e-mail   gáttin   gamalt   lomo  

various pics
---
27.06.03

21.05.03

07.05.03

03.05.03

01.05.03

30.04.03
30.4.02
ennui
OK, Huckleberry Finn var ágætur svona til að byrja með en nú er leiðinlegasti karakter sögunnar, Tom Sawyer, farinn að spilla fyrir! Bara 40 bls eftir!!! Tók mér smá pásu, hlusta á Clapton og athuga hvað fólk er að segja svona í prófatíð.
sætt
the word 'sugardaddy' springs to mind
Svo má ekki gleyma Búsáhaldaverslun Þorsteins Bergmanns á Skólavörðustígnum

[hugsað kl 17:09|#| ]


fyndið
Þetta rakst ég á þegar ég var að forðast námsbækur um daginn. Mér fannst þetta frekar fyndið en hey, i'm easily amused.
[hugsað kl 11:48|#| ]


29.4.02
duglegheit á duglegheit ofan
Ég er búin að vera alveg súperdugleg í dag. Eftir að hafa klárað Thoreau í gærkvöldi tókst mér að skúbba af Hermanni Melville, Emily Dickinson og ég er hálfnuð með Huckleberry Finn e. Mark Twain! Ég man bara ekki eftir svona dugnaði á þessum bæ síðan í 3.bekk í Verzló!

Á laugardaginn áskotnaðist mér enn eitt skóparið í safnið! Systir mín var að rýma til í skápunum fyrir eigur tannlæknisins og rakst við það á forláta skó sem hún gekk í á sínum yngri árum, svokallaða Mary Janes. Nú er systir mín ekki næstum því jafn mikill skófíkill og ég svo þessi saga fannst mér nokkuð skondin. Þannig var að hana langaði svo hrikalega í þá en þeir voru bara því miður ekki til í hennar stærð (37-38). Löngunin var svo mikil að hún keypti í staðinn nr. 36 (meira að segja lítið númer) og tróð sér í það. Hún notaði þessa skó frekar mikið þrátt fyrir óþægindi og gefur það nokkuð sterklega til kynna að við séum skyldar ;) Nokkru eftir þessi skókaup fór hún svo í aðgerð á fótunum og skórnir ekki notaðir eftir það. Svo nú á ég tvö stk. Judy Garland skó, eina rauða og eina svarta! Gleði mín á sér því engin takmörk, 2 skópör á einni viku.

...No matter how bad life is, at least smurfs aren't real. Wouldn't it be really disenchanting to find one in a mousetrap?

[hugsað kl 18:59|#| ]


loksins vöknuð
Mér sýnist á öllu að ég þurfi að fjárfesta í e-u túrbó vekjaraklukku, þetta gengur ekki lengur. Ég stilli yfirleitt símann og vekjaraklukkuna á mismunandi tíma, símann örlítið fyrr þannig að vekjaraklukkan á að vera backup. Síðan þegar síminn fer að pípa og ég rétt rumska til þess að ýta á alla takkana þar til ég finn rétta takkann þá ýti ég takkanum á vekjaraklukkunni ósjálfrátt niður því ég held að hún sé að pípa. Útvarpsvekjari er pointless fyrir mig því ég sef yfirleitt allt af mér sem er ekki hávært og skerandi. Mælir e-r með góðri vekjaraklukku?

Svo tók ég þetta Kreml-test í gær, gleymdi alveg þessum hnitum eða hvað þetta er en svona leit grafið út:


Ég var aðeins nær Authoritarian heldur en e-r Tony Benn sem sell-out-inn Ágúst tilkynnti mér að væri e-r frá Bretlandi, en annars var ég ca. á sama stað og þessi gaur.
[hugsað kl 11:13|#| ]


28.4.02
vinnublogg
nú eru rúmir 2 tímar eftir af vinnunni í dag. Ég er búin að vera lesa Henry David Thoreau frá kl 10 og komin með alveg nóg af honum en þess má einmitt geta að hann notar orðið ennui mjög oft, ca. 2-3var á blaðsíðu. Eftir því sem mér skilst gengur lífsmottó Thoreaus út á það að gera ekki neitt og taka eftir umhverfinu. Vinna er sóun á góðum degi sem betur væri eytt í að sigla bát út á tjörnina í nágrenninu og horfa ofan í vatnið. En kallinn má þó eiga það að hann er skömminni skárri en R.W.Emerson.

Einnig er ég að velta því fyrir mér hvort mér líki við ákveðna persónu eða ekki. Hegðun og atferli er ekki til fyrirmyndar en karakterinn er skondinn. Og af því ég get ekki farið á MSN í vinnunni verð ég að reyna rökræða við sjálfa mig og það gengur ekki vel.

[hugsað kl 16:24|#| ]


sunnudagur
jæja, mér tókst sumsé næstum að sofa alveg yfir mig í morgun, mætti á slaginu 10 mín. yfir 10 í vinnuna og hleypti inn óþolinmóðu fólki. Sleppti því að fá mér morgunmat og fékk mútter til að skutla mér uppeftir. Þannig að næstu 9 tímana verð ég að deyja úr hungri þar sem hverfissjoppan er lokuð um helgar og eftir kl 8 á kvöldin (hverslags sjoppa er þetta eiginlega???) og ég held að Nýkaup/Bónus sé lokað á sunnudögum (correct me if i'm wrong...). Og af því ég opnaði safnið aðeins of seint verð ég víst að láta af bókasafnsherfustælunum í dag. Bömmer.

Gærkvöldið var ágætt en af e-m ástæðum var farið á Select og fengið sér pulsu eftir á, helgisiður sem ég ætti vera farin að þekkja en hann kemur mér alltaf jafn mikið á óvart. Hvað er að við pulsur sem gerir gær ómótstæðilegar eftir djamm hjá drengjum? Pulsa fyrir og eftir er held ég ídeal blandan hjá þeim flestum (allavega þeim sem ég þekki). Sjálf hafði ég ekki lyst á pulsu en hafði ekkert á móti því að fá mér kók svo Skúlagatan var næsta stopp og það var stutt stopp vegna 'tæknilegra örðugleika' ;) Fínt kvöld samt.

[hugsað kl 10:32|#| ]


úff
jæja, þá er maður loks komin heim til sín. Fór út í þeim tilgangi að fá mér 1-2 bjóra og fara svo heim. Endaði á e-u hálf-fyllerí ásamt fleiri bókasafnsstarfsmönnum sem ég skulda ekki hádegismat. Já, kvöldið í kvöld var athyglisvert, vægast sagt. Ég enda sjálfsagt í helvíti e-n daginn en oh well...
[hugsað kl 04:05|#| ]


27.4.02
ennui...
...er orð sem lýsir líðan minni á þessum annars ágæta degi. Gestaþraut dagsins er að fletta þessu orði upp.

