Hva? l??na? einn st??pi?
Blogger rokkar!
Now listening to Jagúar
20.8.01
Ritskoðað
Ég var sett í blogg-bann eftir að hafa tilkynnt um nörda hátt okkar Óla Njáls og hefur því verið fátt um fína drætti hér hjá mér. Hér eftir verður allt blogg ritskoðað af áðurnefndum. [ btw. þá finnst honum þetta sennilega ekki fyndið þegar hann les þetta ]

Það er held ég kominn vetur. Já, ég lýsi hér með yfir komu vetursins. Í morgun þegar ég var að klára Bridget Jones þá lá svona vetrarfílingur í loftinu að mér fannst ég eiginlega vera að skrópa í skólann. Svo fór ég á bíl tengdaforeldra minna í vinnuna, Fiat Marea Weekend (a.k.a. stationbíll ) og var soldið nervus enda bíllinn mjög stór miðað við mig. Þá þurfti ég náttúrulega að lenda á eftir e-i manneskju sem keyrði ákaflega sérkennilega. 30 var hámarkshraðinn hjá manneskjunni og það var mikið bremsað. Síðan kem ég að gatnamótunum hjá Indíjánatjalds-kirkjunni og fékk eiginlega hálfgert sjokk því mér fannst allt í einu þar vera dead-end en við nánari eftirgrennslan reyndist vera svona beygja framhjá. Svo þegar ég hafði jafnað mig á þessu og er búin að beygja inn á götuna sem fer áfram inn í Kópavog, Garðabæ.... þá er aftur svona dead-end og ég þurfti að taka 2 hjóla beygju inn á næstu akrein. Er ég kom loks í vinnuna þá lagði ég í stæði sem ég get keyrt beint út úr. Ég þoli ekki að keyra stóra bíla! Af hverju fylgir ekki bílstjóri með svoleiðis bílum?

-1 klst


14.8.01
Trivial Pursuit
Hér með skora ég á landsmenn alla að prófa Trivial Pursuit barnaútgáfu frá árinu 1985 og spila hraða-útgáfu! Þ.e. kasta, svara og spyrja eins hratt og menn geta! Þetta er hin besta skemmtun eins og við Óli Njáll höfum reynt undanfarna klukkutíma!
-1 klst


10.8.01
My life in retrospect
Ég held í alvörunni að líf mitt væri ágætis efniviður í einn svona kaldhæðnislegan þátt sem gerir miskunnarlaust grín að óförum annarra. Enough said.
-1 klst


9.8.01
Bridget Jones
Algjört meistaraverk í alla staði! Ég skemmti mér mjög vel og hvet alla til þess að kíkja á hana. Þar er eðal hönkinn Colin Firth í hlutverki hins sérstaklega kynþokkafulla mr. Darcy. Merkilegt hvað mér fannst þessi karakter ekkert spes áður en ég sá hann í þessu hlutverki (reyndar var hann frekar "hot" í Jane Austen seríunni Pride and Prejudice þar sem hann lék einmitt einnig mr. Darcy). Kannski eru menn sem heita mr. Darcy allir "hot"? Það kemur í ljós þegar ég byrja í skólanum núna í haust því þar heitir einn kennarinn einmitt mr. Darcy....
-1 klst


8.8.01
Komin niður á jörðina
Eftir að hafa svifið um á bleiku skýi allt frá því ég sigraði óvini mína í Age of Empires þá er ég loksins lent. Er meira að segja á leið í kvikmyndahús í kvöld að sjá Bridget Jones Diary. En mér varð ekki um sel í morgun er ég ætlaði að fjárfesta í Campers skóm. Ég ætlaði að koma við í Kron á leið í vinnuna og tíminn var orðinn naumur. Ég af minni alkunnu ratvísi fann stæði rétt við Laugaveginn og næstum við þröskuldinn á Kron. Viti menn, er búðin ekki lokuð! Þar með var kaupmaðurinn í Kron af mínum seðlum, allavega í bili. Ég hef ekki enn ákveðið hvort ég heiðra hann með nærveru minni [ og seðla minna] í framtíðinni. Við spyrjum að leikslokum....
-1 klst


7.8.01
Age of Empires!
I´m victorious!

Enn einu sinni er ég vakandi þegar ég þarf þess ekki og ætti skv. öllu að vera í draumalandinu. Það er bara svona þegar tölvan kallar, þá er erfitt að sýna andlegan styrk og segja "Nei, vík burt Satan!" Andinn er reiðubúinn en holdið veikt, á þetta ekki að hljóma e-n veginn svona?

