd tvö best og númer þrjú langsamlega síst! En díalogið í þessum myndum er pjúra snilld eins og fyrirsögnin gefur til kynna. Ég var áfram með tilraunastarfssemi í eldhúsinu í gær, grænmetis tandoori réttur varð fyrir valinu að þessu sinni. Allskonar rótargrænmeti skellt í pott ásamt karrí, tandoori masala og fleiri kryddum. Með þessu var svo e-s konar raita sósa og naan brauð. Namm. Það áttu reyndar að vera kjúklingabaunir í þessu líka en þær þarf að leggja í bleyti mörgum klst áður svo það kom ekki til greina. Svo má bara skella afgangnum í öbbann í hádeginu daginn eftir :)

Annars horfði ég líka á þennan þátt um ameríku-væddu kóreysku brúðirnar og kræst! ég vissi varla hvort ég átti að hlæja eða gráta en ég hallast nú samt að því seinna. Og að hlusta svo á einn tala um að lasagna-ð sem unnustan eldaði í 'húsmæðraskólanum' væri nú ekki eins gott og hjá mömmu (...don't get me started on this!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!) en það hlyti að batna með tímanum, missti ég mig gjörsamlega! Greyið búin að skrá sig í þennan ömurlega skóla, busting her ass off cooking og fær svo bara svona la-la undirtektir hjá unnustanum. Síðan var annar sem fullyrti blákalt að [insert Korean name here] yrði bara að skilja að starf hans væri í fyrsta, öðru og þriðja sæti, þannig væri þetta bara. Það væri það mikilvægasta í hans lífi þessa stundina og hann væri ekki alveg viss um hvort það væri pláss fyrir hana líka, nb. eftir að hún útskrifaðist úr þessum blessaða skóla og búin að sannfæra foreldra sína um að þetta yrði í lagi!

Svo fór ég til tannlæknisins áðan og kom heim fimm þúsundköllum fátækari. Það er eiginlega viðeigandi að tannlæknirinn minn sé staðsettur í Valhöll, enda kemur ekkert gott þaðan, bara sársauki í skiptum fyrir peninga ;) Annars er hann nú fínn kall, hann Gulli, þó svo ég virðist vera ein um þá skoðun. Hann er ekkert að eyða tímanum í tilgangslaust blaður um hitt og þetta eins og svo margir. Gamli tannlæknirinn minn samkjaftaði ekki á meðan maður var inni og virtist alltaf vera bíða eftir svari frá manni þó svo að báðar hendurnar væru á kafi í munninum á manni :s En umsögnin var nú að ég væri með fínar tennur miðað við aldur og fyrri störf.

[hugsað kl 15:54|#| ]


13.11.02
....Back to the drawing board
Mental note: do not freak out over stupid people out in the hallway before you have made sure it is empty! Jebbs, undirrituð gerði sig að þvílíku fífli áðan, ekki í fyrsta skipti ;) Eftir það skeytti ég skapi mínu á fólki sem sýndi bókaverði ekki tilhlýðilega virðingu, já ...funnily enough, i have too much power :)

ég skv. kínverskri stjörnuspeki. OK, nú er ég búin að minnka myndina etc en þetta er samt alltof alltof gróft fyrir minn smekk, þeas áferðin á stöfunum :( *snökt* i stayed up all last night doing this...

[hugsað kl 19:31|#| ]


ARRRG! nýja lúkkið er svo sætt á laptopnum en er svo bara e-ð skrímsli í stóru tölvunni!!!!!!!
[hugsað kl 17:43|#| ]


10.11.02
lasin
Nú virðist kvef-flensan sem hefur verið að magnast undanfarnar vikur greinilega að ná hámarki sínu; nefrennsli, hausverkur, almennt slen og slappleiki etc. Fúlt. Í kvöld var því glápt á sjónvarpið, mikið og lengi. Síðan var farið á msn og verið enn lengur. Á morgun er stefnan tekin á Shakespeare törn upp í skóla, sjáum til hvort það tekst, eða réttara sagt hvort ég geti slitið mig frá Eastenders nógu lengi ;) Ég var nú reyndar frekar menningarleg í dag, skrapp á Arne Jacobsen sýninguna á Kjarvalsstöðum með Jóhönnu og Birgittu, við fórum síðan og keyptum okkur miða á Harry Potter :) Hreinlega varð að pósta þessa mynd hérna, ef þetta er ekki ég þá veit ég ekki hvað:


[hugsað kl 04:42|#| ]


9.11.02
góð fyrirsögn
jæja, Sigríður komin heim úr vísindaferð í Íslandspóst. Þetta var hin fínasta skemmtan, Pósturinn veitti vel og fólk held ég skemmti sér almennt vel. Eftir heimsóknina var haldið á Vegamót þar sem sumir fengu sér e-ð í gogginn, aðrir drukku bara meir og í heildina var spjallað ansi mikið. Þaðan var farið á Vídalín en stemmingin dalaði og við fórum flest heim uppúr ellefu, bara Ásta og Ingibjörg sem voru hvað harðastar í djamminu. Það verður gaman að heyra í þeim á morgun. Kannski ætti ég að útskýra kanadísku eskimóana fyrir henni Stínu? Ég var sumsé að gera verkefni í bókmenntafræði um söguna 'Storyteller' sem fjallaði um kanadíska eskimóa/indjána stelpu. Fín saga en leiðinlegt verkefni. Annars held ég að ég sé farin að sofa og hef áhyggjur af hinum ýmsu hlutum, vona að fólk taki ekki hluti sem ég segi of alvarlega, ég hef gaman af því að ýkja ;)
[hugsað kl 00:38|#| ]


8.11.02
it's like i have a wife in the fifties!
Er ekki kominn tími á sottla gleði færslu? Í gærkvöldi var frammistöðu Þóris fagnað með pítsum (já, Jóhanna, pítsum!) og kampavíni. Skv. myndavélinni minni voru Þórir og Hjalti á svæðinu, engir aðrir.

Í kvöld hélt ég svo matarboð. Grænmetis cannelloni-ið var réttur kvöldsins ásamt svona brownie eftirrétt enda Gestgjafinn næstum búinn að sparka Livingetc úr sæti sem biblía Sigríðar ;) Gestirnir voru þeir Brynjar og Egill, þeirra hlutverk var að koma með rauðvínið og áttum við þessa líka fínu kvöldstund þrátt fyrir að Alþjóðakvöldið hafi ekki verið sótt heim. Systir mín reddaði mér fyrir horn þegar öll créme broulee form Kringlunnar voru uppseld með því að lána mér muffins formið sitt :) Röðin er því komin að Agli og hans líkama að brauðfæða okkur Brynjar, hér með lýkur umfjöllun um líkama Egils. Eftir að gettó-búarnir voru farnir fékk ég svona spur-of-the-moment hugmynd, að klippa á mér hárið og viti menn, ég lét bara af því verða. Það verður gaman að sjá svipinn á fólki í fyrramálið ;) Ég kenni að sjálfsögðu rauðvíninu um þetta ;) En jæja, hvað segiði? Kanadískir eskimóar já...

[hugsað kl 01:04|#| ]


7.11.02
melancholy
[ritskoðað]
[hugsað kl 12:33|#| ]


6.11.02
hvað er í gangi?
Af hverju er Bögger í fokki? Eníhú, vildi bara óska Þóri innilega til hamingju með þessa frábæru einkunn!
[hugsað kl 15:27|#| ]


5.11.02
green eggs & ham
[varúð, ekki fyrir viðkvæmar sálir]
Undanfarna daga hef ég átt í alveg ótrúlega djúpum samræðum við vini mína og er í markvissu átaki að útiloka skíthæla&annað leiðinlegt fólk úr daglegu lífi mínu. Held að átakið sé bara í góðum gír og ég er alltaf að átta mig betur og betur á hversu góða vini ég á. Sama hvað fólk heldur, þá er ég að reyna rækta samband við alla og ætla mér ekki að vera of upptekin eða slíkt, í alvörunni! Og svona í tilefni af því að ég er ófær um að segja þetta face to face: Mér þykir alveg óendanlega vænt um ykkur allar og alla, ég á bara frekar erfitt með að hleypa fólki að mér og hvað þá að sýna fólki hvað mér þykir vænt um það.
[hugsað kl 01:30|#| ]