Þegar ég las þetta rifjaðist upp fyrir mér ástandið á blokkaríbúð nr. 2 sem við bjuggum í á Háaleitisbrautinni fyrst þegar við fluttum inn. Upprunalegar innréttingar, veggfóður á öllum veggjum, teppi í öllum regnbogans litum allstaðar og skemmtilega ljótar flísar á baði og eldhúsi. Það þurfti því að skafa allt skemmtilega 60s og 70s veggfóðrið af áður en hægt var að mála og teppin voru líka rifin upp. Flísarnar voru síðan endurnýjaðar ca. áratug seinna (..já, við bjuggum actually í áratug á sama staðnum) og baðinnréttingin á sama tíma. Þetta myndi vera sú íbúð sem við bjuggum lengst í, frá '88-'97 nánar tiltekið. Þar tókst mér m.a. að skipta þrisvar um herbergi.

Fjölskylda mín hefur gaman að því að flytja, bæði móður- og föðurfjölskyldan, sennilega það eina sem þessar tvær eiga sameiginlegt. Húsið hérna á Miklubrautinni er númer 9 í röðinni frá því mamma og pabbi fóru að búa en númer 7 í röðinni hjá mér. Foreldrar mínir geta meira að segja státað af því að hafa byggt eitt hús á þessum tíma en það var í þessum mjög svo umdeila útúrdúr til Þorlákshafnar uppúr '83. Svo má líka telja 2 stk sumarbústaði sem við höfum einnig byggt í Svínadalnum. Ég er farin að halda að þetta 'útlenska' blóð í æðum fjölskyldunnar (sem mjög greinilega er misskipt) sé sígaunablóð, að þeir hafi komið við á Austfjörðunum e-n tímann í fyrndinni....

[hugsað kl 17:54|#| ]


stop.look.listen
þá er ég komin á fætur eftir Baz Luhrman maraþon næturinnar. Var aðeins að spá hvort ég ætti nokkuð að fara sofa kl 6 í morgun en ákvað að leggja mig í nokkra klst. Það hefur sennilega verið ágætis hugmynd. Stefnan er sett á lærdóm eftir að hafa rölt út í Hlíðakjör til að lotta og keypt pepsi max. Þangað til er Marvin Gaye að rokka!

Það mun koma á óvart hversu órólegt er að vinna á bókasafni! Gaman samt.

[hugsað kl 13:34|#| ]


26.4.02
secret life of us
þetta er þáttur sem ég horfi alltaf á (ásamt fleirum) enda úrvals dæmi um gott ástralskt sjónvarpsefni. Þar eru 2 menn sem flokkast undir að vera 'fallega ljótir' en það eru menn sem eru ekki beint myndarlegir en hafa svona eitthvað quality við sig sem ósjálfrátt gerir þá myndarlega. Þetta hugtak datt mömmu í hug þegar hún sá einn ónefndan vin minn í sjónvarpinu og er hreint út sagt snilld.
[hugsað kl 17:37|#| ]


nostalgía
Áðan fékk ég soldið nostalgíukast. Núna þegar svona margir nýir bloggerar eru að koma fram á sjónarsviðið varð mér hugsað til 'gömlu' góðu dagana í byrjun. Þó svo ég hafi ekki verið með þeim al-fyrstu vil ég samt flokka mig með þeim. Þetta var fyrir daga Nagportal og meira að segja rss.mola. Þá var svona nýjabrums vibe yfir þessu og gaman að lifa. Nú eru margir af þeim fyrstu hættir og aðrir komnir í þeirra stað, sumt betra annað verra. Þá las maður alla vefleiðara en nú er svo komið að ég les bara örfáa, aðallega þá sem ég þekki persónulega og svo nokkra áhugaverða þar fyrir utan. Kannski er þetta bara íhalds-ég sem hefur náð yfirhöndinni í dag en mér fannst þetta skemmtilegra í 'denn'. Oft hef ég reynt að hætta en byrja samt alltaf aftur, athyglissýki í bland við tjáningarþörf sennilega. Það verður samt gaman að sjá hverjir halda áfram eftir ár eða tvö.
[hugsað kl 16:57|#| ]


vonbrigði
Í gær var sjónvarpskvöld hjá undirritaðri og átti rúsínan í pylsuendanum að vera upptaka af Christmas Special þætti af Jonathan Creek. Talandi um buzz kill, þessi þáttur reyndist vera alveg úr takt við þessa sem ég á á vídjó og J.C. er hér með hent út af hönkalistanum! Þessi yndislegi nörd úr fyrri þáttum virðist hafa umbreyst í e-n semi-cool gaur sem er ekki að virka. Í fyrsta þættinum af J.C. hrökk maðurinn í kút ef kvenmaður yrti á hann og gat varla komið út úr sér setningu án þess að vera misskilinn er nú allt í einu orðinn e-r hönk sem dregur að sér kvenfólk og skilur allt í einu hálfkveðnar vísur etc etc. Mín ekki sátt.
[hugsað kl 16:38|#| ]


writer's block
Af því of margir nátengdir mér lesa þetta get ég ekki skrifað það sem mig langar til að segja. Fúlt. Það er vissulega eitthvað sem gamla dagbókarformið hefur framyfir þetta.

Nú lítur út fyrir að það sé gott veður úti en ég þori ekki að treysta því. Í gær sýndist mér það nefnilega líka og hætti mér allaleið inn í Hafnarfjörð og dó næstum því úr kulda á leiðinni. Núna ætla ég að kíkja á hitamælinn áður en ég hætti fæti út fyrir hússins dyr. Svo verð ég líka að finna mér e-a lesaðstöðu, það gengur ekki að lesa heima og ef ég fer á bókasafn fæ ég þennan vinnufíling og hann verkar frekar illa á mig study wise. Einhverjar tillögur?

[hugsað kl 12:31|#| ]


draumfarir enn á ný
þar sem ég hef oftar en ekki minnst á draumfarir mínar hérna finnst mér ekki annað hægt en að tilkynna fólki að mig dreymdi líka marga góða drauma í nótt;) Ég virðist hafa komið mér upp ákveðnum hæfileika, ef ég vakna upp af e-m sérlega skemmtilegum draumi ákveð ég bara að sofa lengur og dreyma meira skemmtilegt. Þetta virkaði 4x í morgun! Hér með legg ég inn pöntun fyrir áframhaldandi skemmtun í nótt...

Þrátt fyrir miklar umvandanir frá tilteknum litblindum manni hef ég ekki opnað bók í allan dag. Fór bara og keypti mér ný bleik nærföt í tilefni af sumarkomu í staðinn og gerði nákvæmlega ekki neitt. Komst svo að mjög svo athyglisverðri staðreynd, um ca. miðjan maí verður ólíklegasta fólk stefnt á Vesturgötuna seinnipart dags. Það ætti að vera áhugaverð samkoma, bara fyrir þær sakir, reunion dauðans.

[hugsað kl 00:09|#| ]


25.4.02
sumar
það er víst til hæfi að óska fólki til hamingju með sumarið á þessum degi svo 'gleðilegt sumar!'