-1 klst


5.8.01
East side
Sólin var að koma upp svo ég var pottþétt að horfa í austur!
-1 klst


argi parg
Akkúrat núna virðist sólin vera að koma upp eða setjast, ég veit ekki alveg hvort því það eru fjöll fyrir og ég veit ekkert hvort ég er að horfa í austur eða vestur. Ég var að taka kökuna mína út úr ofninum fyrir korteri, er nefnilega að fara í smá dagsferð á morgun sem endar í grilli hjá mömmu og pabba í sumarbústaðnum. Það er bara vonandi að veðrið verði eins og undanfarna daga! Óli Njáll var eitthvað að gera grín að ástandi mínu á morgnana og að ég yrði ekki upplögð í að búa til nesti þegar ég vakna í fyrramálið þannig að ég tók hann bara á orðinu og bakaði 1 stk köku núna um miðja nótt. Ég er nefnilega ALLS engin morgun manneskja og það er eiginlega hálfgert understatement. Ég vakna fyrst almennilega svona um 11 að kvöldi til. Núna er ég í góðum fíling með Dionne Warwick á fóninum og krúsa á netinu. Var að sms-ast við Egil áðan og ég held að hann hafi ekki trúað bökunarsögunni minni, who can blame him? Ég var einmitt í tvítugsafmæli um daginn og þar tjáði áðurnefndur Egill mér að ruglið sem ég væri að skrifa hérna væri svo sýrt stundum. En málið er bara að þessir hlutir koma í alvörunni fyrir mig. Klósettsagan skemmtilega er ekkert einsdæmi. Fjölskyldan mín yndislega kallaði mig á tímabili litlu risaeðluna vegna þess að ég VARÐ að rekast utan í alla skapaða hluti sem urðu á leið minni. Ég var þess vegna öll út í marblettum og tilheyrandi. Stigar hafa líka alltaf ákveðið aðdráttarafl en eftirminnilegast er væntanlega stiginn í sumarhúsi í Þýskalandi þegar ég var 9 ára. Ég tók eitt skref og rann á rassinum niður allan helv.. stigann. Þetta voru ca. 30 tröppur btw.

Takk öllsömul fyrir bókaábendingarnar, ég er enn að hugsa málið. Tók reyndar The complete works of Oscar Wilde á föstudag en það er spurning hvort maður hafi sig í þann rosa lestur...en ég kveð í bili, góða nótt/góðan daginn.

-1 klst


1.8.01
Hungrið sverfur að
Veit e-r um e-a góða bók handa mér að lesa? Ég er að verða búin með Harry Potter í annað sinn, nenni ekki að lesa Bridget Jones aftur og Lord of the Rings virðist vera ófáanleg eða hvað? Tillögur eru vel þegnar.

Hún systir mín spurði mig að athyglisverðri spurningu áðan, er hægt að tjalda einn? Hennar tjaldi er svo sannarlega ekki hægt að tjalda einn. Hún á svona hálf-hústjald úr Seglagerðinni. Mitt er aftur á móti kúlutjald úr sömu búð en ég held ég geti fullyrt að maður geti ekki tjaldað því einn síns liðs. Hvernig fara þá menn eins og Pólfarinn og fleiri að? Ekki eru þeir með þessi svokölluðu "hopp" tjöld sem maður hendir upp í loftið og voilá! (?) tjaldið er reddí? Með þessum orðum óska ég þeim sem fara út á land um helgina góðrar ferðar því ég fer ekki fet, ligg trúlega fyrir framan imbann og glápi á þessar milljón spólur sem ég hyggst taka.

-1 klst