e-mail   gáttin   gamalt   lomo  

various pics
---
27.06.03

21.05.03

07.05.03

03.05.03

01.05.03

30.04.03
30.6.02
success!
þá eru armarnir komnir aftur á blessaðan sófagarminn með smá hjálp frá mömmu. Hún kom líka með lausn á hinu vandamálinu svo nú á bara eftir að sauma utan um púðana, til þess þarf ég meira efni. Mental note: fara í IKEA á morgun (as if i'd forget ;) Þá á bara eftir að festa upp hilluna, sletta málningu á nokkra staði sem gleymdust um síðustu helgi, láta saga út fyrir sig MDF plötur og já, ýmislegt fleira. Það verður því e-r bið á að ég geti farið að bjóða til mín fólki aftur.
[hugsað kl 21:50|#| ]


sore thumbs vs all thumbs
þá er ég búin að hefta allt efnið á 2-sæta-sófann og búin að skrúfa annan arminn aftur á. Það var vægast sagt ekki létt og held það hafi hafst á þrjóskunni frekar en verklagninni undir lokin. Ætlaði sko ekki að viðurkenna það fyrir sjálfri mér og öðrum að ég gæti ekki sett blessaðan sófann saman ein! (og er enn ekki búin að gefa upp alla von um hinn arminn!!!) Horfði á Magnolia áðan eftir að hafa heyrt góða hluti um hana en þetta er örlítið of steikt mynd fyrir mig. Væri líklegast betri ef hún væri í svona stuttmyndaformi. Froskadótið var svo til að kóróna allt. Talandi um steiktar myndir:




you're american beauty. you're full of hope and appreciate the beautiful things in life.

take the which prettie movie are you? quiz, a product of the slinkstercool community.


[hugsað kl 17:58|#| ]


29.6.02
litli frændi
Gabríel Gauti litli frændi minn var í pössun hjá mér í kvöld. Í stað þess að velja Harry Potter á vídjóleigunni var verkið Skólalíf stúderað í þaula. Þó svo vissulega sé kvikmyndin ætluð yngri áhorfendum er tónlistin kannski meira fyrir þá sem eldri eru. Það breytir því nú samt ekki að horfa á kvikmynd er góð skemmtun...zzzz

litli frændi

[hugsað kl 21:58|#| ]


IKEA
var að koma af útsölunni í IKEA (að sjálfsögðu var ekkert sem ég þurfti á útsölu!) og verslaði svona eins og eina hillu, eina tröppu, djúpar skálar og svo borð undir sjónvarp/vídjó og gettóblasterinn góða. Setti inn nokkrar myndir af því þegar ég setti e-ð af þessu saman.

17:57 > Datt í hug að setja inn eina mynd af því þegar sófinn er að fá ný föt!

þarna er ég búin að taka annan arminn af og er að heftibyssast


[hugsað kl 15:37|#| ]


Auður Haralds
Ég var að klára Hvunndagshetjuna e. Auði Haralds áðan, langt síðan ég 'gleypti' bók á íslensku. Þessi bók er alveg frábær fyrir þá sem lásu Elíasar bækurnar hérna í denn, þetta er í sama stíl en bara fyrir eldri markhóp.

Annars skrapp ég með Ásu vinkonu minni í bíó í gær, á Van Wilder. Úff, úff og aftur úff. Ég bjóst nú bara við e-i dellu en dísus kræst, að horfa á Töru Reid búna að nauðga brúnkukreminu og fara með ársbirgðir af svörtum eyeliner morning noon & night var of mikið. Svo hefði þetta gengið upp hefðu handritshöfundarnir ekki reynt að troða e-m gúddí gúddí boðskap inn í endann. Síðan var haldið á Vegamót í smá stund og þar urðum við vitni að skondnu atviki. Hópur af 17 ára gömlum krökkum (nb. aldurstakmarkið er 22 ár) fengu sér Stroh skot og það fór ca. hálftími-þrjúkorter í að lýsa því yfir að þetta væri sko 80%, aftur og aftur og aftur. Mér finnst nú frekar illa farið með gott romm, best að setja þetta út í kakó en ekki að gleypa í einu skoti.

[hugsað kl 11:13|#| ]


28.6.02
II
Hvað er betra en að vera á Tónó og hlusta á Led Zeppelin?
[hugsað kl 14:29|#| ]


föstudagur
af því það er föstudagur er ég ofboðslega stimamjúk og kurteis, óska fólki góðrar helgar og brosi allan hringinn. Jafnvel þó ég fái ekki einu sinni góðan daginn tilbaka er ég samt kurteis. Ég er sumsé fyrirmyndar afgreiðsludama núna. Frasinn ...svo erum við með upplýsingaborð á 2.hæðinni, á hægri hönd þegar þú kemur upp stigann er orðinn útjaskaður fyrir löngu síðan og klukkan ekki orðin tvö.
[hugsað kl 13:13|#| ]


ibiza-fílingur
Þ.e. sko Ibiza-fílingur hérna í vinnunni núna, e-r Europop tónlist í gettóblasternum, ...every man is an island and i'm Ibiza ;) Og nú er komið kaffi...

Í tilefni af þessu breska gróðurveðri er ég að gera lista yfir allflestar bækur hér á safninu yfir gróður/garðrækt. Ég hef aldrei verið mikið fyrir garðrækt og eina blómið sem nokkurn tímann hefur lifað hjá mér var e-r forláta Hawaii-rós sem blómstraði og blómstraði og blómstraði o.s.frv. Annars tekst mér yfrleitt að drepa þau á skömmum tíma. Svo hef ég eftir áreiðanlegum heimildum að það sé útsala í IKEA um helgina! Eins og allir vita, þá er IKEA engin venjuleg búð og alltaf hægt að finna e-ð þar. En núna er hádegismatur.

[hugsað kl 09:34|#| ]


úrvinda
ég er búin að vera þreytt í allan heila dag, af hverju í ósköpunum? Svaf alveg nóg, borðaði þennan líka fína hádegismat (couscous með gúrkum og tómötum, namm) stútfullan af næringarefnum og gerði síðan voða lítið eftir vinnu, eiginlega nákvæmlega ekki neitt. Vantar mig vítamín enn á ný eða hvað? Svo ætlaði ég að reyna peppa mig e-ð aðeins upp með því að blása hárið mitt slétt í kvöld og svoleis dúllerí en hef ég orku í það? Hvur veit, allavega ekki ég.