Pirringur gærdagsins hefur hjaðnað þegar ég komst að því að fellow tv addict tók þáttinn upp. Ég var nebblega búin að setja tæmer á vídjóið til að taka þáttinn upp en síðan komst karl faðir minn í stillingarnar og fokkaði öllu upp. Sod's Law á ferð.

Deginum í dag verður eytt í félagsskap misgóðrar bókar þar sem ég virðist ekki geta lesið nema einn höfund á dag. Í gær var Edgar Allan Poe massaður, daginn þar áður var Washington Irving tekinn og í dag er stefnt á Harriet Jacobs og vonandi fleiri. Ef mér fer ekki að ganga betur í lestrinum les ég bara 10 höfunda fyrir prófið (af 27) og fell. Ekki gott, bæði út af námslánum og svo fyrirhugaðri útlandaferð 2003. Þá er bara að skella sér í lesturinn....

[hugsað kl 13:33|#| ]


24.4.02
NEYÐARKALL FRÁ NORÐURSKAUTI
PLÍÍÍÍÍÍÍS VILL EINHVER SEGJA MÉR AÐ HANN/HÚN HAFI TEKIÐ UPP JONATHAN CREEK ÞÁTTINN Á BBC PRIME KL HÁLF NÍU Í KVÖLD??????????
[hugsað kl 22:46|#| ]


CSI
Gekk ekki einn gamall CSi þáttur út á nákv. þetta?
[hugsað kl 19:36|#| ]


bókasafnsherfan
þá er bókasafnsherfan mætt í vinnuna og þá er nú betra að vara sig! Engan helvítis dónaskap, heimtufrekju eða annað slíkt því þá verður þér hent út og meinaður aðgangur að bókasafninu svo lengi sem ég lifi. Consider yourselves warned!

Það er greinilega sambýlisdagur á Subway í dag, öðruvísi get ég ekki útskýrt standardinn á þjónustunni. Ég fór í röð korter-tíu mínútur í sex út í Kringlu og allt ferlið tók 20-30 mínútur. Það er greinilega langt síðan ég hef farið á Subway því allt í einu eru komin öðruvísi brauð og þau eru öðruvísi skorin, síðan eru líka komnar nýjar sósur. E-ð wannabe Quizno's í gangi eða hvað?

[hugsað kl 18:19|#| ]


hjólið mitt
núna nýlega ákvað ég að fara hugsa meira um umhverfið en ég hef gert undanfarin ár. Eins og Þórir, þá dró ég fram hjólið mitt og ákvað að fara frekar hjólandi í vinnuna og skólann enda ekki langt að fara og óþarfi að vera starta bílnum fyrir slíkt. Einnig hef ég verið að athuga ruslið mitt því meirihlutinn þar er pappír (t.d. endalausar nótur) sem má nýta betur. Svo nú endurnýti ég blessaðar nóturnar sem krass- og skilaboðamiða sem ég hefði ellegar skrifað á nýjan og stærri pappír. Fyrir svona árum var ég alveg ofboðslega dugleg í þessum efnum en fór svo smám saman að slaka á, því miður, nú er bara að koma sér á skrið aftur. Svo er líka alveg ótrúlega hressandi að hjóla smáspöl í svona yndislegu veðri eins og í dag.
[hugsað kl 11:34|#| ]


23.4.02
dagur 2 ; aðeins seinna
núna er ég í vinnunni eftir vægast sagt afkastalítinn dag (sem ég reyndar að hluta til kenni litla frænda og systur minni um, þau voru í heimsókn í dag) og þar sem bókasafnsgestir fara orðið gríðarlega í taugarnar á mér, er skapið ekki beint tilbúið fyrir lærdóm. Af hverju þurfa sumir alltaf að vera dónalegir? Síðan eru það þeir sem muldra svo ég heyri ekki hvað þeir eru að biðja um, aðrir virðast halda að ég gangi einnig undir nafninu upplýsingar (nei, ég veit ekki kl hvað þú átt að mæta í ritgerðapróf á morgun!) o.s.frv. o.s.frv. Ég get ekki beðið eftir því að kl verði 22 og allir farnir út, þá kemst ég heim.
[hugsað kl 20:45|#| ]


dagur 2
enn einu sinni mistókst mér að vakna á tilsettum tíma og byrja að læra, mig var bara að dreyma of skemmtilegan draum til þess að geta vaknað. En nú er ég vöknuð og þá þýðir víst lítið annað en að skella sér bara í lærdóminn.
[hugsað kl 12:15|#| ]


22.4.02
vændi
góð grein um vændi á briet.is [ via tomash ]
[hugsað kl 21:59|#| ]


truflanir
í staðinn fyrir að beina öllum mínum lífs og sálareinbeitingarkröftum að Amrískum Doðranti I virðist athyglin helst beinast að menningarfræðibókum síðasta vetrar, Rómanska Ameríka aðallega. Svo og líka Friends DVD diskurinn sem liggur heima á borði....
[hugsað kl 20:33|#| ]


leti
nú sit ég í vinnunni og er búin að taka mér lengstu matarpásu ever! Amerískar Bókmenntir eru bara ekki það heillandi, mundi nú slatta mikið af Washington Irving frá fyrstu umferð en það dugir víst ekki að muna 'slatta' heldur verður maður víst að muna allt, allavega 80% af 'öllu' ;) sem jafngildir sennilega mælieiningunni 'slatti.'

Fyrir framan mig er mjög svo rykfallin atlas, gefinn út af The Times, opinn á Ástralíu opnunni. Nýjasta hugmyndin í mínum litla heila er nebblega að skreppa þangað í e-u svona skiptiprógrammi svona eins og eina önn. Það eina sem heldur aftur af mér eru eins og oft áður, peningar. Það er alveg ótrúlegt hvað þessar 'elskur' þvælast oft fyrir manni.

Mér datt í hug að pósta þau leitarorð sem, af e-m ástæðum, vísa á síðuna mína:


03 Apr, Wed, 13:09:54 Altavista: +link:www.sparklet.com
04 Apr, Thu, 12:33:57 Altavista: Colin Firth
07 Apr, Sun, 20:34:24 Altavista: Colin Firth
08 Apr, Mon, 20:04:30 Google: kaffi viktor
17 Apr, Wed, 15:48:57 Altavista: pinklady
21 Apr, Sun, 11:07:36 Google: blowjob
22 Apr, Mon, 10:51:45 Google: ritgerð um hobbitann
22 Apr, Mon, 17:43:10 Altavista: Colin Firth
22 Apr, Mon, 19:06:19 Altavista: colin firth
...magnað.
[hugsað kl 20:13|#| ]