3.11.02
sunnudagsbloggið
Þá er nóvember kominn og jólin alveg á næsta leyti! Þ.e. vonandi að þessi mánuður verði ekki jafn geðveikur og sá síðasti. Ég skrapp með Gústa á Shalimar í gærkvöldi (já þar sem Tiger er kokkur btw!) þar sem maturinn var góður en sterkur og þjónustan ekki sú hraðvirkasta í bænum. En það var orðið alltof langt síðan ég fékk mér indverskan!!! Eftir matinn voru vandamál heimsins leyst til að verða þrjú. Í samræmi við það vaknaði ég ekki fyrr en omnibusinn alræmdi byrjaði. Svo var kominn tími á duglegheit, setti allar myndir vetrarins inn á BOG online og nú ætla ég að reyna setja eitthvað af mínum mínum inn...(fyrst Will&Grace samt! ;)
[hugsað kl 20:08|#| ]


2.11.02
rólegheit
Fór til Halloween partýið hjá Bjarna og Unni í gærkvöldi og tók þá stefnu að sitja bara sem fastast á einum stað því vængirnir tóku bara of mikið pláss. Þetta var mjög fínt, hitti fólk etc. Eftir buxna-fíaskó gærdagsins ákvað ég að þvo allar buxur sem ég á, bæði spari og hversdags. Þetta var ágætis hugmynd nema hvað ég gleymdi að taka þær úr þvottavélinni og í morgun þegar ég ætlaði að skella mér í nýþvegnar buxur og fara í vinnuna, var eina úrræðið að fara í blessað pilsið aftur (og nei, mér þótti það ekki leiðinlegt ;)
[hugsað kl 13:57|#| ]


*cue music*don't stand so close to me
needs boost



You Don't Need a Boob Job, But You Do Need a Boost


Push up bra. Ever heard of it? Girl, you sure can

give the illusion of being stacked. But in the end,

you're still on the small side. Consider surgery.



Do *You* Need a Boob Job? Click Here to Find Out!

More Great Quizzes from Quiz Diva

romantic nipple



You Have a Romantic Nipple!


It's just like a fairy tale...

Except that your nipple is showing!



What Nipple Do You Have?

More Great Quizzes from Quiz Diva

jæja, halloween partý númer tvö að baki og ég vil ekki fara úr búningnum mínum! Þakka Veru og Gústa fyrir kvöldið ásamt hinum sem ég nenni ekki að telja upp. Vil samt biðja Hrafnkel afsökunar á að hafa eyðilagt bernsku hans ;) annars langar mig SVO í indverskan mat núna....en það eina sem er í boði er samloka með skinku og osti damn, ég ætla að láta þessu lokið í kvöld áður en ég segi e-ð sem ég ætti ekki að segja...

[hugsað kl 03:51|#| ]