Svo eru allir að fara eitthvað út úr bænum um helgina nema ég, hvað er í gangi? Ég vona bara að það verði súper gott veður í bænum því þá get ég verið úti í garði að klæða sófana (þeas ef HSÆ Verktakar finna heftibyssuna *keeping fingers crossed*) og náð mér í smá lit ásamt því að hárið mitt verður ogguponsu ljósara.

[hugsað kl 00:14|#| ]


1001 nótt
Disney Princesses
Which of the Disney Princesses are you?

[hugsað kl 00:03|#| ]


27.6.02
arg
ég er í e-u voðalegu óstuði núna, illt í fótunum mínum og þreytt almennt. En þá er bara að grafa djúpt eftir góða skapinu og kódak-brosinu, ikke?
[hugsað kl 16:58|#| ]


myndagleði
Þá er smotteríis myndasíða komin upp fyrir myndir teknar með Bondinum, flestar myndirnar eru teknar á low-res svo þær eru ekkert alltof skýrar. Fólkið á flestum myndunum heita Ágúst, Óli og Þórir.
[hugsað kl 02:46|#| ]


26.6.02
pre-grillblogg
jæja, búin að vera leika mér með nýja dótið í allan dag og úbbs, fyrir slysni eyddust 40 myndir! *snökt* Hérna eru samt svona dæmi um stærð og gæði:

Þetta er á high res og ég get tekið 20 stk af svona en aftur á móti er þetta low res:

Ég á að geta tekið 80 stk af þessum. Ég er bara nokkuð sátt við þetta allt saman, miðað við verð o.s.frv.
[hugsað kl 19:10|#| ]


digital dilemma
vei, enn og aftur fór ég að versla raftæki í Firðinum. Í þetta sinn var það digital vél a la James Bond ;) Við Tinna röltum út í hádeginu og versluðum okkur sitthvora vélina og síðan hef ég verið að mynda samstarfsfólkið, þær myndir set ég inn í tölvuna þegar ég kem heim á eftir. Myndgæðin eru ekkert rosaleg en alveg nóg fyrir mig. Það sama gildir um þetta og gettóblasterinn sem ég keypti í gær, þetta dugar þar til ég hef efni á betri tækjum. Komst reyndar að því í dag að ég hefði getað fengið geislaspilara og magnara ókeypis í dag, grrr..., en það er svona að heita Sigríður Reynisdóttir og vera seinheppin.

Monsjör Bífíter talar eins og hann sé á leiðinni í hlaðborð á Holtinu, ég ætlaði nú bara að kaupa e-ð tiltölulega fljótlegt og gott, svo verð ég líklegast á bíl (þori ekki í strætó upp í Grafarvog þar sem ég yrði pottþétt rænd eins og heimskur túristi í Marokkó) þannig að ekkert áfengt verður drukkið með. Nema sko ef e-r góðhjartaður nennir að pikka mig upp í leiðinni. Hvurjir verða á staðnum btw.?

[hugsað kl 12:50|#| ]


grillerí
Í gærkvöld ákváðum við Þórir að það skyldi grillað í H.... (þar sem hann á heima, man ekki í augnablikinu hvar) svo nú er spurningin hvað á maður að grilla? Hef ég tíma í fínu marineringuna hennar Jóhönnu? Eða verður það bara þurrkryddað úr kæliborðinu?
[hugsað kl 10:19|#| ]


25.6.02
ruglumbull

Sjáðu hvaða týpa þú ert

Já, næstum því rétt. Ég er oftast í sama húsi í Háskólanum og þessir ofangreindu hópar.

I am Emma Woodhouse!


Take the Quiz here!


jæja, skárra að vera Emma heldur en Catherine Morland! Elizabeth Bennet var nú líka í öðru sæti thank god!
[hugsað kl 22:08|#| ]


magnús
heitir ungur piltur sem yfirmanni mínum hérna á bókó finnst eiga svo ágætlega við mig, við erum sumsé bæði einhleyp og á svipuðum aldri. Hann er efnafræðingur er mér sagt, góður kokkur, á peninga fyrir íbúð en er að leita og já eins og áður segir, einhleypur. Jahá, þabbara sona. Svo á víst að vera auðvelt að snúa honum pólitískt séð en einungis vinstrisinnaðir sveinar koma til greina hjá frú Sigríði.
fyndið
[hugsað kl 17:15|#| ]


in da ghetto
Áðan keypti ég mér gettóblaster á einstöku tilboði í verslunarmiðstöðinni Firði. Tilboðið var reyndar búið en maðurinn var ekki búinn að taka skiltið úr glugganum svo ég græddi smá. Fyndið að afgreiðslumaðurinn reyndi alls ekkert að selja þetta blessaða tæki, sagði bara að það væri nú hálfgert dósahljóð í honum enda ekki við öðru að búast af tæki sem kostaði svona lítið. Síðan fannst honum merkilegt að vera selja Reykvíkingi eitthvað, spurði þess vegna hvort ég ynni í Hafnarfirði, svona til þess að vita nánari deili á þessari undarlegu stúlku sem verslar raftækin sín í Hafnarfirði.
[hugsað kl 16:39|#| ]


hözzlstaður númer 2
já, ég lenti aftur á sjéns með ófríðum útlendingum í dag, nema þetta gerðist á Hlemmi en ekki Thorsplani. 2 afar ófríðir Þjóðverjar gáfu sig á tal við mig og virkuðu frekar icky svo ég svaraði kurteislega með eins-atkvæðisorðum og forðaði mér síðan. Hvað er þetta með mig og afar afar ófríða útlendinga? (nú fór blóðþrýstingur Vöku-manna uppúr öllu og bráðamóttaka sjúkrahúsanna annar væntanlega ekki þessari örtröð)

Ykkur hefur tekist að fullnýta kommenta kerfið, þeas fylltuð 50 stk komment en það er greinilega maxið! Undir lokin voruð það helst Emlar sem voru að kommenta (þó undir nafni sem betur fer) sem mér fannst nokkuð skondið þar sem þið hafið heila síðu undir ykkar tjáningarþörf ;) En endilega haldið áfram að kommenta hérna hjá mér samt!