stundaskrá
þá er ég búin að sækja drög að stundaskrám næsta árs. Haustönnin er ívið strembnari heldur en vorið, sérstaklega miðvikudagarnir en þá er í tímum 10-12 og svo frá 13-17, sumsé miðvikudagar verða ógeð. Annars eru dagarnir svona; mánudagur 13-15, þriðjudagur 10-12, fimmtudagur 10-12 og föstudagur 10-12 og svo 15-17. Vorönnin virkar mjög skemmtileg; mánudagar 10-12 og 13-15, ekkert á þriðjudögum, miðvikudagar 13-15, ekkert á fimmtudögum og svo föstudagar 13-15. Svo á reyndar eftir að bætast við einn kúrs á vorönn, ritþjálfunarógeðið sem ég 'droppaði útúr' núna. Og þessar tímasetningar miðast að sjálfsögðu við háskólann svo hið akademíska korter gildir, ekki heili tíminn ;)
[hugsað kl 15:08|#| ]


goal setting
nú þegar hef ég ekki náð 2 af þeim takmörkum sem ég setti sjálfri mér fyrir daginn í dag. Númer eitt, ég vaknaði ekki kl 9 heldur kl 12, númer tvö, ég mætti ekki í fyrri aukatímann í málfræði og svo eiginlega númer þrjú, ég er ekki byrjuð að lesa Amerískar Bókmenntir, djö! En batnandi mönnum er best að lifa svo ég dríf mig í seinni tímann, sjáum til hvort ég nenni að hjóla þangað. Síðan er held ég bara vinna vinna vinna í þessari viku og næstu.
[hugsað kl 12:39|#| ]


21.4.02
ofbeldi
nú er ég ekki ofbeldisfull í eðli mínu (ekki alla jafna...) en í dag hefði ég getað skaðað afgreiðslukonuna á vídjóleigunni alvarlega! Ég tók Friends á DVD og af því ég treysti því að afgreiðslufólk viti hvað það er að gera, double checkaði ég ekki á disknum, það voru greinilega mistök. Ég fékk því vitlausan disk með þáttum sem ég er löngu búin að sjá! Hér með tek ég aftur meðmælin um þessa vídjóleigu sem ég kommentaði á síðuna hans gummajoh. Annars hef ég voða lítið að segja nema ég fer sennilega að taka fram hjólið mitt, veðrið er orðið eitthvað svo 'hjólalegt.'
[hugsað kl 19:34|#| ]


john cusack
allt frá því ég sá Say Anything fyrir mörgum árum síðan hefur Lloyd Dobler, aka John Cusack, verið ofarlega á hönkalistanum! Í kvöld var svona John-Cusack-þema hjá okkur stelpunum, Say Anything og Sixteen Candles (ok, J.C. leikur bara pínulítið aukahlutverk en...) urðu fyrir valinu.


[hugsað kl 02:10|#| ]


20.4.02
indverskur
í kvöld ákvað ég að prófa matreiðslubókina sem ég gaf sjálfri mér í afmælisgjöf og elda fyrir mig og mútter (með örlítilli hjálp frá Madhur Jaffrey). Svo ég er búin að vera elda naan brauð, malla raita-sósu og skera niður kjúkling í dag. Það er sumsé allt reddí nema ég á eftir að baka brauðin, steikja kjúllann og sjóða hrísgrjón. Held ég ætti að hætta horfa á þessa matreiðsluþætti á BBC Prime ;)
[hugsað kl 17:36|#| ]


bleh
já, þetta er einn eitt merki um fávisku Kanans. Þ.e.a.s. stereótýpu Kanann, því það eru 2 Bandaríkjamenn með mér í tímum og myndu alls ekki flokkast sem stereótýpan (enda búnar að búa á Íslandi í þónokkurn tíma;)

Svo virðist Mogginn endalaust vera slá í gegn:

Enskir fjölmiðlar fara nú mikinn vegna sambands Svíans Svens-Görans Erikssons, landsliðsþjálfara Englands í knattspyrnu, og sjónvarsstjörnunnar Ulrika Jonsson, sem einnig er fædd í Svíþjóð en búsett í Elgnaid.
Hvar í Svíþjóð skyldi Elgnaid vera? Stupid people.
[hugsað kl 12:21|#| ]


dagbók kvöldsins
Ég gerði víðreist í kvöld, byrjaði á að kíkja aðeins á enskunema sem voru á leið á enn eitt djammið, fór svo í afmæli til Unnar og endaði á Sportkaffi (not by choice!!!!) Heilsan var ekki með besta móti, held ég sé að fá e-n vírus eða flensu. Bömmer. Mér finnst alltaf jafn skrýtið að hitta 'netfólk' face to face. Jafnvel þó maður hafi séð myndir af því þá er þetta bara svo skrítið (hvort á að skrifa skrýtið eða skrítið, ræð ég því eða?). Þarna voru náttla Unnur og Bjarni, svo var Már þarna líka og e-r fleiri (sorrí að ég man ekki nöfn allra). Manni finnst svona soldið eins og fólkið viti meira en það á að gera, jafnvel þó að maður hafi sjálfur boðið uppá þessar upplýsingar. Æi, ég er farin að bulla eitthvað...

og svo af því að ég er kvenmaður og get tekið mér bessaleyfi til þess að gera hitt og þetta án sýnilegra raka eða ástæðna, hef ég ákveðið að Michael Corleone góður gaur, þrátt fyrir allt!

[hugsað kl 02:50|#| ]


quiz central

Who's your Fellowship fella?

He knows every TRICK in the book



What Condom Are You?


What is YOUR Highschool label?


What do people say behind your back? Find out @ digitalcharisma

Take






[hugsað kl 02:42|#| ]


19.4.02
bókó
nú stend ég hérna í nýju húsnæði Bókasafns Hafnarfjarðar og blogga! Hjalti er eitthvað hneykslaður á því og þykist ekki þekkja mig! Enda ekki búinn að meðtaka tæknina;)

Annars er það helst að frétta að ég fór og keypti skóna (Þórir, heimurinn er enn á sínum stað) en komst svo að því að þeir pössuðu ekki við buxurnar sem átti að nota með þeim :( En þeir eru samt geðveikir!!

[hugsað kl 17:27|#| ]


m.c.
já, ég var ekki nógu ánægð með Godfather I af þeirri einföldu ástæðu að Michael Corleone reyndist bara vera skíthæll through and through! Ég var að reyna telja sjálfri mér trú um að hann væri góður gæi inn við beinið en eftir að hafa séð það sem uppá vantaði af fyrstu myndinni þá virðist sú tálsýn vera fokin út um gluggann. Bömmer.

Það er sjaldan hægt að segja að ég komi á óvart ;)

[hugsað kl 13:27|#| ]


skór
á þessari stundu er ég mikið að velta því fyrir mér, hvort ég eigi að splæsa á mig geðveikislega flottum svörtum Jackie-O skóm eða ekki? Sennilega kaupi ég þá, ég meina fyrst systir mín er að skoða hús sem sett er á 24 milljónir, af hverju ætti ég þá ekki að skella mér á 8 þús. króna skó? Annars langar mig til Ástralíu, þeir virðast þjást af sama syndrómi og við Íslendingar. Það eru greinilega bara x margir leikarar í landinu og þ.e. ekki framleiddir sjónvarpsþættir/kvikmyndir (að Baz Luhrman undanskildum) án þess að þeir séu allir með hlutverk!