1.11.02
how do you spell yauwsa?
yikes hvað það var æðislega gaman í gærkvöldi!!! Eftir svefnlitla nótt þar sem fröken Sigríður sat og saumaði (já og horfði á Star Wars back to back) var farið í salinn og skreytt, útkoman glæsileg að vanda. Heimatilbúnu graskerin, legsteinarnir og fullt fullt af blöðrum komu vel út. Svo fór nefndin á KFC og safnaði orku. Ég lenti í smá svona búninga emergency, toppurinn sem ég eyddi allri nóttinni í að sauma var algjör hörmung! kl fjögur var því reynt að klára búninginn og flottasta pils ever saumað! Vængir og töfrasproti fiffaðir og voilá! Little-miss-sixties-faery-godmother dressed in black! Með vott af glimmeri og vopnuð partýlögum var undirrituð tilbúin á djammið. Við hittumst nokkrar heima hjá Birgittu að 'dressa okkur upp' og svo var farið í salinn, let the party begin. Fólk var almennt duglegt að koma í búningum, man bara eftir Oliver sem mætti ekki í búning. Atli kom sem mjög sannfærandi hann sjálfur og átti í mikilli samkeppni við Jóhönnu og Robyn um besta búninginn ;) Jóhanna og Kalli villtust soldið í tíma, Elizabeth Bennett & partner, en stóðu sig nú samt vel í að djamma með nútímafólkinu. Robyn var í mjög fyndnum búning og átti alveg fáránlega vel við hana, veit ekki af hverju ólétt&útkysst nunna teygandi rauðvín af stút á svona vel við en þetta var bara mjög becoming ;) Ásta var blue alien thingy, Ingibjörg var vampire/morticia addams, Sibba Tigger (...not to mention co-creater of blöðrublak m. diskóreglum ;) Heidi Rauðhetta, Vala fellow faery, Jóhanna Ýr(r) cereal killer, Ásta KR-ingur, Bússi belja, Útlendingarnir voru flestir spooky looking, vampýrur o.s.frv. Eeeeek, þetta var svo skemmtilegt kvöld sem endaði í fámennu eftirpartýi hjá Ástu beib.
[hugsað kl 14:26|#| ]


mantra of the moment
---
“In everyone's life, at some time, our inner fire goes out. It is then burst into flame by an encounter with another human being. We should all be thankful for those people who rekindle the inner spirit.”

- Albert Schweitzer

stuff found today
---
04.08.03
adopt a sugarcube [wft!]
sykurmolarnir.com
toyboys better in bed?
orkneyjar.com
scottish blogs
ipod lounge
eat and drink and be married
...
male librarian
beeep.net
minderella
mike's place - lovely
i hate your taste in music
mash
ok ok

01.08.03
stupid penis tricks

31.07.03
tubagooba
irish girl abraod
tokyo shoes
wnp?'s blogroll
barrettchase.com
modern drunkard magazine

25.07.03
never alone
áróðursplaköt
eccentric london
100% onomatopoeic language
japanese onomatopoeia
jasmine aurora
london free list

16.07.03
mr.lomo
gusset
thorir.com
melbourneblogs
paperbackwriter
franki & jonny alan clarke
a stain on the country is worse than a stain on a blue dress
þeir lugu en það er engin afsökun

12.07.03

lucky stars
house of wigs
soviet invasion plan
20 questions
what's your bag baby?

07.07.03
fun fridge magnets
retail junky

29.06.03
acme

28.06.03
æðislegar töskur
are you going to heaven?
voodoo

23.06.03
before you can say 'Joey!'

20.06.03
10 songs that'll make you wanna dry hump your radio

19.06.03
absolutely vile
what's new pussycat?
is it love?

15.06.03
buddah's oracle
scary ass clowns!
ouija-boards
s-g i can get on board with!
reusablog
mef

05.06.03
80's tarot
sketchbook
ei-ei-o
digital serendipity

02.06.03
unshelved

30.05.03
how to make leis
summer ideas
national bbq day
how to: jamaican party

29.05.03
ameríska útgáfan af coupling
sew wrong

21.05.03
íslenska eurovision bloggið

20.05.03
blonde ambition
silke 6

19.05.03
George Bush CV

14.05.03
bondgirls

11.05.03
code pink
not martha
what mother's son
knitty.com

10.05.03
easy bake coven
drunken ferry boat woman

07.05.03
sass & bide
fishtanked
thistothat
hello, my name is scott

06.05.03
study abroad
the british museum compass
official mah-jong rules
anne...straight from the hip

03.05.03
LOMO umfjöllun BBC 4
lomography
young reykjavik

02.05.03
fotolog
the osbournes

01.05.03
orla kiely
nicola cerini
all about hugh
jackman's landing
mrs.parker

30.04.03
daily candy
prolific
thrift deluxe