Í félagsfræðikönnun dagsins (þeas strætóferðinni í vinnuna) hitti ég mann með vindil. Hann bauð mér að fara út á undan sér úr strætó þar sem hann sagðist vera fæddur fyrir daga jafnréttis og glotti við tönn. Stuð í strætó.

[hugsað kl 11:53|#| ]


24.6.02
afmæliskaffi
ég er alveg hrikalega andlaus eitthvað núna, býst fastlega við að fara bara fljótlega að sofa. Ég er búin að áorka nákvæmlega engu í dag (fyrir utan að rífast við sjálfa mig af e-m ástæðum). Ætlaði að halda áfram að skafa áratuga gamla málningu af innstungum og slökkvurum en býst ekki við ég nenni því, leti komin yfir mig. Ég verð nú samt fegin þegar það kemst e-r mynd á blessað herbergið mitt, sófarnir klæddir og hillur komnar upp o.s.frv.

Áðan var afmæliskaffið hans pabba með tilheyrandi kampavíni og pönnukökum. Ég gaf honum Mýrina á gær (á afmælisdeginum), hæfilega löng bók og líka hæfilega létt. Pabbi les nefnilega ótrúlega hægt og lesturinn endar yfirleitt á því að hann missir bókina ofan á sig (les upp í rúmi áður en hann sofnar sko), þess vegna er betra að hafa hana létta ;)

[hugsað kl 21:58|#| ]


bráðabirgðabúgí
Ég tel mig nú hafa leyst ráðgátuna um dularfullu kommentarana hérna á síðunni en það þýðir ekki að þeir eigi að halda uppteknum hætti!
[hugsað kl 13:41|#| ]


verður er verkamaðurinn launa sinna
Verkamaðurinn verður nafngreindur þegar hann byrjar að blogga, heimsbyggðin bíður í ofvæni eftir ritsnilli verkamannsins.

Svo er er BANNAÐ að kommenta undir dulnefni!!!!!!!!!!! Það eru fleiri forvitnir en kötturinn.

[hugsað kl 11:49|#| ]


23.6.02
the white room
Þá er sápuóperunni lokið, herbergið orðið hvítt. Hörkuduglegi verkamaðurinn á hrós skilið fyrir dugnað og verður honum að öllum líkindum boðið á "opnunina" hvenær sem það verður nú. Hann á líka á hættu að mamma fari að hringja í hann í hvert skipti sem það þarf að mála hér á heimilinu. Þessir blessuðu 10 l hljóta nú að duga líka á baðið ;)

Annars tekur bólstrun núna við ásamt því að finna húsgögn sem síðan þarf að skrúfa saman. Svo á pabbi gamli afmæli í dag, 51 árs takk fyrir.

[hugsað kl 18:47|#| ]


róttæk menningarsnobb
Skrapp í bíó áðan með Jóhönnu og Ástu á myndina About a Boy en það er einmitt alveg eðal fíl-gúdd mynd. Meira að segja Hugh Grant tókst að vera sæt dúlla sem honum tekst voða voða sjaldan. (Hvað hún systir mín sér við þessa mannleysu mun ég aldrei skilja) Við vorum síðan svo þreyttar eitthvað (lesist:aumingjar) að okkur langaði eiginlega bara til þess að fara heim að lúlla svo lítið varð úr djammi þessa helgi enda nóg annað til að gera af sér.
Málningarsagan ógurlega mun þó taka enda á morgun þegar umferð númer tvö verður farin yfir panelinn.
[hugsað kl 01:39|#| ]


22.6.02
ég er ólofuð kona á óléttukjól...
syngur Diddú hástöfum út úr hátölurunum hjá mér. Fyrir ykkur sem hafið fylgst spennt með málningasápu-óperunni minni tilkynni ég hér með að 1.umferð er lokið! Nú er herbergið mitt hvítt! Verkamaðurinn stóð sig í stykkinu og við drifum þetta af, tók reyndar mun lengri tíma en mig hafði grunað, kláruðum ca. kl 6 í kvöld en það verður haldið áfram á morgun. Svo langar mig ógeðslega að greina frá geðsjúku atriði á Hróa Hetti áðan en mér var hótað öllu illu svo ég neyðist til að þegja. Mér sýnist á öllu að ég verði að fara stofna svona Secret Life of Us chatroom, það gengur ekki að hafa þetta svona í kommentaformi sem detta út eftir ca. mánuð ;)
[hugsað kl 20:42|#| ]


21.6.02
slædsmynd af lómagnúpi
það hefði nú verið sniðugt að fara í Húsasmiðjuna áður en 2 bjórum var stútað, ekki satt? En ég þarf nú samt sem áður að redda mér fleiri rúllum og penslum áður en verkamaðurinn mætir í fyrramálið. Hvaða strætó fer út á nes eiginlega?
[hugsað kl 20:05|#| ]


þreyta+bjór=ahh
var að koma heim úr vinnunni og er ógeðslega þreytt. Eftir kl 16 var brjálað að gera, maður mætti halda að Verzlunarmannahelgin væri komin eða e-ð slíkt. Við vorum bara 5 á vakt og vorum að verða geðveikar! Það var verið að gæsa Ásdísi, henni til mikillar ánægju, svo þar fækkaði starfsmönnum um 2. Nú sit ég bara fyrir framan tölvuna, drekk bjór og hlusta á Spilverkið. Lagið Gæfa og Gjörvileiki er sérstöku uppáhaldi með tilliti til líklegrar framtíðarstöðu minnar, einstæð 3ja barna móðir.
[hugsað kl 18:51|#| ]


20.6.02
hawaiian
Besta pítsan er að sjálfsögðu með skinku og ananas Þórir!

Annars var ég að koma heim úr kveðjuhófinu á bókó sem heppnaðist bara vel. Fékk svo meira að segja far heim svo félagsfræðikönnuninni (lesist:strætóferð) var sleppt í þetta skiptið. Ekki nóg með að ég hafi fengið far heim heldur reddaði ég mér líka mannskap í málningarvinnu á laugardaginn, ekki slæmt dagsverk þetta! en núna er komið að Secret Life of Us! (soldið mörg upphrópunarmerki í einni færslu!)

just a little s-g for those Austen fanatics i know and love ;) btw. i was Elizabeth Bennet y'know!