...og nú verður Godfather I massaður, þökk sé Birgittu

[hugsað kl 00:33|#| ]


18.4.02
afgreiðslufólk
áðan skrapp ég í Kringluna og m.a. fór ég inn í snyrtivörudeild Hagkaups á 2.hæð. Þar geri ég þó hrikalegu "tækni-mistök" að stoppa lengur en 5 sek. fyrir framan einn rekkann. Ég meira að segja tók upp bæklinginn og fór að fletta. Að sjálfsögðu var afgreiðslukonan komin til mín samstundis og fór að dásama vöruna sem ég stóð fyrir framan. Jú jú, það getur vel verið að þetta sé 8.undur veraldar og muni breyta lífi mínu samstundis en ég var bara að skoða. Nema hún spurði mig ekki að því heldur dreif sig bara strax í sölumannsræðuna, því miður. Þannig að ég fékk að vita allt um dagkremin, meikin, glossin, augnskuggana o.s.frv. o.s.frv. Þetta orsakaði það að ég forðaði mér hið snarasta, eða um leið og afgreiðslukonan stoppaði til að anda ;)
[hugsað kl 19:32|#| ]


17.4.02
svalur náungi
Ég hef áður lýst því yfir hér á síðunni, hversu mikill snillingur Magnús Fjalldal er! Í dag var síðasti tíminn í Amerískri Menningarsögu og fæ ég því væntanlega ekki að hitta þennan snilling fyrr en í janúar á næsta ári, því er nú ver og miður (á maður að skrifa ver með tveimur errum í þessu samhengi þó svo það hljómi bara sem eitt err?). Maðurinn er líka með ofursvalt netfang: mafja@hi.is. Þannig að hér með hlýtur Magnús Fjalldal titilinn Guðfaðir Íslands!

Annars hlakka ég bara til næstu mánaðarmóta en þá fæ ég mun þykkara launaumslag en oft áður enda mun ég nánast búa hér upp í Verzló í apríl/maí. Svo verður næsti föstudagur tekinn í eitthvað smotteríis djamm eða allavega vísi að djammi, semi-djamm. Ég fékk í pósti mjög kurteist boðskort frá Magga bæjó, sem í stóð að mér væri boðið að vera viðstödd opnun nýja bókasafnsins ásamt öðru fyrirfólki Hafnarfjarðar, svo ætli maður láti ekki svo lítið að reka nefið inn þar svona til þess að móðga engan ;) Síðan lítur út fyrir að ég flokkist undir viðhengi eða eitthvað slíkt í afmæli seinna um kvöldið. Það er allavega skárra að vera beðin um að vera viðhengi heldur en að hengja sig utan í e-n óboðinn, ekki satt? Ég held allavega áfram að segja sjálfri mér það, sjálfsblekkingin lengi lifi.

[hugsað kl 20:32|#| ]


godfather
já, ekki fannst mér nú mikið til Godfather III koma. Fussum svei!
[hugsað kl 03:29|#| ]


ó mig auma
jæja, eitthvað fór á annan veg en til var ætlast í kvöld. Þrátt fyrir mikla leikgleði og keppnisskap okkar náðu gamlingjar að merja fram sigur. Reyndar skil ég ekki alveg af hverju fólk var yfirhöfuð að mæta þar sem fýlan draup af hverju andliti þeirra eldri.

Og nú verður horft á The Godfather, part III þar sem mynd nr. 2 var mössuð í gær og skildi mig eftir vægast sagt spennta.

[hugsað kl 00:01|#| ]


16.4.02
áskorun
Síðasta föstudagskvöld skoruðu eldri og reyndari enskunemar á okkur hin í gettubetur-spilinu og verður því barist til síðasta manns í kvöld á Grettisgötunni. Ég á ekki von á öðru en að við unglömbin völtum yfir þessi gamalmenni enda er bæði sjón og heyrn farin að gefa sig á þessum aldri.

Þar sem gúrkutíð virðist hrjá bloggera þessa dagana er engin ástæða til að skera sig úr hópnum > Það er búið að ákveða að kenna ekki málsögu aftur á fyrsta ári í enskuskor Háskóla Íslands. Ástæðan er m.a. sú að kennslan í vetur hefur ekki verið upp á marga fiska og gerði ráð fyrir meiri undirstöðuþekkingu en kúrsar á haustönn veita. Einnig var tekið tillit til þess að hvergi í háskólum erlendis er málsaga kennd á fyrsta ári. Jafnast þetta ekki á við bestu krikketfærslu?

[hugsað kl 18:00|#| ]


stelpublogg ofl.
Af þeim bloggsíðum sem ég les oftast, finnst mér skemmtilegast að lesa svokölluð 'stelpublogg'. Oftast nær finnst mér færslurnar einlægari og ég eiga eitthvað sameiginlegt í reynslu- og/eða skoðanabankanum. Bæði á þetta við um innlend blogg og erlend.

Það stelpublogg sem ég hef lengst af lesið er áströlsk kona á þrítugsaldri sem bloggar um sitt líf sem heimavinnandi húsmóðir með 2 litla stráka, togstreita á milli þess að vilja eyða tímanum í að ala upp strákana og svo að sinna sínum hugðarefnum (hmm, sounds familiar? ;), Loobylu er enn einn Ástralinn, freelance teiknari. /usr/bin/girl/ er ég byrjuð að lesa aftur, aðallega út af linkunum hennar.

Síðan koma þessi íslensku, Eva, (bloggar of sjaldan núorðið) hana kannast ég við gegnum Björgvin, Erla Margrét og Viktoría voru með mér í bekk í Verzló svo ég kannast við þær, soldið mikið af einkahúmor þar á ferð, Veru kannast ég einnig við úr Verzló, skemmtilegar færslur um daginn og veginn (koma bara alltof sjaldan), Unni þekki ég ekki en kemur oft með athyglisverðar pælingar sem gaman er að lesa, Helga er ný af nálinni en alveg stórskemmtileg á köflum, Hilma er líka ný-uppgötvuð og kvartar yfir ósjálfráðri ritskoðun sem hefur einmitt farið mikið í taugarnar á mér. Svo má víst ekki gleyma Katrínu, en ég verð að viðurkenna að ég hreinlega skil stundum ekki hvað manneskjan er að segja, svo ljóshærð er ég.

Mér finnst skemmtilegra að lesa þessi blogg heldur en mörg önnur, kannski af því sumar þekki ég, en helst held ég að efnistökin höfði frekar til mín en eitthvað annað. Sjálfri langar mig til þess að vera heiðarlegri hérna en sökum þess að fjölskyldan og nánir vinir lesa þetta daglega, finnst mér ég ekki geta það. Ég hef reynt að vera með svona 'leynisíðu' en hún er yfirleitt uppgötvuð fyrr en varir og er því skammgóður vermir. En nú held ég að sé komið nóg.

Þ.e. greinilegt að þeir sem ég held með í Survivor eru reknir burt sem fyrst, til að byrja með var það Hunter og svo Gabriel í kvöld *snökt*
...quizzes galore >


ávaxtaquiz
what sort of a drunk are you?
who's your movie sidekick?
find your inner doughnut
which "monty python and the holy grail" character are you?
what sort of a rubber duck are you?

[hugsað kl 00:39|#| ]


15.4.02
peningapælingar
til að leiðrétta þrálátan misskilning, þá var færslan um Vigdísi ekki til að benda á hversu litla eða mikla peninga hún hefði, fjárhagsstaða hennar kom málinu bara ekki við! Þetta var bara pæling um stöðu hennar gagnvart hverjum og einum Íslendingi, hún er og verður alltaf Vigdís forseti. Peningar eru ekki allt!!!!!

nú er spurning hvort maður eigi að renna yfir gamlar glósur til að undirbúa sig fyrir spilakvöldið annað kvöld þar sem 1.árs nemar eru búnir að skora á 2. og 3.árs nema? Eða ekki ;)

[hugsað kl 19:11|#| ]


Vigga
Ég er búin að gera smávægilegar breytingar á gáttinni minni, búin að bæta inn vísindavefnum og SHA ásamt svo 2 erlendum veitum í viðbót.

Ég missti af þessum þætti um Vigdísi, e-n veginn fór hann alveg fram hjá mér, en bæði Sverrir og Ármann tjá sig um þennan þátt. Nú er Ísland alveg oggu ponsu lítið land og tengsl fólks innbyrðis skuggaleg en allavega, síðasta nóvember hélt ég ásamt systur minni til Edinborgar. Áður en kallað var út í vél héldum við á vit Fríhafnarinnar eins og sönnum Íslendingum sæmir og sjáum þar frú Vigdísi tilsýndar. Svo lendir hún á undan okkur á kassanum í Íslenskum Markaði og litla þjóðernishjartað tók kipp þegar maður sá hana kaupa sér nokkrar litlar vodkaflöskur. Af því þetta var Vigdís forseti fannst manni þetta eitthvað svo absúrd, eins og að sjá Dorrit háma í sig eitt stk Hlölla eða eitthvað slíkt. Svo þegar við lentum í Edinborg var heilmikil bið eftir töskunum og eins og gengur og gerist fá sæti í komusalnum. Nema hvað mér verður litið í átt til Vigdísar þar sem hún var að bíða og svo tyllir hún sér á 'flugfreyjutöskuna' sem hún hafði með sér inn í flugvél. Svona af því Vigdís er Vigdís þá passar þetta e-n veginn ekki. Sé ekki alveg Clinton fyrrv. Bandaríkjaforseta fljúga á 'coach' og bíða eftir sínum töskum eins og almúginn. Pæling.

[hugsað kl 16:54|#| ]


13.4.02
rice'n'curry
áðan var mér færð afmælisgjöf sem er algjör snilld! Síðasta sumar uppgötvaði ég diskinn Doob Doob O Rama sem inniheldur lög úr indverskum bíómyndum framleiddum í Bollywood. Gústi tók að sér það mission að útvega þennan disk og barst diskurinn til landsins í gærkvöldi. Hér með segi ég barasta takk fyrir mig.

Þrátt fyrir ný-til-komna heppni mína, gleymdi ég að lotta en á móti kemur að draumarnir mínir eru aftur orðnir skemmtilegir, svo þetta hlýtur að koma út á eitt?

[hugsað kl 19:21|#| ]


my luck is changing?
jæja, kvöldið í kvöld er merkilegt fyrir þær sakir að ég, já ég, vann fyrsta vinning í bíó happadrættinu! Stór bjór og Fullnæging. Þetta er í fyrsta skipti sem ég vinn fyrsta vinning í e-u svo kannski ég ætti að taka þátt í lottóinu á laugardag? Svo virðist sem fleiri bloggerar ætli að taka að sér nefndarstörf, svo gæti farið að ég verði í stjórn FEN/e.BOG á næsta ári en það kemur víst í ljós í maí held ég.
[hugsað kl 03:07|#| ]


12.4.02
Frankie says RELAX!
Í gær var fimmtudagur og það er yfirlýstur sjónvarpsdagur hjá mér. Skjár 1 er með ágætis þætti uppúr átta-hálfníu og svo tekur RÚV við með snilldarþætti eins og Secret Life of Us og svo SNC seinna um kvöldið. Ég er búin að koma mér upp hálfgerðri rútínu undanfarnar vikur en það er að skella sér í sturtu, kveikja á kertunum í arninum, slökkva ljósin og setjast svo í sófann, ilmandi af Ralph Lauren, kveikja á sjónvarpinu og fá sér bjór. Þetta er alveg hræðilega notalegt, að sitja bara í rökkrinu með sjálfum sér og horfa á snilldarsjónvarp. The Secret Life of Us er hápunktur kvöldsins, þættirnir á Skjá 1 mega svosum alveg missa sín enda hefst rítúalið ekki fyrr en SLU byrjar ca. um 10. En næst á dagskrá er The Royal Tenenbaums með spilasjúklingum gærdagsins og þar á eftir Vegamót.
[hugsað kl 15:02|#| ]


11.4.02
fimmtudagseftirmiðdagur
þar sem leiðinlegu málsögu verkefni var skilað í dag plús gott veður ákváðu spilasjúkir enskunemar (+trúarbragðafræðinemi) að fagna með því að eyða seinnipartinum í að spila Trivial og Gettubetur spilið. Þetta eru einmitt einu spilin sem ég tapa ekki alltaf í svo og Actionary. Þetta tókst betur heldur en síðasta spila-session þar sem aðalkeppnismanneskjan var spyrill í GB, thank god! Þess ber einnig að geta að ég vaknaði kl 7 í morgun! Eyddi svo fyrri parti dagsins uppi á Þjóðarbókhlöðunni (sá Sjón!!!!!!!) að leita að uppruna orða í Emmu e. Jane Austen og þetta er held ég í 3.skipti sem ég kem þangað inn! 2svar til að gera málsöguverkefni og svo einu sinni til að 'læra.' Þó svo ég hafi verið að horfa á Star Wars: Episode I til að ganga 3 í nótt tókst mér samt að vakna á skikkanlegum tíma og það telst afrek á þessum bæ.
[hugsað kl 19:47|#| ]


10.4.02
stuð á bókó
rétt í þessu var annar af tveim safngestum kvöldsins að spyrja hvort þeir félagarnir mættu ekki setja smá tónlist á, svona fyrst það væri bara þeir tveir að lesa. Mér fannst það alveg sjálfsagt svo lengi sem engir fleiri væru inni á safni. Innan skamms fór lagið 'I love the night life' að hljóma um ganga. Ég sprakk næstum því úr hlátri því þetta minnir mig svo mikið á myndina Priscilla - Queen of the Desert og ekki það sem ég átti von á frá tveim unglingspiltum ;)
[hugsað kl 21:03|#| ]


lestur
Þórir, mér finnst að þú eigir að vera lesa amerískar bókmenntir líka svo ég sé ekki ein um að þjást! Kofi Tómasar frænda er það heillin!