[hugsað kl 22:01|#| ]


delhi.com
var að rekast á ótrúlega skondna síðu (sem er í rauninni ekkert skondin, mér finnst það bara): the hindu. Svona af því að ég horfði á Monsoon Wedding um helgina datt mér í hug að skoða einkamálaauglýsingar (og bara svona til að hafa e-ð í bakhöndinni ;):
NAIR PARENTS, Chennai Settled, Seeks Alliance for Daughter, Ayilyam, 22, 171 Cm, Fair, Slim, B.A., M.B.A. from Nair Nambiar Menon Grooms age Below 29 Professionally Qualified, Employed Anywhere. Send Bio-Data, Horoscope Box No. ZM65153, THE HINDU, Chennai-600002.

THIYYA NATIVE of Calicut, settled in Chennai, 30/ 178, Thiruvathira, M.Sc. (Phy.), trained in Germany and Austria, employed in California- USA, as Field Service Engineer Senior, seeks alliance from same caste, below 25, Professionally Qualified, well settled, fair, goodlooking, fluent in English. Apply with bio-data, horoscope and photo (returnable): Box No. DM31406, THE HINDU, Chennai-600002.

Ég undirstrikaði svona það helsta sem mér fannst athyglisvert.
[hugsað kl 18:44|#| ]


ouch
yikes hvað mér er illt í fótunum! kl hálf-sex ákvað heilinn í mér að slökkva á sér og taka líkamann með. Búin að vera geispandi síðan og obboslega syfjuleg ásamt því að heilabúið virkar ekki alveg sem skyldi. Langar mest til að komast undir sæng en er líka gríðarlega svöng. Veit ekki hvort eitthvað annað en kökur verður í boði á eftir, ef ekki verð ég ekki lengi því jors trúlí er með svo lágan blóðþrýsting/blóðsykur (splittar ekki diff ;) að ég má helst ekki sleppa úr máltíðum án þess að fá skemmtilegar aukaverkanir: það líður yfir mig.

og nú ætlaði ég að segja eitthvað voðalega sniðugt en að sjálfsögðu er það horfið. Ætli ég rati heim á eftir? Ef þig rekist á mig ráfandi um Hafnarfjörð og nágrenni seinna í kvöld viljiði miskunna ykkur yfir mig og koma mér heim?

[hugsað kl 18:27|#| ]


föndur
dagurinn hjá mér er búinn að vera frekar skrýtin svona vinnulega séð. Hef aðallega verið í að föndra eða vinnumannast eitthvað. Er búin að vera föndra pakka handa þeim sem verið er að kveðja í dágóða stund en áðan var ég eitthvað að rembast við að skrúfa eða halda uppi hurðum á skápa, gekk misvel. Handy-Andy eiginleikarnir greinilega alveg þurrausnir eftir gærkvöldið. Ég var nú samt frekar ánægð þegar ég vaknaði í morgun og sá málningarvinnuna í réttu ljósi, þ.e.a.s. dagsbirtunnni ;) Þetta kom bara asskoti vel út held ég en gefur hugtakinu "white room" vissulega nýja merkingu. Síðan verður ekki meira málað sennilega fyrr en á morgun eftir vinnu, tcha nema ég ráðist á ofninn með pensilinn að vopni, það gæti nú altént skeð. Villumeldingin virðist hafa gufað upp, allavega kemur hún ekki upp hérna í vinnunni. Gott mál. Áklæðiskönnunin er enn í fullum gangi en staðan akkúrat núna er jafntefli milli svarts efnis og leðurs. Mér þykir nú líklegt að efni verði fyrir valinu þar eð leður er frekar dýrt og ég fátækur námsmaður.
[hugsað kl 15:44|#| ]


error
setti inn svona drop-down fídus til reynslu, veit reyndar ekki hvernig ég losna við blessuðu villumeldinguna varðandi fyrsta optioninn, gestir og gangandi mega endilega leggja til lausnir...
[hugsað kl 00:25|#| ]


19.6.02
kan-ekki
Varúð, eftirfarandi texti er innantómt væl um hitt og þetta sem Sigríður gerði í kvöld/dag!

Yikes hvað ég er ógeðslega þreytt og aum. Já aum, litlu tásurnar mínar og axlirnar mínar eru ekki kátar. Mér finnst ég samt búin að vera svakalega dugleg en þ.e. líklegast bara sjálfsblekking. Plastaði húsgögnin mín og rúmið mitt (kannski ekki svo góð hugmynd? ég hélt ég yrði búin með loftið í kvöld!) og sparslaði upp í göt eftir naglana sem ég fjarlægði (og hanka og skrúfur og og you get the picture). Svo byrjaði ég á bévítans loftinu og eftir að hafa málað ca. einn fimmta af því hætti ég og byrjaði á veggjunum kringum arininn (panill btw.) Nú er ég sumsé komin með nánast eitt hvítt horn. Líður soldið eins og Paddington þegar hann tönnlaðist á "can-ekki, can-ekki" í e-m sjónvarpsþætti þegar ég var lítil (hann gat sumsé ekki dansað can-can), yet another childhood memory! Langar mest að hætta en það væri nú frekar asnalegt, hálf-málað horn í kringum arininn. Er samt búin að ákveða að hætta í kvöld, setti þess vegna Dionne Warwick á fóninn og fæturna upp í loft. Svo verður víst lítið málað á morgun þar sem það er kveðjuhóf á bókasafninu fyrir hana Áslaugu eftir lokun. Góða nótt. Já og fólk sem finnst hraunaðir veggir ógisslega sniðugt hugmynd á að svipta sjálfræði punktur!

[hugsað kl 22:29|#| ]


barasta vöknuð!
Af e-m undarlegum ástæðum er ég vöknuð fyrir kl átta, það gerist einmitt aldrei. Eitthvað skrýtið í gangi í dag, þ.e. greinilegt.

Í gærkvöldi helltist smá dugnaður yfir mína, málaði hluta af arninum og hurðina og Þursaflokkurinn sá um undirspil...Fimmenningar, Víkingar, Aríar, Íslendingaaaaar. Snilld.