Gummijoh er greinilega arftaki Svavars sem tískulöggan, alltaf fyrstur með fréttirnar;)

[hugsað kl 18:28|#| ]


kula shaker
í gær enduruppgötvaði ég gæðahljómsveitina Kula Shaker. Hver man ekki eftir lögum eins og Tattva, Govinda og Hush? Síðan virðist hljómsveitin hafa gengið í one-hit-wonders klúbbinn og gufað upp. Því er nú ver og miður.
[hugsað kl 15:48|#| ]


endalausar kröfur
af því ég er kona og fædd inn í ný-upplýstan-heim-kvennabaráttu þá á ég einfaldlega að vera femínisti og ætla mér e-a rosalega hluti varðandi starfsframa, þetta er mér allavega tjáð af hinum ýmsu mönnum og málefnum. Það er ekkert annað í stöðunni nema ég sé andlega heft og metnaðarlaus með öllu. Nú vill svo til að starfsframi er ekki efstur á forgangslistanum mínum, heldur stendur þar skýrum bleikum stöfum: fjölskylda. Það er enginn/ekkert sem þrýstir á mig eða neyðir mig til þess að að langa í fjölskyldu. Þetta er einfaldlega mitt val. En samt sem áður þykir það bera vott um gamaldagsviðhorf og vítavert metnaðarleysi af minni hálfu. Af hverju? Af hverju verð ég að eyða æskuárunum í skóla og svo þrítugsaldrinum í að reyna vinna mig upp hjá fyrirtæki, fertugsaldrinum í að vinna nógu mikið til þess að hin unga konan í fyrirtækinu fái ekki stöðuhækkun á undan mér og svo fimmtugsaldrinum í endurmenntun og enda svo með magasár um sextugt? Hvað skilur svo eftir sig þegar þessum mikla áfanga er lokið? Vissulega er þetta ofureinföldun á hlutunum en samt. Í guðanna bænum ekki misskilja mig svo að mig langi ekki til þess að vinna heldur vil ég ekki setja vinnuna ofar öllu. Ég er nú einmitt að mennta mig til þess að sjá fyrir mér í framtíðinni og valdi þess vegna fag sem ég hélt að væri ekki alveg laus við skemmtanagildi til þess að vera ekki orðin hundleið á vinnunni minni eftir 5 ár. En þessi ofboðslega 'nútímalegi hugsanaháttur' finnst mér ekkert betri heldur en sá sem er verið að reyna útrýma. Annars vegar er þessi gamli: 'Konur eiga að vera heima, á bakvið eldavélina að hugsa um börnin' svo er það sá nýjasti: 'Konur eiga að vera úti á vinnumarkaðnum og reyna að ná sem mestum frama þar, brjóta glerþakið.' Fyrir þær konur sem vilja þetta segi ég bara gott hjá ykkur, þið vitið hvað þið viljið en á móti vil ég ekki að þið (og aðrir) dæmið mig fyrir að vita hvað ég vil.
[hugsað kl 12:59|#| ]


9.4.02
e-n tímann verður allt fyrst
núna seinnipartinn röltum við mútter niður á Austurvöll á útifundinn um ástandið í Palestínu. Þetta var held ég minn fyrsti útifundur, man allavega ekki eftir öðrum. Og hér með kláraðist innblástur síðustu daga.....
[hugsað kl 23:47|#| ]


6.4.02
vorið á leiðinni?
einn öruggasti vorboði landsins nálgast óðfluga - próf. Þegar prófin fara að nálgast óðfluga má nánast bóka að vorið fylgi fast á hæla þeirra og stundum jafnvel sumarið þar á eftir en ekki alltaf. Stundum lætur sumarið nebblega ekki sjá sig, skráir sig bara úr kúrsinum og segist mögulega kannski ætla að taka hann að ári. En vetur og haust mæta alltaf í kúrsinn og ekki nóg með það, heldur mæta þau í alla tíma jafnvel þó það sé frjáls mæting og glósa fyrir allar árstíðir.

ég held ég hafi orðið vitni að svona tag-leik hjá sjúkrabílum. Fyrst bruna þeir í eina átt með sírenur og blikkljós, svo koma þeir alveg jafn hratt í hina áttina. Hvað á maður að halda?

...a gentleman will walk but never run.

...og Moulin Rouge quiz

[hugsað kl 01:43|#| ]


5.4.02
the graduate
var að horfa á The Graduate áðan, bjóst við litlu en hún kom mér skemmtilega á óvart. Hélt að þetta væri svona hyped-up mynd eins og margar en Dustin klikkar ekki frekar en fyrri daginn. Sérstaklega finnst mér lokaatriðið flott, þegar hann grípur krossinn af veggnum og reynir að halda mannfjöldanum í skefjum með honum og þau hlaupa á eftir strætó, hún í fullum skrúða. Svo er tónlistin náttla líka góð.

Í gær ákváðum við mamma að slá öllu upp í kæruleysi og fórum út fyrir bæjarmörkin og fengum okkur að borða. Súfistinn varð fyrir valinu einu sinni sem oftar en veðrið klikkaði. Við héldum nebblega að það væri komið sumar en það er víst ekki. Skítkalt úti.

Svo langar mig að vita, hver er með þennan server > linux.rocks.at.yo.is Plííís, skildu eftir nafn í kommentunum :)

[hugsað kl 21:03|#| ]


4.4.02
erfitt líf
Enn af litla frænda; Í gær var hann líka í pössun hérna heima og litli prinsinn hélt uppteknum hætti en að þessu sinni hertók hann vídjóið og ömmu sína í leiðinni. Svo skrapp amman á baðherbergið örstutta stund og sá litli ætlaði að tryllast úr reiði yfir þessari ósvífnu framkomu! Þetta kostaði klukkutímafýlu hjá litla manninum. Þegar sú fýla hafði hjaðnað og vídjóglápið hélt áfram hringdi síminn og amman fór niður að svara. Síðan kom eitthvað rosalegt atriði í sjónvarpinu og litli kall stóð efst í stiganum og öskraði af öllum lífs og sálarkröftum á ömmu sína, hún yrði hreinlega að sjá þetta. Þegar barnið er með barkabólgu er svolítið skondið að heyra öskrin deyfast smám saman þar til þau verða að hóstakasti (just my sick sense of humour). Guð hjálpi okkur þegar hann fær unglingaveikina...

Í dag skráði ég mig í HÍ næsta vetur. Þrátt fyrir ákaflega fátækleg fög ákvað ég að skrá mig í eftirfarandi: haustönn;Literary Theory (skylda), English Dialects, William Shakespeare og Philosophical Foundations. Á vorönn; British Literature II (skylda), British Contemporary Literature og Bakgrunnur Enskrar Menningar.