[hugsað kl 08:16|#| ]


18.6.02
skapið í lag
þá er vonda-veðurs-skapið horfið í bili og kodak-brosið komið upp á ný þökk sé Dewey bröndurum í kaffihlénu og koffínfixi ;)

En mikið obboslega varð ég foj þegar ég áttaði mig á því að það var mánudagur í gær og þar af leiðandi venjuleg mánudagsdagskrá hjá Skjá einum, ég missti þar af leiðandi af Survivor! Í kvöld er stefnan sett á myndarskap enn einu sinni, herbergið skal málast í kvöld (um leið og miss blondie kaupir sér rúllu!) þar sem ég setti bækur og dót ofan í kassa í gær. Herbergið er þar af leiðandi galtómt fyrir utan rúm, ísskáp, skrifborð, sófa og sjónvarp, sumsé frekar tómlegt. Úr þessu verður breytt hið snarasta. Sófinn verður klæddur um næstu helgi (eða jafnvel fyrr....hver veit?) og ný húsgögn verða líklegast versluð um svipað leyti. Þá er kannski ekki úr vegi að skella inn einni könnun hér til hægri.

[hugsað kl 16:43|#| ]


vont veður
þessa hráslagalega veður sem er úti núna dregur alveg ótrúlega mikla orku frá manni. Það er a.m.k. ástandið hérna á vinnustaðnum, fólk svona rétt drattast úr sporunum. Já og mig langar alveg obboslega obboslega mikið í nautasteik núna, hún má meira að segja vera soldið blóðug! Kjöt!!!
[hugsað kl 13:04|#| ]


17.6.02
svefnpurrka
Góðir hálsar, ég var að vakna takk fyrir! Þetta er refsingin fyrir að vera spila kanasta (kanöstu? eða er þetta jafnvel með C-i???) og Kana frameftir öllu með spilasjúklingunum úr enskunni. Ótvíræðir sigurvegarar kvöldsins vorum við Orri, nýgræðingarnir sjálfir, sem höfðum enga blessaða taktík né pældum neitt í því sem við gerðum en unnum samt allar 3 loturnar. Kaninn gekk verr þar sem fólk var orðið þreytt (pítsan reyndar reddaði svengdinni en...) og var ekki almennilega með á nótunum.

Þar sem ég er búin að sofa af mér bróðurpartinn úr þjóðhátíðardeginum er fjölskyldan barasta farin á undan mér niður í bæ, *snökt* hvað gerir maður þá?

[hugsað kl 13:33|#| ]


16.6.02
sunnudagsblogg
eins og ég hef áður sagt, eru sunnudagar ekki uppáhaldsdagarnir mínir. Það er nú einu sinni þannig að þó ég þurfti ekki að vinna á mánudeginum þá er sunnudagurinn samt ömurlegur. Var að spá í að reyna finna eitthvað ætt í kotinu og setjast út í garð en það er hreint ekki nógu heitt til þess svo ég settist fyrir framan tölvuna í staðinn. Enn hef ég ekki komist í málningargallann þó svo ég sé búin að kaupa málninguna. Tók nú samt allt af arinhillunni og setti í kassa í gær svo nú þarf ég bara að smala öllum húsgögnum saman og plasta, þá get ég allavega byrjað að mála eitthvað. Var að fatta að ég gleymdi að kaupa rúllu, hélt þær væru til heima en svo var víst ekki. Svo er víst spilakvöld á eftir, verð að muna að athuga hvort það er seinnipartinn eða í kvöld.
[hugsað kl 11:59|#| ]


15.6.02
bjór





You are 40% evil! [?]


You're more good than evil, but not by much. You've drank straight from the carton of milk in the refrigerator, and maybe kicked the neighbor's cat, but you're still good. Kinda.



Find your emotion!

Which Kiss are You?

Which Kiss Are You?

What Seven Deadly Sin Are YOU? [?]

You're ANGER! You're not the most pleasant person to be around! You've got a short fuse, and you're almost always mad at the world. You're represented by the color red.

hmm, looks like i have issues ;)

[hugsað kl 20:02|#| ]


voff
Ég eyddi deginum í að flækjast milli hinna og þessara verslana hér í borg. Byrjaði í Húsasmiðjunni, keypti málningu þar, þaut svo í BYKO og ætlaði að kaupa flísar en úrvalið var nú ekki upp á marga fiska svo þaðan fór ég tómhent. Síðan skaust ég í Hafnarfjörðinn með e-ð bréf til skattstjóra þar og endaði ferðina í Holtagörðunum, keypti bjór og fullt fullt af dóti í IKEA. Að sjálfsögðu tók ég vitlausan kassa af lagernum og þarf því að fara aftur og skipta á morgun en þannig er nú tilveran hjá mér þessa dagana. Kvöldið í kvöld átti að fara í duglegheit, sumsé kjallarann átti að mála en þá var hringt út á neyðarfund í Agli Guðmundssyni svo engin verða nú duglegheitin í kvöld. Svo vildi ég líka prufa smá sushi en engan fékk ég nú félagsskapinn með í það þarfaverk :(
[hugsað kl 19:32|#| ]


14.6.02
thorsplan
nýjasti hözzlstaður höfuðborgarsvæðisins er hið hafnfirska Thorsplan. Ég, saklaust Reykjavíkurbarnið, lagði leið mína þangað í hádeginu með mína samloku og settist í nýslegið grasið til að njóta veðurblíðunnar (ólíkt Bjarti, þá er engin sólarfrísregla hér!) Nema hvað ég komst barasta á sjéns! Grænlenskir sjómenn sátu á Thorsplani, kjammsandi á Dominos og svolgrandi Prins Christan með og vildi endilega fá mig til þess að setjast með þeim. Segiði svo að það gerist aldrei neitt í Hafnarfirði ;)
[hugsað kl 12:41|#| ]


hvítar buxur
ég er svo obboslega sybbin núna, það nær bara engri bjévítans átt! Fékk mömmu til að skutla mér í vinnuna, þannig gat ég lúrt í 10 mín í viðbót (eins og það skipti virkilega einhverju máli). Í gær skrapp ég aftur á móti aðeins í Kringluna og verslaði mér eitt par af sandölum/sumarskóm svo ég geti nú viðrað táslurnar um helgina. Þeir voru á e-u Kringlukasts-tilboði svo ég keypti þá frekar en aðra, sem mér fannst reyndar flottari, því þeir kostuðu helmingi meira. Síðan þegar ég ætlaði að kíkja á digital vélarnar í HansPetersen voru e-r feðgin búin að planta sér fyrir framan allan myndavélarekkan og sama hvað ég reyndi að troða mér þá komst ég ekki til að skoða.
Eftir allt þetta röfl um lífræna matinn í hagkaup stóðst ég ekki mátið og fór að skoða, keypti mér síðan soyajógúrt og soyamjólk (hefði keypt þarann líka hefði hann ekki kostað tæpar 600 kr, bara uppá childhood memories;).
[hugsað kl 09:23|#| ]


13.6.02
erfðafræðin sko!
Svona í tilefni af því að það hefur varla sála sést á bókó í allan dag þá skrapp ég á Vísindavef Háskólans og komst að því að ég er arfhrein hvað krullurnar mínar varðar og líka bláu augun mín. Sko mig barasta.

Ég las soldið vitlaust, í stað undraheima las ég undirheima:

Ef fólk hefur ekkert að gera við tíma sinn þá má það gjarnan kíkja á mig í vinnunni þar sem ég tek vel á móti fólki og upplýsi það um undraheima lífræna fólksins.
Óli Njáll 18:58| link
Það þarf svo lítið til að létta lund bókasafnsstarfsmanna en mér fannst svo fyndið að það þetta "lífræna" fólk ætti sér undirheima. já og nú er kominn tími á pillurnar þínar Sigríður!
[hugsað kl 17:57|#| ]


kópavogur
áðan gerði ég mér ferð í kópavoginn (sem ég reyni reyndar að forðast eins og ég mögulega get!). Var að skutla bók til Þóris í vinnuna og þar sá ég versta vinnustað í geymi, Olísstöðin í kópavogi er nefnilega inni í bílastæðahúsi!!! Engin sól og ekkert hreint loft takk fyrir. Þess vegna finnst mér að allir kópavogsbúar (og heilbrigt fólk reyndar líka ;) ættu að sniðganga þessa stöð svo Olís neyðist til að loka henni og þá geta Þórir og gamli kallinn fengið að vinna á betri stað ;)

Veit einhver hvar hægt er að kaupa fataliti? já og þetta er algjör vibbi!

[hugsað kl 14:47|#| ]


indófíll
újé! Monsoon Wedding komin á bókó, nú er bara að vona að enginn fellow indófíll sjái sér leik á borði og nappi henni fyrir lokun ;)
[hugsað kl 13:12|#| ]


12.6.02
jamm japl og fuður
er það bara mér sem finnst svona fréttir "æsispennandi": Hægt er að fylgjast með ferðalagi sex margæsa frá Íslandi, um Grænland og til kanadíska norðurskautsins í gegnum vefsvæði á Netinu, en litlum senditækjum var komið fyrir á gæsunum áður en þær flugu frá Íslandi. [ af mbl.is ]
[hugsað kl 23:59|#| ]


kúlisti dauðans
Þórir var eitthvað að gera lítið úr kúl-standardinum hjá mér en kallinn minn, þú varst sko spottaður á síðasta landsleik Íra:


[hugsað kl 22:20|#| ]


potterific!
áðan komu krúttlegustu gömlu konurnar í bænum á bókasafnið! Þær byrjuðu á því að spyrja um Höll Minninganna en þegar hún var í útláni þökkuðu þær fyrir sig og örkuðu rakleiðis inn í barnadeild og að Harry Potter-hillunni! Önnur var búin að lesa allar fjórar bækurnar og fannst þær æðislegar svo nú varð vinkonan að lesa þær líka ;) Svo tóku þær líka bókina Gyllti Áttavitinn sem kunnugir segja mér að sér í svipuðum dúr. Svona vil ég vera þegar ég verð gömul!
[hugsað kl 15:15|#| ]


hí hí hí
núna sit ég við hliðina á henni Möggu tölvugúrú og horfi á fagurbleikan skjá! Hún var nebblega að kenna mér að breyta litnum á útlánaforritinu og ég vil hafa mitt bleikt, allavega til kl 14 þegar ég fer af vakt ;)

svo var ég að breyta smá, tók myndina og bóka/geisladiska fídusinn og ætla sennilega að fara fikta e-ð í þessu, þeas þegar ég er búin að kaupa málningu og flísar o.fl.

[hugsað kl 13:40|#| ]


vítamínskortur
Mig grunar ískyggilega að ég þjáist af vítamínskorti eða e-u svipuðu (hvað það gæti verið, veit ég ekki). Ég er geispandi alla daga, dett svo út af uppúr tíu á kvöldin. Í gær tók ég 2 vídjóspólur, The Holy Grail m. Monty Python og e-a Agöthu Christie mynd. Allavega, ég sofnaði yfir Holy Grail, rankaði við mér og ákvað að prófa hina myndina, nema ég sofna líka yfir henni! Sofnaði sumsé um tíu-hálf-ellefu leytið í gærkvöldi. Svo vakna ég í morgun, ætlaði aldrei að geta komið mér á lappir og er geispandi as we speak! Spurning um að rölta út í búð eftir vító?

Er það bara mér sem finnst afar forneskjulegt að geta ekki gerst áskrifandi að tímariti gegnum Netið? Mér finnst virkilega óþægilegt að þurfa fylla út miða með nafni, heimilisfangi og visakortsnúmeri :(

[hugsað kl 10:10|#| ]


11.6.02
lofa upp í ermina á sér?
Planið í kvöld er svohljóðandi: Setja allt dót og drasl niður í kassa og undirbúa fyrirhugaða málningarvinnu, sauma eins og eitt stk buxur, kaupa málningu. Þar sem ég er búin að vera tala og tala og tala um að mála herbergið mitt finnst mér vera kominn tími á aðgerðir, ekki bara innantóm loforð. Talandi um aðgerðir, Sverrir er eitthvað að biðja um special treatment í brúðkaupinu hennar Ásdísar. Iss, það þarf nú meira til en þetta kallinn minn ;) Eins og t.d. að kenna mér á línuskauta? Eða allavega fara með mér svo ég sé ekki alein í idjotaskap mínum. Díll?
[hugsað kl 20:28|#| ]


sólarfrí
mikið vildi ég óska að gefið væri sólarfrí í dag! Þ.e. æðislegt veður í dag eins og reyndar undanfarna daga. Ég fór í ísrúnt í gærkvöldi út á Ægissíðu uppúr 22 og veðrið var yndislegt. Blankalogn og ágætis lofthiti (miðað við að klukkan var farin að ganga tólf allavega). Svo hef ég það eftir ágætis heimildum að það verði grillað heima í kvöld ;)
[hugsað kl 13:42|#| ]


10.6.02
snappy comeback
sko! þó svo að titillinn á myndinni sé ekki alveg í anda Laxness þá þarf hún ekki að vera léleg. Meistaraverkið 'Whatever Happened To Harold Smith' er pjúra snilld þrátt fyrir að titillinn sé stirður!