[hugsað kl 16:13|#| ]


3.4.02
tónleikar
ég vil endilega hvetja alla til þess að mæta á tónleikana í kvöld kl 20 í Verzló. Ég er svo heppin að hafa fengið að hlusta á æfinguna (sem er í gangi núna) og þetta er rosalega flott. Skólakór VÍ syngur ásamt Páli Óskari og Monika Abendroth leikur á hörpu. Aðgangur ókeypis svo það er bara um að gera að mæta og þjófstarta fyrir Listahátíð.
[hugsað kl 18:57|#| ]


arrg!
stundum verð ég gjörsamlega agndofa yfir eigin heimsku! Hildur, i'm not going to forget this anytime soon!

jæja, 3.apríl kominn og prófin nálgast óðfluga! Sem þýðir að ég verð að fara gera eitthvað af viti og það strax! Bókmenntirnar eru nú í nokkuð góðu róli þar sem ég er búin að vera lesa eins og vitleysingur í þeim undanfarnar vikur en málfræðin og málsagan eru ekki í nógu góðum málum. Málfræðin er nú bara eitt stk þunnt óskiljanlegt hefti sem má massa á einum sunnudegi en málsagan er verra mál. Þykk leiðindabók sem er ekki nógu aðlaðandi sem svona light-reading. Og ef ég ætla að geta borið kennsl á verk hinna og þessa höfunda eftir nákvæmlega mánuð og túlkað þau í þokkabók, þá vantar mig nokkrar auka klst í sólarhringinn! Spurning um að lesa málsögu eins og vitleysingur til kl 10 í kvöld?

[hugsað kl 16:51|#| ]


2.4.02
litli prinsinn
í morgun var litli frændi minn í pössun hérna heima, krónprinsinn af Barmahlíð. Drengurinn er svo endalaust fyndinn! Hann hagar sér nákvæmlega eins og e-r lítill olíufursti, hann gengur fyrir og þannig eru hlutirnir bara. Það sullaðist e-ð niður hjá honum í hádeginu og ég náði í bréf til að þurrka borðið, þá lítur hann á mig og andvarpar að hendurnar á honum séu nú líka blautar sko! Að reyna halda aftur að flissinu yfir sjálfsáliti og hroka 5 ára barns er erfitt. En hvað gerir maður ekki fyrir litla frænda (sem reyndar fer að verða stærri en ég en þ.e. önnur saga)?

ok, er ég bara að rugla en er cow pad ekki kúadella á ensku? bara smá pæling ;)

...enn af skrýtnu/geðsjúku fólki.

[hugsað kl 14:25|#| ]


empty
nú er ca. 1/3 af húsgögnunum mínum horfinn! Gamli brúni sófinn minn, svona fyrsta eiginlega húsgagnið mitt, er núna í Logafoldinni ásamt fermingarhúsgögnunum. Þannig að nú virkar kjallarinn hálf tómur, bara einn 2-sæta appelsínugulur sófi á gólfinu, það sést loksins í arininn og 'forstofan' galtóm. Allar bækurnar mínar eru í misháum stöflum á skrifborðinu og fleira dót í svarta stólnum mínum. Samt fínt að losna við þetta svo ég geti farið að hefjast handa við endurbæturnar. En nú þegar arininn nýtur sín þá langar mig ekkert til þess að fela hann aftur en e-s staðar verður stærri sófinn að komast. Svo stækkar herbergið til muna þegar veggirnir og múrsteinarnir verða orðnir hvítir, sem verður e-n tímann í júní. Á sama tíma ræðst ég á sófana vopnuð heftibyssu og óbilandi trú á eigin hæfileika ;)

Marvin Gaye er bara mesti snillingur ever! Lagið Mrs.Jones er núna á repeat hjá mér út í eitt...

[hugsað kl 00:20|#| ]


1.4.02
22
ég man þá tíð þegar tvítugsaldurinn var eitthvað sem maður hlakkaði til. Þá komst maður í ríkið og inn á skemmtistaði. Nú virðast allflestir staðir vera komnir með 22 ára aldurstakmark og ætli Ríkið farið ekki bráðum að gera slíkt hið sama. Gærkvöldinu var því eytt í rölti milli staða og vera vísað frá vegna of lágrar tölu á skilríki. Þeir staðir sem maður komst inn á voru svo troðnir að það var ekkert pláss fyrir meira fólk. Það var því ekki gaman í gær. Fúlt.

...en Marvin Gaye rokkar! Og til hamingju með afmælið Jóhanna! þrítugsaldurinn nálgast óðfluga ;)

[hugsað kl 12:59|#| ]


mantra of the moment
---
“In everyone's life, at some time, our inner fire goes out. It is then burst into flame by an encounter with another human being. We should all be thankful for those people who rekindle the inner spirit.”

- Albert Schweitzer

stuff found today
---
04.08.03
adopt a sugarcube [wft!]
sykurmolarnir.com
toyboys better in bed?
orkneyjar.com
scottish blogs
ipod lounge
eat and drink and be married
...
male librarian
beeep.net
minderella
mike's place - lovely
i hate your taste in music
mash
ok ok

01.08.03
stupid penis tricks

31.07.03
tubagooba
irish girl abraod
tokyo shoes
wnp?'s blogroll
barrettchase.com
modern drunkard magazine

25.07.03
never alone
áróðursplaköt
eccentric london
100% onomatopoeic language
japanese onomatopoeia
jasmine aurora
london free list

16.07.03
mr.lomo
gusset
thorir.com
melbourneblogs
paperbackwriter
franki & jonny alan clarke
a stain on the country is worse than a stain on a blue dress
þeir lugu en það er engin afsökun

12.07.03

lucky stars
house of wigs
soviet invasion plan
20 questions
what's your bag baby?

07.07.03
fun fridge magnets
retail junky

29.06.03
acme

28.06.03
æðislegar töskur
are you going to heaven?
voodoo

23.06.03
before you can say 'Joey!'

20.06.03
10 songs that'll make you wanna dry hump your radio

19.06.03
absolutely vile
what's new pussycat?
is it love?

15.06.03
buddah's oracle
scary ass clowns!
ouija-boards
s-g i can get on board with!
reusablog
mef

05.06.03
80's tarot
sketchbook
ei-ei-o
digital serendipity

02.06.03
unshelved

30.05.03
how to make leis
summer ideas
national bbq day
how to: jamaican party

29.05.03
ameríska útgáfan af coupling
sew wrong

21.05.03
íslenska eurovision bloggið

20.05.03
blonde ambition
silke 6

19.05.03
George Bush CV

14.05.03
bondgirls

11.05.03
code pink
not martha
what mother's son
knitty.com

10.05.03
easy bake coven
drunken ferry boat woman

07.05.03
sass & bide
fishtanked
thistothat
hello, my name is scott

06.05.03
study abroad
the british museum compass
official mah-jong rules
anne...straight from the hip

03.05.03
LOMO umfjöllun BBC 4
lomography
young reykjavik

02.05.03
fotolog
the osbournes

01.05.03
orla kiely
nicola cerini
all about hugh
jackman's landing
mrs.parker

30.04.03
daily candy
prolific
thrift deluxe