Pratchett já, ég byrjaði að lesa Wyrd Sisters í gær en kannski þarf ég að byrja á bók númer eitt eða e-ð svoleiðis því ég var ekkert alveg að ná þessu hjá honum. Entist því bara nokkrar bls en reyni aftur á eftir. Núna er ég bara að bíða eftir henni Jóhönnu, fellow Hafnarfjarðar-fan, því við ætlum að fara saman í lunch ;) (extremely grown up, right?)

[hugsað kl 12:16|#| ]


9.6.02
bleh
Mér er alveg óendanlega illa við sunnudaga. Það er bara e-ð óþolandi við blessaða sunnudagana, já og þriðjudaga líka. Ég var búin að steingleyma fertugsafmæli frænku minnar í dag og ætlaði bara að eyða deginum í að væflast um heima, jafnvel sitja úti í garði að lesa Terry Pratchett bókina sem ég keypti mér (skv. meðmælum Tinnu ;) en þá minnti mútter mig á afmælið. Þar með var dagurinn eiginlega farinn í e-ð rugl. Endaði svo út á vídjóleigu og af því Muriel's Wedding var ekki til, tók ég alveg hreint ömurlega mynd sem kallast Born Romantic og er rusl. Já og eftir að hafa borðað e-n kínverskan mat er ég að deyja í maganum og heiti því hér með að borða aldrei kínverskan framar, alveg sama hvað fólk segir!!!

Partýið hjá Jóhönnu í gær var ógisslega skemmtilegt og ég tek enga ábyrgð á því sem ég kann að hafa sagt eða gert.


:: how jedi are you? ::

[hugsað kl 22:42|#| ]


8.6.02
tvær úr Tungunum
Í dag fór ég í bæinn með Gunnu vinkonu. Að sjálfsögðu megum við ekki hittast án þess að bæði heilahvelin aftengist (og jafnvel umpólist!!!!) Svo til að bæta gráu ofan á svart, hittum við Danna beibí á Laugaveginum og við þrjú saman erum bara ávísun á stórslys. Eftir miklar vangaveltur og slúður um gamla bekkjarfélaga etc. var ákveðið að hittast á djamminu í kvöld og þá varð náttla að koma við í Ríkinu. Byrjað á því að rölta niðrí Austurstræti en þar var lokað. Þá var stefnan tekin á Kópavog þar sem Ríkið er opið frameftir öllu. Maður hefði haldið að það væri auðvelt að taka strætó í póstnúmer 200 en ónei, okkur tókst e-n veginn að taka strætó upp að Byko, vera hent þar út (nánast á miðri ferð) og labba restina af leiðinni. Fórum í Ríkið og biðum svo fyrir utan eins og smástelpur eftir því að Danni sótti okkur. Kíktum smá í Smáralindina en þar er ekkert gott að finna svo við drifum okkur út strax. Síðan er það enskudjamm í kvöld...víííííííííííííí
[hugsað kl 17:24|#| ]


7.6.02
vangaveltur
Þetta er mögnuð tilvera sem flest okkar lifum í, undanfarna daga hef ég verið að að frétta ýmislegt mis-alvarlegt um vini mína, eða réttara sagt vinir mínir nokkrir eru að ganga í gegnum miserfið tímabil. Hvað á maður að segja á svoleiðis stundum? Ég er alls ekki góður félagsskapur þá, veit voða lítið hvað ég get sagt og reyni yfirleitt bara að hlusta á fólkið tala. Ég held samt að það sé gott að láta fólkið vita af manni, að það geti leitað til manns ef svo stendur á, að það sé ekki alveg eitt í heiminum. Þá er því komið á framfæri.
[hugsað kl 09:22|#| ]


6.6.02
urr
nú er ég alveg að fara á límingunum yfir sumum!!! argípargí
[hugsað kl 18:46|#| ]


tralalaa
Hvað er þetta með veðrið í dag? Sumarið er greinilega komið með tilheyrandi vætutíð. Ég þurfti að skreppa aðeins í morgun (ok, fyrir hádegi) í svona skemmtileg batterí sem opna ekki fyrr en kl 10 og loka kl 15. Þetta finnst mér eiginlega vera hámark bjartsýninnar, venjulegt fólk vinnur yfirleitt frá 8/9-4/5 og kemst þar af leiðandi aldrei á svona staði! Svo er matartíminn oftast bara hálftími og ef ma'r vinnur í Hafnó er soldið erfitt að skjótast inn í Reykjavík í hádeginu bla bla bla bla.....ég er hætt þessu væli. Jæja, kannski maður bjalli í hana Jóhönnu og athugi hvað hún ætli að gera í hádeginu á morgun????

já, og skófíklarnir við Unnur erum fyrstu síðurnar þegar leitar er að þessu ;)

[hugsað kl 14:06|#| ]


Veislan
Áðan fór ég í leikhús, nánar tiltekið á Veisluna í Þjóðleikhúsinu. Þetta er magnað stykki og þó sér í lagi frammistaða Hilmis Snæs! Maðurinn er hreint út sagt magnaður!!! Mæli með þessu stykki fyrir þá sem íhuga leikhúsferð á næstunni.

Svo hef ég verið ofboðslega upptekin undanfarna daga og ekkert komist í að blogga en samt er e-n veginn ekkert að frétta; skrapp í nokkur afmæli um helgina, glápti á Monty Python framundir morgun á sunnudagskvöld, fór sem 'shopping-guide' með Gústa í leit að brúðkaupsgjöf handa Unni og Bjarna (já, congrats meðan ég man!). Síðan var það náttla leikhúsið í kvöld en annars hef ég voða lítið gert annað en að vinna. Svo kom blessuð bókmenntaeinkuninn loksins, mín ekki sátt! Asnalegt að fá lægri einkunn í prófi sem ég las mun meira fyrir heldur en blessuð málfræðin!! En það þýðir víst lítið að væla, sumarið komið og alles.

[hugsað kl 00:04|#| ]


4.6.02
uppáhaldshöfundurinn minn
Ég á mér uppáhaldshöfund þessa dagana, hann heitir Grímur Hákonarson og skrifar skemmtilegustu pistlana á UVG fram til þessa:
...Og hvað gat ég svosem sagt við því? Átti ég að segja honum að flokkur Sigurðar Geirdals bæri ábyrgð á dauða hundruð þúsunda barna í Írak og hann væri því í rauninni að kjósa yfir sig fjöldamorðingja?....Það er því aðeins um tvennt að ræða fyrir næstu alþingiskosningar: Uppgötva nýja forystumenn eða klóna Steingrím Joð.

[hugsað kl 13:43|#| ]


2.6.02
gaukurinn
Er nýkomin heim af afmælisdjammi með Verzló stelpunum. Ása beib átti afmæli og þar sem afmælisbarnið verður að fá að ráða var förinni heitið á Gaukinn, þann skaðræðisstað. Hljómsveitin Ber var að spila og slíkt á bara ekki að leyfa. Þetta fólk sem titlar sig tónlistarfólk á ekki skilið að lifa, hvað þá kvelja okkur hin með gauli o.s.frv. Við biðum eftir pásum, fórum þá á dansgólfið og vorum að fíla þá tónlist í botn en svo kom Ber aftur á sviðið og þá fór ég. Hitti svo Svan, Sibbu og Robyn niðri á Torgi áður en ég fór heim. Svo kíkti hún Elín Spánarfari á okkur, komin heim í óákveðinn tíma, það er nú alltaf gaman að hitta gamla félaga, bara spurning hvort okkur fjórum sé eiginlega treystandi saman, hmm? en núna er það kók og svo svefn.
[hugsað kl 04:27|#| ]


1.6.02
þunn
Eini ókosturinn við þessi blessuðu jell-o-shots er líðanin daginn eftir. Skrapp í afmæli til Oddu í gærkvöldi með Ástu, Jóhönnu og Sibbu, vorum næstum því eina fólkið í búning. Grey Einar hennar Robyn var samt verri en við; Stór maður með eldrauðan varalit og hlandgula hárkollu vekur athygli ;) Okkur Sibbu tókst nánast að tæma stofuna þegar við settum Doob Dobb á fóninn, merkilegt hvað fólki er illa við alþjóðlega tónlist, skil það ekki. Þetta var ágætis stuð og ég var ekkert smá fegin að 'the sunday kricket match' hugmyndin mín fékk ágætis undirtektir, þá er bara að plata Mr. Darcy í þetta með okkur!

Í dag þarf ég svo að finna afmælisgjöf o.fl. Langar samt mest til þess að liggja undir sæng, glápa á Prime eða jafnvel lesa bókina sem ég tók á bókó í gær: '68: Hugarflug úr viðjum vanans e. Gest Guðmundsson. Hún leit út fyrir að vera betri lesning heldur Ástandið: mannlíf á hernámsárunum e. Hrafn Jökulsson. Það gæti jafnvel farið svo að maður saumaði dulítið út þar sem ég var að fá eina af mínum "hugmyndum"....

[hugsað kl 13:46|#| ]


mantra of the moment
---
“In everyone's life, at some time, our inner fire goes out. It is then burst into flame by an encounter with another human being. We should all be thankful for those people who rekindle the inner spirit.”

- Albert Schweitzer

stuff found today
---
04.08.03
adopt a sugarcube [wft!]
sykurmolarnir.com
toyboys better in bed?
orkneyjar.com
scottish blogs
ipod lounge
eat and drink and be married
...
male librarian
beeep.net
minderella
mike's place - lovely
i hate your taste in music
mash
ok ok

01.08.03
stupid penis tricks

31.07.03
tubagooba
irish girl abraod
tokyo shoes
wnp?'s blogroll
barrettchase.com
modern drunkard magazine

25.07.03
never alone
áróðursplaköt
eccentric london
100% onomatopoeic language
japanese onomatopoeia
jasmine aurora
london free list

16.07.03
mr.lomo
gusset
thorir.com
melbourneblogs
paperbackwriter
franki & jonny alan clarke
a stain on the country is worse than a stain on a blue dress
þeir lugu en það er engin afsökun

12.07.03

lucky stars
house of wigs
soviet invasion plan
20 questions
what's your bag baby?

07.07.03
fun fridge magnets
retail junky

29.06.03
acme

28.06.03
æðislegar töskur
are you going to heaven?
voodoo

23.06.03
before you can say 'Joey!'

20.06.03
10 songs that'll make you wanna dry hump your radio

19.06.03
absolutely vile
what's new pussycat?
is it love?

15.06.03
buddah's oracle
scary ass clowns!
ouija-boards
s-g i can get on board with!
reusablog
mef

05.06.03
80's tarot
sketchbook
ei-ei-o
digital serendipity

02.06.03
unshelved

30.05.03
how to make leis
summer ideas
national bbq day
how to: jamaican party

29.05.03
ameríska útgáfan af coupling
sew wrong

21.05.03
íslenska eurovision bloggið

20.05.03
blonde ambition
silke 6

19.05.03
George Bush CV

14.05.03
bondgirls

11.05.03
code pink
not martha
what mother's son
knitty.com

10.05.03
easy bake coven
drunken ferry boat woman

07.05.03
sass & bide
fishtanked
thistothat
hello, my name is scott

06.05.03
study abroad
the british museum compass
official mah-jong rules
anne...straight from the hip

03.05.03
LOMO umfjöllun BBC 4
lomography
young reykjavik

02.05.03
fotolog
the osbournes

01.05.03
orla kiely
nicola cerini
all about hugh
jackman's landing
mrs.parker

30.04.03
daily candy
prolific
thrift deluxe